Wednesday, September 26, 2012

Að grafhýsi Avicenna og afmælisveisla Johanna Travel í Arak


Svo rann upp einn sólskinsdagurinn enn í ferðinni okkar og við vitjuðum grafhýsis Esterar og Mordecai. Sagan segir að þar séu hvílustaðir Esterar og nefnds Mordercai. Ester giftist Xers eftir að hann hafði látið konu sína Vashti róa af því honum fannst hún sýna feminiskar tilhneigingar. Fræðimenn telja þó að þarna hvíli þau alls ekki frændsystkinin heldur gyðingardrottingin Shushan Dokt sem fékk eiginmann sinn Yazgerd á að leyfa gyðingabúsetu í Hamedan. Nú búa um 20 íranskir gyðingar í Hamedan og staðar þessa gætir gamall gyðingur sem safnar pennum og vill ekki síður fá penna en nokkra aura í söfnunarbaukinn. Margir gyðingar sem búa annars staðar í landinu koma þarna til að votta þeim virðingu sína.


Að svo búnu var farið að grafhýsi og safni Avicenna, sem var læknir og heimspekingur og er í miklum metum. Hann hét Bu Ali en var jafnan kallaður Avicenna og er þekktur undir því nafni á Vesturlöndum og víðar. Hann var fæddur í Bukhara sem nú er innan landamæra Uzbekistan en tilheyrði þá Íran, árið 980 f.Kr. Hann virðist hafa hneigst til lækninga barn að aldri og eftir að hafa lokið prófi í læknisfræði lagðist hann í ferðalög, settist að í Hamedan og varð hirðlæknir ríkjandi emirs við góðan orðstír. Þegar þessi emír andaðist var Bu Ali varpað í fangelsi en honum tókst að flýja og komst til Isfahan. Hann skrifaði fjölmargar bækur um læknisfræði, rannsakaði m.a. plöntur sem hann hafði mikla trú á til lækninga og svo fullkomnar voru þessar bækur hans að margar þeirra voru notaðar við kennslu frá á18.öld. Hann fékkst einnig við skáldskap og heimspekigrúsk. Hann andaðist í Hamedan 1037 e.Kr. og þótti hafa afrekað mikið á tiltölulega skammri ævi.

Íranir hafa hann í miklum hávegum og hafa reist honum - eins og mörgum andans mönnum - mikilfenglegt grafhýsi. Þar var mikill fjöldi Írana og eins og venjulega þótti þeim einkar ánægjulegt að hitta okkur og fá að taka myndir af okkur.


Morgunininn eftir var svo keyrt til Arak og þar gistum við á hreinasta lúxushóteli, Amir Kabir og á leiðinni sem var fjölbreytt að venju skoðuðum við m.a Nushijan frá 8.-6 öld f. Kr Uppgröftur þar bendir bil að þar sé elsta eldhof sem hefur fundist.


Um kvöldið borðuðum við á veitingastað hótelsins, þar var lifandi tónlist og öðlingsmatur að venju. Vegna þess að þetta var í senn 40. og síðasta ferð Johanna Travel fannst mér tilhlýðilegt að bjóða samferðarfólkinu upp á tertu sem var hin gómsætasta.

Svo var slegið upp balli og er á engan hallað þó staðhæft sé að Steindór og Sólrún slógu þar í gegn með glæsibrag.

Morguninn eftir var svo lagt af stað til perlu Írans, Isfahan og gerðum við stans í bænum þar sem Khomeini trúarhöfðingi er fæddur.


Við komu til Isfahan bjuggum við okkur ból næstu 4 nætur á Aseman og þar beið mótttökunefndin galvösk og borðaði með okkur, þ.e. Hossein, Ali og kona og dóttir Pezhmans. Fóru í hönd ljúfir dagar sem segir frá í niðurlagskafla.

1 comment:

Delwyn Mooney said...

Hi just came across your blog, we shot a documentary in Esfahan in 2011, Raz-e Mandegari, The Secret of Permanency... i think you would definitely like it!
www.secretofpermanency.com,