Tuesday, May 3, 2011
Uppfærð Uzbekistanáætlun komin inn á hlekkinn sinn- er áhugi á norð og vesturhluta Írans
Dansstúlka í Bukhara. Mynd JK
Bara að láta ykkur vita að uppfærð Uzbekistanáætlun fyrir septemberfólk er komin inn á hlekkinn sinn.
Þar kemur fram að við komum heim 24.sept en ekki 22. og fáum þar af leiðandi meiri tíma í Bukhara og Samarkand sem er eiginlega nauðsynlegt. Einnig bætist við að allar máltíðir eru nú innifaldar og hvorttveggja án þess verð hækki.
Við komum til London að kvöldi 23. sept og gistum þar af nóttina vegna þess að þá er Íslandsvélin að fara. Ágætt að slappa þar af eftir ferðina og byrja að jafna sig á tímamuni.
Enn er ekki ljóst hvort ég verð að rukka einhverja smáupphæð fyrir gistinguna í London en það verður þá í lágmarki, nema aukagjald er að sjálfsögðu fyrir eins manns herbergin.
Hvet ykkur til að kynna ykkur málin og prenta út áætlunina
Ný Íranáætlun vekur áhuga amk. minn
Hef fengið senda 15 daga nýja áætlun um norð og vesturhluta Írans, endað auðvitað með því að fara til Isfahan. Meðan ég hef ekki fengið flugleiðina og verð á henni ættu menn að íhuga málið og láta vita. Margir Íranfarar hafa sagt þeir hefðu hug á frekari skoðun á þessu stórkostlega landi og hér er því tækifærið.
Og Eþíópía til rannsóknar
Eins og ég hef sagt áður fer ég nú sunnudaginn 8.maí til Eþíópíu en rúmlega 40 manns hafa lýst sig áhugasama um ferð þangað og skýrist hvort og hvenær þegar ég kem heim.
Minni ykkur svo enn og aftur, Uzbekistanfarar á að borga á réttum tíma, senda mér ljósrit(tvö vantar enn) því ég þarf að koma plöggum út áður en ég fer til Eþíópíu.
Vonast til að sjá sem flesta á fundinum 7.maí en þar verður einmitt flutt erindi og myndasýning um Eþíópíu, að loknum aðalfundarstörfum.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment