Sunday, April 22, 2012

Síðasti aðalfundur VIMA n.k. laugardag

Þar sem fréttabréfið okkar er ekki komið út enn með auglýsingu um aðalfundinn vil ég hvetja fólk til að lesa þennan pistil því okkur stjórnarkonum Vináttu- og menningarfélags Miðausturlanda er í mun að sem sjá sem flesta á síðasta aðalfundi VIMA laugardaginn 28.apríl. Í Kornhlöðunni í Bankastræti að venju.

Þó að ein ferð sé eftir, þ.e. nýja ferðin til Írans 7.-22.sept teljum við ekki ástæðu til að fresta aðalfundinum þess vegna. Okkur langar sem sé til að sjá gamla og nýja félaga á fundinum og eiga með þeim góða stund.  Venjuleg aðalfundarstörf þar sem farið verður nokkuð ítarlega yfir starfssemi VIMA þessi ár, eru  reikningar lagðir fram og þess háttar. Mun Magnús Einarsson, tónlistarmaður fjalla með tóndæmum um tónlist þessa svæðis og Ragnheiður Gyða Jónsdóttir ritari VIMA segir nokkur orð.

Ekki þarf að orðlengja að Fatimusjóðurinn mun starfa áfram og stjórnin hefur samþykkt að leggja það sem er í félagssjóði inn á hann. Frá því er hins vegar leitt að segja að hann er ekki sérlega pattaralegur þar sem fólk hefur ekki alltaf verið duglegt að borga árgjöld þótt þar séu heiðarlegar undantekningar á.

Elísabet Ronaldsdóttir hefur fallist á að vera fundarstjóri enda Mörður að sinna skyldustörfum í útlöndum.

Þá mun ég á eftir setja inn þátttakendur í Íranferðinni en má geta þess að hægt er að bæta þar við 2-4 ef  vill. Einnig bendi ég á að myndir af seinni Eþíópíuhópnum er komin inn á lista yfir þátttakendur í ferðum.

Vonast til að sjá ykkur sem allra flest.

2 comments:

Guðm. P. said...

Klukkan hvað hefst fundurinn?
Með kveðju,
Guðm. P.

JK said...

Hann hefst kl. 14, Guðmundur.
KvJK