Thursday, May 26, 2011

Fullbúin Eþíópíuáætlun sett inn á föstudag- vinsamleg ábending til Uzbekistanfara í sept



Kaffiserímoníur í Eþíópíu hvort sem er í heimahúsum eða á veitingastöðum eru margbrotnar og skemmtilegt að fylgjast með hvernig kaffi er bruggað.

Um helgina set ég inn fullbúna, fullburða áætlun. Stend enn í samningaviðræðum um flugfargjöldin milli Eþíópíu og London.

Þegar hafa allmargir látið mig vita í hvora ferðina þeir vilja fara, þ.e. síðari hluta febr, í kringum 24.febr. og seinni ferðin er í mars/apr þannig að páskar ættu að nýtast.

Ég bið þá sem ekki hafa tilkynnt sig að láta mig endilega vita hvora ferðina þeir kjósa og vonast til að geta þar með orðið við því.

Uzbekistanfarar september muni að mánaðamót nálgast

Þar sem mánaðamót nálgast bið ég Uzbekistanfara í september að standa í skilum með greiðslu. Eins manns herbergi í þeirri ferð er sem svarar 250 dollarar og borgist í íslenskum krónum og inn á ferðareikninginn 342-13-551346 og kt 441004-2220. Nokkrir eiga ógreidda vegabréfsáritun.

Fundur verður væntanlega með Uzbekistanförum í júnímánuði til að afhenda miða og önnur ferðagögn. Ath að ferðin hækkar ekki þótt tveir dagar bætist við.

No comments: