Saturday, May 7, 2011
Sýrlandsástand er lýsandi dæmi um þegar leiðtogi bregst
Forsetahjónin í Sýrlandi
Sýrlenski fáninn
Það hefur verið þyngra en tárum tekur að fylgjast með atburðum á Arabíuskaganum og í Líbíu upp á síðastið. Og ekki sér fyrir endann á þessu enn.
Óbreyttir borgarar falla í hundraðatali og sveitir ráðamanna sýna hörku og grimmd sem mörgum var svo sem trúandi til. Völdin eru sæt og völdin spilla.
Það sem er að gerast í Sýrlandi þessar vikurnar er í senn átakanlegt og absúrd. Vegna þess að mótmælin þar beindust í fyrstu alls ekki gegn Basjar Assad forseta. Mælst var að vísu til að aflétt yrði illræmdum neyðarlögum sem hafa verið í gildi síðustu fimmtíu ár og heimila handtöku og fangelsisvist án þess að þurfi að leggja fram ákæru fyrr en eftir dúk og disk. Óánægja var einnig með óeðlilega athafnasemi leynilögreglunnar sem hefur mörg augu á hverjum fingri.
En í sjálfu sér voru mótmælin ekki gegn Assad. Öllu fremur að fólk lýsti stuðningi við hann og virtist treysta honum til að koma í framkvæmd þeim umbreytingum sem voru löngu nauðsynlegar. Og hann hafði sýnt áhuga á að gera- og var að framkvæma hægt og rólega.
Talskona hans, Bouthaina Shaaban kom fram opinberlega eftir að friðsamlegar aðgerðir hófust og sagði fullum fetum að forsetinn hygðist afnema neyðarlögin og koma á þeim umbótum sem kallað væri eftir. Hún boðaði ræðu forsetans innan nokkurra daga þar sem hann mundi greina frá þessu öllu saman.
Þetta sló á mótmæli og unga fólkið þyrptist út á götur og veifaði fánum og myndum af Assad og lýsti stuðningi við hann. Þetta leit allt nokkuð bærilega út.
Það dróst í tímann að Assad héldi ræðuna en loksins sté hann fram. Og ég get ekki neitað því að mér fannst ræðan bara bullumsull. Hann var með hálfkveðnar vísur varðandi umbæturnar, vantaði allan skörungsskap í málflutning hans og á mig virkaði tal hans eins og einhverjir hefðu gripið fram fyrir hendurnar á honum og hann hefði látið undan þrýstingi harðlínukallanna sem enn eru í kringum hann.
Hvar var ungi umbótaforsetinn sem ætlaði sér stóra hluti í lýðræðisátt fyrir tíu árum. Hann var víðs fjarri.
Og Sýrlendingar skynjuðu þetta líka og nú fór að draga til alvarlegra tíðinda. Í hverri borginni af annarri voru mótmæli og nú gegn Assad í stað þess að vera með honum.
Í stað þess að bregða við skjótt og sýna stjórnvisku og velvilja og samvinnu við landa sína dró hann lappirnar og loks þegar hann tilkynnti að hann ætlaði að afnema neyðarlögin var það um seinan.
Sýrland var sprungið í loft upp og Assad greip til þess óyndisúrræðis að senda skriðdreka og hermenn á vettvang og berja mótmælin niður af ólýsanlegri hörku svo minnti á aðgerðir föður hans í Hama 1984.
Sýrlenskar konur fóru óvopnaðar í mótmælagöngu - eins og hafði gerst fyrir mörgum árum þegar Frakkar réðu þessu svæði- þær voru stráfelldar þá og þær voru einnig drepnar nú. Erlendir blaðamenn voru handteknir, stjórnarandstæðinum smalað saman og hent í dýflissu.
Ég viðurkenni fúslega að þessir atburðir í Sýrlandi komu mér- og örugglega fleirum- í opna skjöldu og nú þegar þetta er skrifað hafa að minnsta kosti fimm hundruð óbreyttir borgarar verið drepnir vítt og breitt um landið. Trúlegra þó að þeir séu fleiri.
Það er ekkert lát á mótmælunum og ekkert lát á hörku Assads og hersins.
Það er ógerningur að spá um hvernig þetta endar- hvort Assad hrökklast frá eða hvort honum tekst að sitja í skjóli valds og miskunnarleysis.
En eitt er víst. Hann missti af tækifærinu. Hann glutraði því niður og upp frá þessu verður hann ekki sá forseti sem Sýrlendingar vonuðu svo innilega að hann yrði. Umbótasinnaður og skynsamur sem gæti leitt þjóðina með varfærni og visku á framtíðarbrautina.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
3 comments:
Aðalfundur tókst með afbrigðum vel og sjaldan höfum við fengið jafn skýran og skemmtilegan fyrirlesara og Guðlaug Gunnarsson. Verst hve marga áhugamenn um Eþíópíu vantaði á fundinn.
Fer nú á eftir til Keflavíkur og morgun áfram í rannsóknarferð mína til Eþíópíu næstu tólf daga.
Kv JK
li like!
Once you got the canonical amount of wealth of wealth from
these loans, current checking business relationship
4. uk payday loansYou do not want to be
astonied by a sizable finds all-all crucial for him to settle down
down like in. With this scheme, you don't only get a accidental to pay off you must obey positive footing and conditions such as 1. But with the Web's grandness in localized commerce flourishing on a day-after-day loans assistance, then you can firmly be on Low Cost Payday Loan UK for business enterprise help.
The loan amount of money can be used to carry out respective of necessity like Grocery bill, Medial bad factors in your account, you mightiness have baby-featured many loan rejections.
They just want to see that you are feat adequate earnings
or are acquirable just by causation a text communication from the cell
speech sound. With such things, location are AU$1500 with the
help of present cash loans Australia.
Post a Comment