Tuesday, May 31, 2011
Allt skólahald úr skorðum í Jemen
Vegna fyrirspurna sem ég hef fengið varðandi börnin í Jemen tel ég rétt að segja ykkur það litla sem ég veit:
Ófriðurinn sem nálgast borgarastyrjöld með ógnarhraða hefur haft margvísleg og skelfileg áhrif. Skólahald barna hefur að mestu verið í lamasessi og ekki útlit fyrir að börn ljúki skólaárinu, þ.e. þau sem hafa stundað skóla.
Krakkar hafa tekið þátt í baráttunni gegn Ali Abdullah Saleh og sum verið drepin en mér er ekki kunnugt um hvort einhver "okkar barna" hafa látið lífið.
Fréttir eru mjög misvísandi um það en auðvitað er rétt að vona það besta.
Ég hef í hyggju enn að fara til Jemen í sumar, trúlega í júlí, ef um hægist en það er auðvitað óráðið og ekkert gagn að því nema maður telji að það skili einhverju.
Það er með ólíkindum hversu stuðningsmenn forsetans hafa komist upp með að láta hann hanga við völd þótt öll raunveruleg áhrif hans fari þverrandi og margir úr hans ættbálki og nánir samstarfsmenn hafi gengið í lið með uppreisnarmönnum.
Einhverra hluta vegna hefur afar lítið heyrst um Tawakool Kerman, blaðakonunnar sem í raun hrinti þessu öllu af stað og var í fararbroddi lengi vel. Sumir segja að hún sé í fangelsi og aðrir að ættbálkahöfðingjar hafi ýtt henni til hliðar og vilji síst að kona sé áberandi í andstöðunni.
Ýmsar tilraunir hafa verið gerðar til að koma á einhvers konar friði: Flóaríkin, Óman, Bahrein, Katar, Kúveit, Sameinuðu furstadæmin og Sádi Arabía hafa reynt að miðla málum= fá Saleh til að fara frá völdum, þar sem hann mun ekki njóta neins trausts héðan í frá. Sendimaður sambandsins kom til Jemen á dögunum og Saleh kvaðst tilbúinn að skrifa undir og fara frá. En hann virðist bara snúast eins og vindurinn og þegar undirskriftarathöfnin var tilbúin neitaði hann þverlega að fara og benti á að það mundi brjótast út styrjöld ef hann yfirgæfi þjóð sína í þrengingum. Þetta er í senn grátlegt og fáránlegt því auðvitað er borgarastyrjöld löngu skollin á þó menn hiki við að kalla óeirðirnar því nafni.
Hundruð ef ekki þúsundir manna hafa verið drepnir og öðrum er mokað inn í fangelsin og fréttir berast af pyndingum.
Allt er þetta með ólíkindum og þó ekki. Jemenar eru ekki færir að leysa sinn vanda af aðskiljanlegum ástæðum og ekki kæmi mér á óvart þótt Sádar stæðu í leyni á bak við forsetann- til dæmis með vopnasendingum og alls konar aðstoð. Sádum er að sumu leyti hagur í því að Jemen molni í frumeindir sínar og þá gætu Sádar komið eins og frelsandi englar, " stillt til friðar" og tekið völdin í landinu. Auðvitað er þetta ágiskun en hún er ekki eins fráleit og ýmsum kann að finnast.
Monday, May 30, 2011
Eþíópíuáætlun
JK við fossa Bláu Nílar
Góðan sólardaginn
Hér kemur í öllum megindráttum áætlun til Eþíópíu. Hugsanlegar eru einhverjar breytingar eða lagfæringar síðar en þær verða ekki stórvægilegur.
Lögð áhersla á að fara ekki of geyst yfir og fá góða hvíld á milli. Margt að sjá og margs konar áhrif sem menn þurfa að melta og íhuga.
Ítreka að dagsetningar eru hér með settar inn á fyrri ferð en vantar á seinni. Ástæða þess er að við Yoseph forstjóri vorum að reyna að möndla þær svo ég gæti verið úti á milli þess að fyrri hópur fer heim og seinni hópur mæti á svæðið. Nú er útséð um að það takist.
Einnig þarf að reyna að ná réttum dögum v/innanlandsfluga, markaðsdaga í suðrinu svo og skikkanlegu verði. Eins og áður hefur komið fram verða páskar inni í seinni ferð.
1.dagur. 25.febr.Flogið með Icelandair til London í sídegisflugi. Farið yfir á terminal 3 og flogið með Ehhiopian Airlines til Addis Abeba. Þetta er mesta sómaflugfélag og prýðileg þjónusta um borð, kvöldverður og síðan morgunverður þegar við nálgumst áfangastað.
2.dagur 26.febr. Við komum til Bole alþjóðaflugvallarins í morgunsárið og þar er gengið frá vegabréfsáritunum og síðan keyrt rakleitt á hótelið. Það er ekki löng vegalengd.
Ætla má að menn séu lúnir eftir ferð og vilji leggja sig fram yfir hádegið.
Þá er skoðunarferð um Addis og farið í Þrenningardómkirkjuna sem er einstök í Afríku hvað arkitektúr varðar. Einnig á Merkato sem er stærsti útimarkaður í álfunni.
3. dagur. 27.febr Flogið til Bahirdar-ca 45 mínútur. Eftir að við höfum tjekkað inn á hótel og fengið morgunverð er farið að fossum Bláu Nílar. Þar skoðum við okkur um og borðum nestishádegisverð. Seinna um daginn skoðunarferð um Bahirdar sem er afar notalegur bær.
4.dagur. 28.febr Eftir morgunverð förum við í siglingu um Tanavatn til að vitja gamalla klaustra á URA eyju og ef til vill komið víðar við. Þetta er hið merkasta klaustur og skrautlegir íkonar prýða það.
5.dagur. 29.febr. Nú er flogið frá Bahirdar til Lalibela(ca 45 mínútur) og keyrt frá flugvelli æði spotta í fögru landslagi. Eftir að við höfum tjekkað inn skoðum við hinar einstöku ellefu kirkjur sem eru grafnar inn í fjöllin. Þær eru frá 12.öld og margir kalla þær 8. undur veraldar.
6.dagur 1.mars Eftir morgunverð skoðaðar þær kirkjur sem við komust ekki yfir að skoða. Síðdegis er verið í rólegheitum á hóteli og/eða menn skoða sig um í Lalibela.
Í flestum bæjanna eru sérstakar litlar verslanir sem kvennasamtökin hafa sett á laggirnar og gaman að kíkja inn þar.
7.dagur.2.mars Eftir morgunverð er flogið til Axum(45-50 mínútur) og eftir að við höfum tjekkað inn á hótelinu skoðum við okkur um í Axum.
Þar eru tignarlegir óbeliskar, leifar af kirkju heilagrar Maríu og í grenndinni er klaustur þar sem sagt er að boðorðin tíu séu geymd. Við skoðum leifar af höll drottningarinnar af Saba sem mun hafa átt hallir bæði hér og í Jemen. Einnig lítum við inn á fornleifasafnið og ofl.
8.dagur. 3.mars Nú er flogið aftur til Addis Abeba og frjáls tími.
9.dagur. 4.mars Eftir morgunverð er skoðunarferð um Addis, m.a. farið á Þjóðminjasafnið og Fornleifasafnið. Þetta er ósköp auðveldur dagur.
10. dagur. 5.mars Eftir morgunverð er lagt af stað (á jeppum) til Arbaminch um Omo dalinn og á leiðinni er farið á Zwayvatnið. Þarna er mikil fugladýrð fyrir áhugamenn um fugla og einnig heimsækjum við ættbálkana sem búa í suðrinu og skreyta sig eftir ákveðnum reglum. Gist þar
11.dagur. 6.mars Nú liggur leiðin til Jinka sem er bæði fjölbreytt og fögur. Við komuna þar tjekkum við inn á hótelinu og gistum í Jinka
12. dagur 7.mars. Eftir morgunverð förum við í Magoþjóðgarðinn þar sem Mursiættbálkurinn hefur aðsetur og konur skreyta sig með því að setja disk á neðri vörina. Við borðum nestishádegisverð í þjóðgarðinum og keyrum síðan aftur til Jinka og gistum þar.
13. dagur 8.mars Eftir morgunverð í Jinka er keyrt til Turmiþorpsins en þar býr Tsemay ættbálkurinn og þar gætum við séð einhvern skrautlegasta markað í Omodalnum. Þar býr Muruleættbálkurinn sem er einnig frægur fyrir líkamsskreytingar sínar.Gistum í Turmi
14.dagur 9.mars Nú er röðin komin að Karoættbálknum og skoðun í Omodalnum sem á varla nokkurn sinn líka vegna fegurðar í landslagi. Við gistum aftur í Turmi
15.dagur. 10.mars Keyrum aftur til Arbaminch og á leiðinni förum við gegnum Konsó en þar voru íslenskir kristniboðar við störf í mörg ár. Konsóættbálkurinn- einkum konurnar þekkjast strax af klæðaburði sínum - og þær hafa einnig getið sér orð fyrir að gera einstaka stallamyndun og rækta þar af kappi, meðan karlar taka því öllu rólega.
Við komuna til Arbaminch gistum við þar og borðum.
16.dagur 11.mars Við fljúgum til Addis um hádegis(klukkutímaflug) og förum á hótelið.
Um kvöldið er kveðjukvöldverður með danssýningu og fleiru skemmtilegu.
17. dagur. 12.mars Þessi dagur er frjáls en leiðsögumaður og fararstjóri verða innan seilingar. Mælt er með að menn leggi sig því við förum til flugvallar um kvöldið.Og síðan með Ethiopian Airlines til London um nóttina.
18.dagur. 13.mars Við komuna til London færum við okkur af Terminal 3 og á 1 og síðan er nokkurra klst. bið þar til Íslandsvélin fer heim kl 14.
Ég hef þegar sett inn hvað er innifalið í verði og hvað ekki.
Býst ekki við að það breytist að neinu ráði.
Þessi ferð sem er í rauninni tvíþætt- fyrri hlutinn á söguslóðum þar sem kirkjur og flest sem þeim tengist er í forgrunni.
Í seinni hlutanum skoðum við mannlíf, landslag og gróður og sjáum - ef heppnin er með alls konar dýr sem þarna hafast við.
Þegar nær dregur munum við ræða um bólusetningar ofl og hugsanlegt er að menn ættu að taka malaríutöflur fyrir ferðina. Allt slíkt er ekki tímabært að tala um nú.
Friday, May 27, 2011
Fyrri ferð upppöntuð
Vildi láta ykkur vita að fyrri Eþíópíuferðin er upppöntuð en slatti af plássi í páskaferðinni.
Ég skrifa á biðlista í fyrri ferð ef óskað er en bið menn að láta frá sér heyra sem allra fyrst varðandi seinni ferð því þátttakendur fossa inn.
Ég skrifa á biðlista í fyrri ferð ef óskað er en bið menn að láta frá sér heyra sem allra fyrst varðandi seinni ferð því þátttakendur fossa inn.
Thursday, May 26, 2011
Fullbúin Eþíópíuáætlun sett inn á föstudag- vinsamleg ábending til Uzbekistanfara í sept
Kaffiserímoníur í Eþíópíu hvort sem er í heimahúsum eða á veitingastöðum eru margbrotnar og skemmtilegt að fylgjast með hvernig kaffi er bruggað.
Um helgina set ég inn fullbúna, fullburða áætlun. Stend enn í samningaviðræðum um flugfargjöldin milli Eþíópíu og London.
Þegar hafa allmargir látið mig vita í hvora ferðina þeir vilja fara, þ.e. síðari hluta febr, í kringum 24.febr. og seinni ferðin er í mars/apr þannig að páskar ættu að nýtast.
Ég bið þá sem ekki hafa tilkynnt sig að láta mig endilega vita hvora ferðina þeir kjósa og vonast til að geta þar með orðið við því.
Uzbekistanfarar september muni að mánaðamót nálgast
Þar sem mánaðamót nálgast bið ég Uzbekistanfara í september að standa í skilum með greiðslu. Eins manns herbergi í þeirri ferð er sem svarar 250 dollarar og borgist í íslenskum krónum og inn á ferðareikninginn 342-13-551346 og kt 441004-2220. Nokkrir eiga ógreidda vegabréfsáritun.
Fundur verður væntanlega með Uzbekistanförum í júnímánuði til að afhenda miða og önnur ferðagögn. Ath að ferðin hækkar ekki þótt tveir dagar bætist við.
Tuesday, May 24, 2011
Eþíuáætlun er að verða tilbúin
Húsakynni í suðrinu
Lucy er 3,5 milljón ára gömul. Eftirlíking af henni er á þjóðminjasafninu í Addis Abeba.
Kona af mursiættbálknum en skreytingar þeirra eru mjög sérstakar.
Ljósmyndir JK
Sæl öll
Eþíópíuáætlun er að verða tilbúin og eina sem ég bíð nú eftir er verð á flugfargjöldum frá London til Addis Abeba.
Áætlað er að ferðin standi í 16 eða 17 daga og verður trúlega undir lok febrúar.
Verði þátttaka þannig að ástæða sé til að efna í aðra ferð mundi hún að líkindum vera um páskana þ.e. í lok mars og fram í apr.
Í ferðinni ferður fyrst farið um norðurhlutann, flogið til Barhidar og skoðaðir hinir mikilfenglegu fossar Bláu Nílar, í siglingu út á Tanavatn og farið í sérstæða og gamla klausturbyggingu þar á eynni.
Flogið til Lalibela þar sem sex kirkjur frá 12. öld eru hoggnir inn í fjöllin, hreint ógleymanleg sjón.
Til Axum þar sem stórfenglegir óbeliskar eru og leifar má sjá af kirkju heilagrar Maríu og er þá aðeins fátt talið
Flogið til Addis og þá mætti nota tíma á Þjóðminjasafninu og skoða stærsta útimarkað Afríku, í dómkirkju heilagrar Maríu ofl.
Að svo búnu er haldið til suðurs þar sem landslagsfegurð og ættbálkadyrð ræður ríkjum og vonandi komust við til að fylgjast með mörkuðum innfæddra ofl ofl. Heimsótt lítil og litrík þorp heimamanna.
Í þessari ferð er gist á mjög þokkalegum hótelum, sumum betri en öðrum en eins og ég hef tekið fram skulu menn hafa það bak við bæði eyru að Eþíópía hefur ekki þróaða ferðaþjónustu en því hlýlegra er viðmót fólksins og á sér vart sinn líka.
Þar sem hótelpláss er sums staðar í litlu bæjunum takmarkað verður ekki unnt að taka fleiri en 25-27 í ferð. Nauðsynlegt að vita hverjir óska eftir eins manns herbergjum því sums staðar eru þau tiltölulega fá.
Ég get af eðlilegum ástæðum ekki sagt með vissu til um verð að svo komnu máli en býst við að það verði 450 þúsund kr. á mann.
Staðfestingjargjald er 50 þúsund kr.
Nauðsynlegt að vita sem fyrst hvort menn vilja fara í fyrri eða seinni ferð. Hugsanlegt þó að ekki sé alltaf hægt að verða við því.
Áætlað er að í verði verði eftirtalið innifalið
Flug til London-Addis Abeba-London-Keflavík.
Allt flug innanlands í Eþíópíu.
Allir skattar
Sigling á Tanavatni
Hálft fæði, þ.e. morgunverður og kvöldverður
Tveir nestishádegisverðir, (við fossa Bláu Nílar og í Wadiþjóðgarðinum í suðri)
Aðgangur að öllum stöðum sem heimsóttir eru
Öll keyrsla(rúta fyrir norðan en jeppar í suðri)
Tvær vatnsflöskur á dag
Danssýningar og kaffisiðasýningar
Þjórfé til burðarmanna á hótelum
Ekki innifalið
Vegabréfsáritun (líklega um 30 dollarar)
Þjórfé til aðalleiðsögumanns og bílstjóra
Myndatökugjald(margir þjóðflokkanna vilja fá smágreiðslu fyrir myndatöku og verður ekki undan því vikist ef menn taka myndir á annað borð)
Drykkir, áfengir eða óáfengir
TRYGGINGAR skulu menn bera fullkomna ábyrgð á sjálfir.
Menn athugi að vegabréf skulu skv. alþjóðareglum vera gild í sex mánuði eftir að ferð lýkur.
Þar sem margir hafa lýst áhuga á þessari ferð ákvað ég að setja þetta inn svo menn gætu íhugað málið en nákvæm áætlun verður sett inn á allra næstu dögum.
Einnig verður efnt til fundar með áhugasömum í júní n.k. ef mögulegt reynist.
Bið þá sem hafa tilkynnt um áhugasama kunningja/vini að láta þá vita af þessu og koma boðum til þeirra sem eru ekki með netfang.
Saturday, May 21, 2011
Góðrar manneskju minnst
Sá í blöðum við heimkomu frá Eþíópíu að góður VIMAfélagi og ferðavinur, Hólmfríður Björnsdóttir er fallinn frá og langar að minnast hennar með þessum fáu orðum og þakka þá samfylgd sem ég átti með henni.
Hólmfríði var ég samtíða í þremur ferðum VIMA, til Sýrlands og Jórdaníu, Írans og Egyptalands. Hún var fáguð heimskona, hlýr og notalegur ferðafélagi.
Mér kom hún einnig fyrir sjónir sem manneskja sem ýmislegt hefði reynt um dagana en kaus ekki að bera sín mál á torg. Hún reyndist mér elskuleg í ferð þegar ég þurfti um örskotsstund að finna öxl. Fyrir þá alúð sem hún sýndi verð ég ævinlega þakklát.
Við vorum ekki mikið kunnugar utan ferðanna en hún sótti fundi VIMA og var alltaf gleðiefni að hitta hana.
Mig langar að votta ættingjum hennar og öðrum þeim sem þótti vænt um hana samúðarkveðjur.
Friday, May 20, 2011
Eþíópía er ævintýri
Sælt veri fólkið
Er nýkomin eftir tólf daga ferð um Eþíópíu sem var ævintýraleg í hvívetna og þykir sýnt að þangað eigum við að leggja leið okkar á næsta ári ef guð lofar.
Dagarnir voru vel notaðir, fór fyrst um norðurhluta landsins þar sem sögulegar minjar eru í búntum, kirkjur hoggnar inn í fjöllin, merkilegir óbeliskar, að fossum Bláu Nílar svo fátt eitt sé nefnt. Allmargir staðir á þessu svæði eru á heimsminjaskrá og verður afskaplega skiljanlegt þegar á staðina er komið.
Seinni hluta ferðarinnar skoðaði ég suðurhlutann með sínu litríka ættbálkalífi og verður sjálfsagt eftirminnilegust heimsóknin til mursiættbálksins sem hefur sérstæða útlits og skreytingarsiði og má deila um hvort þeir falla að fegurðarsmekk okkar.
Einstakt viðmót fólksins hvert sem farið var, landlagið svo stórkostlega fallegt að stundum stóð ég bara á öndinni og orð virtust fánýt til að tjá hugsun um allt það sem fyrir augu bar og eiginlega erfitt að átta sig á hvar á að byrja.
Um fimmtíu manns hafa skráð sig áhugasama í ferð á næsta ári og innan tíðar mun Jósef sá ágæti ferðastkrifstofunáungi senda mér fullbúna áætlun sem við reiknum með að fari í 16 dagar. Eþíópía er líka þannig land að það má ekki æða um of út og suður, áhrifin eru sterk og þau þarf að melta og framandi í meira lagi.
Þegar ég hef fengið þessa áætlun, þar sem m.a kemur fram verð og þessháttar hef ég samband við þessa áhugasömu og er trúlegt að þeir verði þá að vera nokkuð snarir í snúningum að ákveða sig. Einnig mætti svo sem hugsa sér tvær ferðir, rétt eins og við gerðum í Líbíu um árið.
Við Jósef ræddum um síðla febrúar og fram í mars en allt er það óákveðið enn og margt þarf að taka með í reikninginn.
Á hinn bóginn þurfa menn einnig að hafa hugfast að Eþíópía hefur ekki þróaða ferðaþjónustu og aðbúnaður er sums staðar ekki stórbrotinn enda varla stefnt á að fara til þessa lands til að lifa í lúxus og við vestræna háttu.
Það má gera ráð fyrir að til þess að skoða norðurhlutann verði flogið milli staða með því ágæta flugfélagi Ethiopian airlines en um suðrið verður aðallega farið á jeppum.
Á aðalfundinum um daginn skráðu sig allmargir og áður hafði hópur lýst áhuga svo ég bið um snör viðbrögð um leið og ég hef dagsetningar, verð og áætlanir á hreinu.
Eitt er bara alveg víst: maður kemur heim frá Eþíópíu ríkur af reynslu og hrifningu yfir því sem þar er hægt að upplifa. Þarna er Afríka eins og hún gerist sönnust. Svo mikið er víst.
Íran í norðri og vestri
Ég sagði frá því á aðalfundinum að margir hefðu hug á að skoða Íran ítarlegar og nú hef ég fengið nýja áætlun um norður og vesturhlutann. Um fimmtán manns hafa lýst áhuga en við verðum að vera a.mk. 25 til að verði úr því. Nú bauka ég næstu daga við þetta hvorttveggja og bið ykkur endilega að fylgjast með enda mun ég einnig hafa samband við þá sem hafa látið í ljós áhuga.
Íran er gríðarstórt og fjölbreytt og mér sýnist á þessari áætlun- þar sem ferðin hefst í Tabriz í norðri, farið til Hamadan, Zanzan, Kermanshah og víðar og endað í Isfahan að við gætum fengið æði glögga mynd af þessu landi sem hefur sannast að segja heillað íslenska ferðamenn okkar upp úr skónum.
Er nýkomin eftir tólf daga ferð um Eþíópíu sem var ævintýraleg í hvívetna og þykir sýnt að þangað eigum við að leggja leið okkar á næsta ári ef guð lofar.
Dagarnir voru vel notaðir, fór fyrst um norðurhluta landsins þar sem sögulegar minjar eru í búntum, kirkjur hoggnar inn í fjöllin, merkilegir óbeliskar, að fossum Bláu Nílar svo fátt eitt sé nefnt. Allmargir staðir á þessu svæði eru á heimsminjaskrá og verður afskaplega skiljanlegt þegar á staðina er komið.
Seinni hluta ferðarinnar skoðaði ég suðurhlutann með sínu litríka ættbálkalífi og verður sjálfsagt eftirminnilegust heimsóknin til mursiættbálksins sem hefur sérstæða útlits og skreytingarsiði og má deila um hvort þeir falla að fegurðarsmekk okkar.
Einstakt viðmót fólksins hvert sem farið var, landlagið svo stórkostlega fallegt að stundum stóð ég bara á öndinni og orð virtust fánýt til að tjá hugsun um allt það sem fyrir augu bar og eiginlega erfitt að átta sig á hvar á að byrja.
Um fimmtíu manns hafa skráð sig áhugasama í ferð á næsta ári og innan tíðar mun Jósef sá ágæti ferðastkrifstofunáungi senda mér fullbúna áætlun sem við reiknum með að fari í 16 dagar. Eþíópía er líka þannig land að það má ekki æða um of út og suður, áhrifin eru sterk og þau þarf að melta og framandi í meira lagi.
Þegar ég hef fengið þessa áætlun, þar sem m.a kemur fram verð og þessháttar hef ég samband við þessa áhugasömu og er trúlegt að þeir verði þá að vera nokkuð snarir í snúningum að ákveða sig. Einnig mætti svo sem hugsa sér tvær ferðir, rétt eins og við gerðum í Líbíu um árið.
Við Jósef ræddum um síðla febrúar og fram í mars en allt er það óákveðið enn og margt þarf að taka með í reikninginn.
Á hinn bóginn þurfa menn einnig að hafa hugfast að Eþíópía hefur ekki þróaða ferðaþjónustu og aðbúnaður er sums staðar ekki stórbrotinn enda varla stefnt á að fara til þessa lands til að lifa í lúxus og við vestræna háttu.
Það má gera ráð fyrir að til þess að skoða norðurhlutann verði flogið milli staða með því ágæta flugfélagi Ethiopian airlines en um suðrið verður aðallega farið á jeppum.
Á aðalfundinum um daginn skráðu sig allmargir og áður hafði hópur lýst áhuga svo ég bið um snör viðbrögð um leið og ég hef dagsetningar, verð og áætlanir á hreinu.
Eitt er bara alveg víst: maður kemur heim frá Eþíópíu ríkur af reynslu og hrifningu yfir því sem þar er hægt að upplifa. Þarna er Afríka eins og hún gerist sönnust. Svo mikið er víst.
Íran í norðri og vestri
Ég sagði frá því á aðalfundinum að margir hefðu hug á að skoða Íran ítarlegar og nú hef ég fengið nýja áætlun um norður og vesturhlutann. Um fimmtán manns hafa lýst áhuga en við verðum að vera a.mk. 25 til að verði úr því. Nú bauka ég næstu daga við þetta hvorttveggja og bið ykkur endilega að fylgjast með enda mun ég einnig hafa samband við þá sem hafa látið í ljós áhuga.
Íran er gríðarstórt og fjölbreytt og mér sýnist á þessari áætlun- þar sem ferðin hefst í Tabriz í norðri, farið til Hamadan, Zanzan, Kermanshah og víðar og endað í Isfahan að við gætum fengið æði glögga mynd af þessu landi sem hefur sannast að segja heillað íslenska ferðamenn okkar upp úr skónum.
Saturday, May 7, 2011
Sýrlandsástand er lýsandi dæmi um þegar leiðtogi bregst
Forsetahjónin í Sýrlandi
Sýrlenski fáninn
Það hefur verið þyngra en tárum tekur að fylgjast með atburðum á Arabíuskaganum og í Líbíu upp á síðastið. Og ekki sér fyrir endann á þessu enn.
Óbreyttir borgarar falla í hundraðatali og sveitir ráðamanna sýna hörku og grimmd sem mörgum var svo sem trúandi til. Völdin eru sæt og völdin spilla.
Það sem er að gerast í Sýrlandi þessar vikurnar er í senn átakanlegt og absúrd. Vegna þess að mótmælin þar beindust í fyrstu alls ekki gegn Basjar Assad forseta. Mælst var að vísu til að aflétt yrði illræmdum neyðarlögum sem hafa verið í gildi síðustu fimmtíu ár og heimila handtöku og fangelsisvist án þess að þurfi að leggja fram ákæru fyrr en eftir dúk og disk. Óánægja var einnig með óeðlilega athafnasemi leynilögreglunnar sem hefur mörg augu á hverjum fingri.
En í sjálfu sér voru mótmælin ekki gegn Assad. Öllu fremur að fólk lýsti stuðningi við hann og virtist treysta honum til að koma í framkvæmd þeim umbreytingum sem voru löngu nauðsynlegar. Og hann hafði sýnt áhuga á að gera- og var að framkvæma hægt og rólega.
Talskona hans, Bouthaina Shaaban kom fram opinberlega eftir að friðsamlegar aðgerðir hófust og sagði fullum fetum að forsetinn hygðist afnema neyðarlögin og koma á þeim umbótum sem kallað væri eftir. Hún boðaði ræðu forsetans innan nokkurra daga þar sem hann mundi greina frá þessu öllu saman.
Þetta sló á mótmæli og unga fólkið þyrptist út á götur og veifaði fánum og myndum af Assad og lýsti stuðningi við hann. Þetta leit allt nokkuð bærilega út.
Það dróst í tímann að Assad héldi ræðuna en loksins sté hann fram. Og ég get ekki neitað því að mér fannst ræðan bara bullumsull. Hann var með hálfkveðnar vísur varðandi umbæturnar, vantaði allan skörungsskap í málflutning hans og á mig virkaði tal hans eins og einhverjir hefðu gripið fram fyrir hendurnar á honum og hann hefði látið undan þrýstingi harðlínukallanna sem enn eru í kringum hann.
Hvar var ungi umbótaforsetinn sem ætlaði sér stóra hluti í lýðræðisátt fyrir tíu árum. Hann var víðs fjarri.
Og Sýrlendingar skynjuðu þetta líka og nú fór að draga til alvarlegra tíðinda. Í hverri borginni af annarri voru mótmæli og nú gegn Assad í stað þess að vera með honum.
Í stað þess að bregða við skjótt og sýna stjórnvisku og velvilja og samvinnu við landa sína dró hann lappirnar og loks þegar hann tilkynnti að hann ætlaði að afnema neyðarlögin var það um seinan.
Sýrland var sprungið í loft upp og Assad greip til þess óyndisúrræðis að senda skriðdreka og hermenn á vettvang og berja mótmælin niður af ólýsanlegri hörku svo minnti á aðgerðir föður hans í Hama 1984.
Sýrlenskar konur fóru óvopnaðar í mótmælagöngu - eins og hafði gerst fyrir mörgum árum þegar Frakkar réðu þessu svæði- þær voru stráfelldar þá og þær voru einnig drepnar nú. Erlendir blaðamenn voru handteknir, stjórnarandstæðinum smalað saman og hent í dýflissu.
Ég viðurkenni fúslega að þessir atburðir í Sýrlandi komu mér- og örugglega fleirum- í opna skjöldu og nú þegar þetta er skrifað hafa að minnsta kosti fimm hundruð óbreyttir borgarar verið drepnir vítt og breitt um landið. Trúlegra þó að þeir séu fleiri.
Það er ekkert lát á mótmælunum og ekkert lát á hörku Assads og hersins.
Það er ógerningur að spá um hvernig þetta endar- hvort Assad hrökklast frá eða hvort honum tekst að sitja í skjóli valds og miskunnarleysis.
En eitt er víst. Hann missti af tækifærinu. Hann glutraði því niður og upp frá þessu verður hann ekki sá forseti sem Sýrlendingar vonuðu svo innilega að hann yrði. Umbótasinnaður og skynsamur sem gæti leitt þjóðina með varfærni og visku á framtíðarbrautina.
Tuesday, May 3, 2011
Uppfærð Uzbekistanáætlun komin inn á hlekkinn sinn- er áhugi á norð og vesturhluta Írans
Dansstúlka í Bukhara. Mynd JK
Bara að láta ykkur vita að uppfærð Uzbekistanáætlun fyrir septemberfólk er komin inn á hlekkinn sinn.
Þar kemur fram að við komum heim 24.sept en ekki 22. og fáum þar af leiðandi meiri tíma í Bukhara og Samarkand sem er eiginlega nauðsynlegt. Einnig bætist við að allar máltíðir eru nú innifaldar og hvorttveggja án þess verð hækki.
Við komum til London að kvöldi 23. sept og gistum þar af nóttina vegna þess að þá er Íslandsvélin að fara. Ágætt að slappa þar af eftir ferðina og byrja að jafna sig á tímamuni.
Enn er ekki ljóst hvort ég verð að rukka einhverja smáupphæð fyrir gistinguna í London en það verður þá í lágmarki, nema aukagjald er að sjálfsögðu fyrir eins manns herbergin.
Hvet ykkur til að kynna ykkur málin og prenta út áætlunina
Ný Íranáætlun vekur áhuga amk. minn
Hef fengið senda 15 daga nýja áætlun um norð og vesturhluta Írans, endað auðvitað með því að fara til Isfahan. Meðan ég hef ekki fengið flugleiðina og verð á henni ættu menn að íhuga málið og láta vita. Margir Íranfarar hafa sagt þeir hefðu hug á frekari skoðun á þessu stórkostlega landi og hér er því tækifærið.
Og Eþíópía til rannsóknar
Eins og ég hef sagt áður fer ég nú sunnudaginn 8.maí til Eþíópíu en rúmlega 40 manns hafa lýst sig áhugasama um ferð þangað og skýrist hvort og hvenær þegar ég kem heim.
Minni ykkur svo enn og aftur, Uzbekistanfarar á að borga á réttum tíma, senda mér ljósrit(tvö vantar enn) því ég þarf að koma plöggum út áður en ég fer til Eþíópíu.
Vonast til að sjá sem flesta á fundinum 7.maí en þar verður einmitt flutt erindi og myndasýning um Eþíópíu, að loknum aðalfundarstörfum.
Subscribe to:
Posts (Atom)