Thursday, March 29, 2007

Busl i Rauda hafi og menn dasadir og lukkulegir

I morgun yfirgafum vid Taiz eftir goda og skemmtilega veru og stefndum nu i vesturatt til sjavar.
Thegr komid var a Khokastrond sviptu menn sig klaedum, vid settumst ium bord i btana og durrudum ut a lonid og menn stungu ser i sjoinn.Garpur vr fyrstu til ad hoppa ut i og svo hvwer af odrum og svomludu menn og skemmtu ser goda stund og sidan tok vid ad koma folki upp i batana ad nyju vid hlatraskoll og allir sneru aftur til strandar heilir a hufi. Eftir tedrykkju og skeljakaup var haldid i yndislegan fiskihadegisverd thar sem vid gaeddum okkur a spriklandi nyjum fiski, grilludum a la Jeman og sidan var ekki ad vanbunadi ad halda afram til Hodeidah.
Nu er klukkan um sex siddegis og menn eru daadir en mjog katir eftir thennan busldag og godan mat og katt kompani.
Bordum saman a eftir a Taj Awsan og thar er vin ad f og einhverjir kikja kannski i glas.
Hedan a morgun upp i fjollin til Manakka og Hajjar og thad er serstaklega falleg leid og mer allavega alltaf tilhlokkunarefni. Vid horfum a Baara dansa i Manakka og motumsmt a golfinu ef ad likum laetur og planid er ad vera komin til Sanaa siddegis.
Katina og samstada i hopnum og allir bidja fyrir kvedjur heim

Wednesday, March 28, 2007

Jemenhopur er i Taiz og sendir kvedjur

Thad er longu timabaert ad vid latum heyra fra okkur og er fyrst fra tvi ad segja ad allir eru hressir og gladir.
I moirgun var keyrt upp a Saberfjall fyrir ofan Taiz og er thad einstaklega tilkomumikid og dadust menn opspart ad utsyni, stollum og fjollum og bustodum hvert sem litid var.
Bordudum hadegisverd a leidinni nidur hja stulkunni Samiru sem framreiddi thennan lika ljuffenga hadegisverd. Satu menn a golfinu natturlega og gaeddu ser a kraesingum. Margir lobbudu klst nidur a vid, vel ad merkja og voru tvi ordnir soltnir og toku hraustlega til matar sins.
Siddegis eru menn a roltinu her og hofum thegar taemt helstu verslanir her vid godan ordstir ad venju og mikid sem menn hafa gaman af tvi ad prutta. Silla hefur t a m nad einstaklega godum arangri i tvi.
Vedur er her unadslegt vel hlytt en solarlaust i bili.
I gaer komum vid sem se fra Sanaa og farid um fjoll og dali og skord og stoppad i graena fegurdarbaenum Ibb og sidan vitjudum vid Orvu heitinnar drottningar i Jibla.
Bodrudum her a hoteli i gaerkvoldi og gerum thad lika i kvold

Garpur arabi skrapp ut strax i gaerkvoldi og let sauma a sig gallabia, hefur auk thess fengid ser futa bunad jemena og tekur sig vel ut i thvi dressi.

Fyrsta daginn i sanaa voru allir nokkud threyttir eftir flugid eins og gengur en vid fengum morgunverd seint svio menn gatu lurt vel og lengi og sidan haldid i gongu upp i gomlu borg. Tha fellu allir i stafi og voru orugglega teknar morg hundrud myndir a skommum tima.
Ekki var meiningin ad stunda vidskipti thennan dag en thad var erfitt ad hemja folk og svo vildi thad hopnum til thessa lika happs ad thad kom hellirigning akkurat thegar vid vorum inn i handverksmidstodinni og notudu menn timann vel. Flydum svo med plastpoka yfir okkur ut i rutu og upp a hotel.
Ferdin hingad i flugi var einkar agaet og serdeilis god tjonusta Royal Jordsanian sem lofa skal ad verdleikum. Thad var tekid a moti hopnum i Frankfurt og vid keyrd i einkabuss til innritunar og sidan var ljomandi tjonusta um bord eins og venjulega.
Mohammed gaed var a flugvelli og allur farangur komst til skila og a Hill Town var allt i haefilegum og edlilegum hilltowngangi og voru menn fljotir i koju.

A morgun forum vid aleidis til Hodeidah med vidkomu a Khoka strond thar sem vid svomlum i sjonum og gistum i Hodeidah annad kvold.

Fatima i Thula hefur bodid hopnum i hadegisverd sidar i ferdinni. Hef talad vid Nouriu og id hittum hana liklega thegar vid komum ur seinni ferdinni og munum heimsaekja midstodina amk 2svar.
Katla er i godu formi og faer ser tomatsosu med hrisgrjonum, Jemenum til furdu, Vera er i finu formi og held thad se ohaett ad segja ad allir seu ad na Jemenfilingnum og bidja fyrir kaerar kvedjur heim og vonast eftir kvedjum fra ykkur

Jemenfarar gladir i Taiz

Thad er longu timabaert ad vid latum fra okkur heyra en eg kemst ekki inn a bloggid svo thetta verdur i styttra lagi nuna en allir eru hressir og fila Jemen.
Vid forum upp a Saberfjall i morgun, thad er i 3 thusud m haed og margir gengu sidan a;leidis nidur og dadust ad mannlifi, utsyni og sidan bordadur hadegisverdur i veitingastofu Samiru a leidinni nidur.
Svo var frjals timi i eftirmiddag og menn toku gladlega torn a markadi og ekki minnkar ordstir Islendinga her eftir thessa heimsokn.
A morgun nidur ad Rauda hafi og busxlum thar en gistum i Hodeidaa annad kvold.
Fyrsti dagur i sanaa nokkud erfidur tvi edlilega voru menn dasadir eftir flugid en fellu i stafi yfir gomlu borg og myndir voru orugglega teknar i hundrada tali. Skall svo a mikil rigning og vid fordudum okkur inn i agaetisd handverksmidstod og gerdum thar god kaup en afram fossadi rigningin og a endanum flydum vid i plastpokum i rutu.
Flugferd lukkadist einstaklega vel og fin tjonusta RJ i Frankfurt.
Ohaett ad segja ad allir seu mjog hrifnir og anaegdir med thessa fyrstu daga.
Hittum Nouriu 3 og 4 apr og auk thess erum vid bodin i hadegisverd til Fatimu i Thula adur en vid holdum til Jordaniu.
Allir bidja fyrir kaerustu kvedjur.

Friday, March 23, 2007

Glaðlegt að myndir fossuðu sinn- vonast til að skrifa pistil á mánudag

Það er gaman að segja frá því að hinar aðskiljanlegustu Jemenstúlkumyndir fossuðu inn um bréfalúgu í dag og eru furðu fáar sem fá alls ekki neitt að heyra frá sínu fólki.
Reikna með að þeir sem eru í ferðinni séu flestir með sínar myndir í pússi sínu og láti mig hafa þær þegar út er komið.
Ég get EKKI tekið við fleiri myndum. Ég hef pakkað niður og hef ansi margt að stússa á morgun svo þeir sem ekki hafa látið mig fá myndir verða bara að senda þær sjálfir. En úr þessu rættist vissulega betur en leit út í gærkvöldi enda nóg að gera í dag að ganga frá þessu öllu.

Reikna með að allir verði komnir á flugvöll kl. 5,20 á sunnudagsmorgun. Ekki síðar.
Gjörsovel og athuga að hafa allt með ykkur.
Mun svo reikna með að skrifa fyrsta pistil frá Jemen á mánudag. Ætla að reyna að fá Veru aðstoðartæknistjóra til að hjálpa mér að setja myndir inn á síðuna þar.

Edda Ragnarsd lítur til með Drafnó, ef einhvern vantar skyndilega vegabréf, gjörsovel og hafa samband við hana.
Enn góðar og stöðugt betri Ómanfréttir. VIÐ FÖRUM! Það er sýnt. Nú skulu Sýrlandsfarar einnig gefa sig fram. Mun hafa samband strax eftir ég kem heim.
Verið dugleg að fara inn á síðu.
Verð ekki heima frá og með síðdegis á morgun. Athuga að myndir sem eru settar inn þá komast ekki í þessa ferð og raunar alls ekki fleiri því þetta er allt komið niður í mjög skipulagðri pakkningu plús alls konar fínir litir og skautdót til teikninga sem margir komu með.
Takk fyrir það allt. Verður gaman að koma til Jemens. Það er alltaf ævintýri.

Thursday, March 22, 2007

Munið að skilja eftir slóðina á bloggsíðunni- um þriðjungur virðist ekki fá myndir

Gott kvöld góðir hálsar

Bið ykkur að muna að fara inn á síðuna, vinir og aðdáendur Jemenfara og fylgjast með okkur.www.johannaferdir.blogspot.com
Fólki finnst alltaf gaman að fá kveðjur og eins vænti ég að þið hafið gaman að því að vera með okkur í anda.

Við Gulla gengum frá ansi mörgum myndum sem bárust í dag í tölvutæku formi og settum með límmiða. Ég vona að enginn hafi sent peninga.
Er nýbúin að senda greiðslu fyrir allar nýju stúlkurnar á fullirðinsnámskeiði, fyrir tveimur saumavélum, árslaun eins kennara og fyrir 8 nýju litlu krakkana. Nouria veit best hvað kemur vel þessum krökkum og enginn metnaður og leiðindi mega verða milli þeirra.

Sýnist - ef þeir skila myndum í dag sem hafa lofaðað samt verði um þriðjungur krakkanna sem fá engar. Leitt en auðvitað get ég ekki skipað fólki að senda myndir ef það er ófúst til þess. Hélt bara að þetta væri ekki mikið mál ef það mundi gleðja krakkana.
Við förum væntanlega í heimsókn í miðstöðina 3. og 4. apr en fullt af ævintýrum áður Svo fylgist með. Endilega krakkar mínir

Wednesday, March 21, 2007

Doltið döpur

Ýmsir hafa sent myndir. Takk fyrir. Aðrar á leiðinni. Takk fyrir.
En alltof margir hafa ekki látið í sér heyra. Þetta gerir mig hnuggna. Getum við vikilega ekki séð af þessu fyrst stúlkunum, stórum sem litlum finnst vænt um þeta. Endurtek bara mynd og kannski kveðja. Engar gjafir og alls ekki peningar. Ég hef haft samband við ALLA sem taka þátt í þessu nema einn eða tvo þar sem ég hef ekki imeil.
Vinsamlegast bregðið nú við skjótt. Látum ekki á okkur annað sannast.

Vil taka fram að tæknistjórinn minn setti inn Líbanonmyndir frá Guðgrúnu Margréti í gær. Kíkið á þær.

Tuesday, March 20, 2007

Gjöra svo vel og muna síðustu Kákasusgreiðslu - og María fannst

Gott fólk
Þar sem fer fer nú senn að tygja mig í Jemen/Jórdaníu bið ég Kákasusfara allra blíðlegast að greiða síðustu greiðsluna plús eins manns herbergi(sem eru 500 dollarar) á réttum degi. Látið bankann reikna út 500 dollarana þar sem dollarinn rokkar til og fá.
Þau gleðilegu tíðindi eru svo að MARIA kom í leitirnar, reyndist vera tengdadóttir eins í Kákasusför sem var að borga fyrir tengdamömmuna. Svo þetta er allt í góðum gír.
Einn félagi bætist við í Kákasusferð, Guðlaug Pétursdóttir.
Má ég svo biðja Sýrlands fara í ágústlok og Ómanáhugasama í síðla október að gefa sig fram eða staðfesta sig ef þeir hafa verið hikandi. Ómanferðaskrifstofan rekur meira á eftir mér.
Fullkomin Ómanáætlun og endanlegt verð kemst vonandi inn á síðuna áður en við förum til Jemen en óhætt að lofa ljúfri ferð. Og Sýrland er alltaf pottþétt. Bara að láta vita hið fyrsta.
Sæl að sinni

Saturday, March 17, 2007

Góður fundur Jemen/Jórdaníufara

Sæl öll og takk fyrir síðast Jemen/Jórdaníufarar

Fundi var að ljúka með hópnum sem fer til Jemens eftir viku og gekk allt að óskum. Farið yfir áætlun, spurt og svarað spurninga og gúffað í sig írönsku súkkulaði og hnetum að ógleymdum smákökunum þaðan.
Allir fengu sína miða og sín ferðagögn og ég legg mikla áherslu á að allir verði komnir á Kefló kl. 5,25 sunnudagsmorguninn 25.mars og tóku því allir með jafnaðargeði.
Töluvert rætt um klæðaburð, sem er heldur frjáls í Jemen og þarf bara smákurteisi og slurk af heilbrigðri skynsemi til að það gangi allt upp og allt hefur þessi hópur sýnilega.

ÓMAN
Rétt til athugunar. Það aukast líkur á að Ómanferð verði síðla október því ein væn hjón voru að skrá sig núna áðan. Get enn bætt við. Á aðalfundinum okkar í apríllok verður Óman sérstaklega gerð skil í máli og myndum. Meira um það seinna.

Friday, March 16, 2007

VILJIÐI SENDA MÉR MYNDIR SNARLEGA

Góðan daginn
Var að uppfæra listana yfir styrktarmenn barnanna okkar í Jemen. Þar styrkjum við samtals 93, þar af 70 börn og 23 í fullorðinsfræðslu. Glæsilegt
Nú fer ég til Jemen með hóp eftir tíu daga og miðað við þá kátínu sem það vakti með krökkunum að fá myndir af þeim sem styrkja þá, bið ég ykkur að endurtaka leikinn.
Vinsamlegast sendið mér snarlega á Drafnarstíg 3, 101 R, mynd af ykkur til þeirra sem þið hjálpið.
Smákort með en alls ekki peninga. Límmiðar eða eitthvað algert smotterí er fínt.
Vona að bréfin ykkar detti inn um lúguna fljótlega því ég veit að þetta skiptir miklu máli fyrir þau ÖLL og mjög leitt eins og síðast að nokkrir fengu enga mynd.
Takk kærlega.

Wednesday, March 14, 2007

HVER ER MARIA BONGARDT???

Leyndardómsfull færsla á ferðareikningi frá Mariu Bongardt sem er hvergi á listum hjá mér. Vinsamlegast senda mér línu, María mín góð.

Gjafakortin sem ég hef áður sagt frá tilbúin fljótlega

Tuesday, March 13, 2007

Allar níu nýju Jemenstúlkurnar hafa styrktarmenn

Níu nýjar Jemenstúlkur- eina vantar styrktarmann
Vinsamlegast tilkynnið ykkur á fundinn n.k laugardag

Góðan daginn

Hér kemur sá listi sem ég bað Nouriu Nagi að senda þar sem nokkrir gáfu sig fram og vildu hjálpa til.
1. G 22 Rawia Ali Hamod Al Jobi, 9 ára og er í fjórða bekk. Hún á fimm systkini. Faðir er atvinnulaus. Styrktarmaður Kristín Sigurðardóttir læknir

2. G 68 Toryah Yehia Aoud, 9 ára og er í 1.bekk. Hún á sjö systkini. Faðirinn vinnur verkamannavinnu - styrkt af Erlu Adolfsdóttur

3.G 94 Samah Hamid AlHasmee 12 ára og er í 8 bekk Hún á sjö systkini. Faðir vinnur verkamannavinnu -styrkt af Birnu Sveinsdóttur

4.G 102 Thawra Yosef Al Samaee er 18 ára, í sjöunda bekk. Thawra er fráskilin og á eitt barn - styrkt af Kristínu B.Jóhannsdóttur

5. G 71 Hanadi Abdalmalek 11 ára og er í 5.bekk. Hún á fjögur syskini. Faðirinn vinnur verkamannavinnu - styrkt af Ingvari Teitssyni

6. G90 Nawal Mohmammed Al Hymee er 10 ára og er í 1.bekk. Hún á sex systkini. Hún býr hjá ömmu sinni í Sanaa en bláfátækir foreldrar hennar búa í litlu þorpi. Hún hefur ekki gengið í skóla áður - Styrkt af Rannveigu Guðmundsd

7. G 64 Samar Yehia Al Hymee er 15 ára og er í 8.bekk. Hún á fimm systkini. Faðirinn er leigubílstjóri. Hún er styrkt af Bryndísi Símonardóttir

8. G 65 Entedat Hamid Al Harbee er 12 ára og í 7.bekk. Hún á fimm systkini. styrkt af Guðrúnu Snæfríði Gíslad/Illuga Jökulssyni

Þá hefur bæst við ein stúlka á fullorðinsfræðslunámskeið og heitir Amal Alsami, 23ja ára og ógift. Hefur sýnt einstakan dugnað það sem af er námskeiði. Hana vantar styrktarmann.

Sú síðasta sem vantaði styrktarmann, hún Amal, hefur nú Axel Guðnason.

Hópurinn okkar er nú orðinn um níutíu þegar allt er talið og verður það að teljast ákaflega gott. Takk fyrir það.

Leyfi mér að minna enn Jemenfara á fundinn n.k. laugardag kl. 14. Ekki hafa nærri allir svarað en þátttöku verður að tilkynna þar sem miðar verða m.a. afhentir.

Níu stúlkur og styrktarmenn-

Góðan daginn

Hér kemur sá listi sem ég bað Nouriu Nagi að senda þar sem nokkrir gáfu sig fram og vildu hjálpa til.
1. G 22 Rawia Ali Hamod Al Jobi, 9 ára og er í fjórða bekk. Hún á fimm systkini. Faðir er atvinnulaus. Styrktarmaður Kristín Sigurðardóttir læknir

2. G 68 Toryah Yehia Aoud, 9 ára og er í 1.bekk. Hún á sjö systkini. Faðirinn vinnur verkamannavinnu - styrkt af Erlu Adolfsdóttur

3.G 94 Samah Hamid AlHasmee 12 ára og er í 8 bekk Hún á sjö systkini. Faðir vinnur verkamannavinnu -styrkt af Birnu Sveinsdóttur

4.G 102 Thawra Yosef Al Samaee er 18 ára, í sjöunda bekk. Thawra er fráskilin og á eitt barn - styrkt af Kristínu B.Jóhannsdóttur

5. G 71 Hanadi Abdalmalek 11 ára og er í 5.bekk. Hún á fjögur syskini. Faðirinn vinnur verkamannavinnu - styrkt af Ingvari Teitssyni

6. G90 Nawal Mohmammed Al Hymee er 10 ára og er í 1.bekk. Hún á sex systkini. Hún býr hjá ömmu sinni í Sanaa en bláfátækir foreldrar hennar búa í litlu þorpi. Hún hefur ekki gengið í skóla áður - styrkt af Guðrúnu Snæfríði Gíslad/Illuga Jökulssyni

7. G 64 Samar Yehia Al Hymee er 15 ára og er í 8.bekk. Hún á fimm systkini. Faðirinn er leigubílstjóri. Styrkt af Gunnlaugi Briem

8. G 65 Entedat Hamid Al Harbee er 12 ára og í 7.bekk. Hún á fimm systkini. Hún er styrkt af Gunnlaugi Briem

Þá hefur bæst við ein stúlka á fullorðinsfræðslunámskeið og heitir Amal Alsami, 23ja ára og ógift. Hefur sýnt einstakan dugnað það sem af er námskeiði. Hana vantar styrktarmann.

Ef tekst að ´fá styrktarmann handa Amal er hópurinn okkar orðinn um níutíu þegar allt er talið og verður það að teljast ákaflega gott. Takk fyrir það.

Leyfi mér að minna enn Jemenfara á fundinn n.k. laugardag kl. 14. Ekki hafa nærri allir svarað en þátttöku verður að tilkynna þar sem miðar verða m.a. afhentir.

Sunday, March 11, 2007

JEMENFARAR SVARI HIÐ ALLRA FYRSTA - fleiri Jemenstúlkur handa okkur

Góðan daginn
Hef sent bréf til Jemenfara og tilkynnt þeim um fundinn n.k. laugardag og bið þá endilega að svara því ég þarf að afhenda miða þar ofl. og því nauðsynlegt að ALLIR mæti og það stundvíslega kl. 14 á laugardaginn næsta.

Nouria sendi mér nöfn 9 nýrra stúlkna sem þurfa aðstoð. Held að sjö þeirra hafi fengið styrktarmenn og vonast til aö senda og birta nöfn stúlkna og stuðningsmanna á morgun, mánudag.

Ítreka að Jemenfólk svari snarlega.
Sæl að sinni.

Saturday, March 10, 2007

Við erum komin heim til Ísland eftir góðar íRANSVIKUR

Góða kvöldið, allar mínar gæskur

Við erum sem sagt komin til ættjarðarinnar, öll hygg ég megi segja í glöðu og góðu formi eftir fínar tvær vikur í Íran.

Menn voru angurværir á Keflavíkurflugvelli þótt öllum þætti gott að vera kominn heim í kuldalegan heiðardalinn.

Ein taska skilaði sér ekki, Þorsteins Mána en eftir nokkra rannsóknarvinnu vinsamlegs starfsmanns á Keflavíkurflugvelli fannst hún í Amsterdam og mun trúlega leita heim á morgun.
Einhverjir tveir gleymdu að láta mig hafa farangursnúmer svo þetta tók lengri tíma en ella hefði þurft. Hef sjálfa mig og Árna Björnsson grunuð og kannski einn til viðbótar sem ég get ekki áttað mig á hver er.

Ferðin með KLM var í hvívetna þægileg. Vöknuðum rétt fyrir þrjú s.l nótt og allir voru komnir í rútuna á mínútunni. Tókst að fá hóptjekk handa okkur og ýmsum hugnaðist það vel því líklega hefur yfirvigt verið töluverð einkum vegna smávegis teppakaup.
Flugið ágætt til Amsterdam hið ákjósanlegasta með afbragðs þjónustu og sjálfsagt að nota þessa flugleið ef frekari ferðir eru áformaðar.
Biðum ekki nema tvo tíma á Skiphól, rétt til að sukkhópurinn gat reykt og drukkið kaffi og aðrir verslað eitthvað smotterí sem bráðvantaði.

Ætlaði að skrifa inn á síðuna frá Laleh í gærkvöldi en tölvan þar var slöpp svo ég ákvað að bíða með það.

Ferðin frá Esfahan í gær til Teheran er mögnuð í fegurð og ekki skaðaði að ég gat bent fólki á tvö stórhttæuleg kjarnorkuver og heilaga borg, Qom og vi8ð vorum komin með fyrra fallinu til Teheran. Var sungið og glaðst og léku þar aðahlutverkin Árni, Þröstur og Sveinn Einarsson að ógleymdri Hólmfríði.

Þá fór fram úrslitakeppnin í keppni um aldur og stjörnumerki Mohammeðs leiðsögumanns, Mohammeðs bílstjóra og Heiðar aðstoðarmanns. Eftir æsispennandi keppi stóðu Edda Gísladóttir og Birna Karlsd uppi sem sigurvegarar og þeim verða afhent verðlaun á aðalfundi VIMA þann 28.apríl n.k.

Borðað á Laleh í gærkvöldi og þangað kom Nasrin frá ferðaskrifstofunni og afhenti öllum góðar saffrangjafir, ég gaukaði Íslandsbók að Múhammeð gæd og annarri að Múhammeð bílstjóra og Heiðar fékk konfektkassa. Einnig bað ég Nasrin að koma disk frá Auði Guðjónsdóttur til okkar íhugula ræðismanns

Birna Karls talaði og lýsi gleði með ferðina en aðalræðumaðurinn var Árni Björnsson -sem hafði þá nýlega orðið sér úti um tölvumúsarmottu svo tengdadóttirin Linda gæti haldið áfram skrifum - og mæltist honum vel og drengilega. Að vísu hélt ég um stund að hann væri að gera grín svo vel útilátið var hrósið en þegar hann vék léttu hjali að lítilsháttar (neikvæðri) spennu sem hefði verið milli mín og Múhammeðs leiðsögumanns sem ég hélt í einfeldni minni að enginn hefði tekið eftir, ákvað ég að taka þessu öllu sem hinu blíðlegasta hrósi. Og sýnir að Árni er næmur drengur því ekki þarf orðum að fara um það að ég saknaði okkar góða Pezhmans.

Hann og kona hans og dóttirin litla borðuðu með okkur í gærkvöldi. Pezhman bað fyrir kærustu kveðjur til fyrri hópa og verður vonandi með næst.

Jemenhópur skal svo hittast til skrafs og undirbúnings þann 17.mars og sendi þeim imeil þar að lútandi. Hef ekki gefið mér tóm til að athhuga það mál en vona að allir hafi greitt upp í TOPPP því sú greiðsla er öll farin frá mér fyrir æðistundu.

Thursday, March 8, 2007

Islenskir fanar ut um allt i Esfahan

Sael oll
Dagurinn hefur verid einkennst af einstakri kaeti og miklum vidskiptum. Heldum a markadinn i morgun og var Thordur maettur i teppabud um leid og opnad var og thangad slaeddust fleiri og fleiri islendingar enda blakti islenski faninn yfir versluninni.

Menn gerdu mikil og falleg kaup og tho aldrei skuli gerdur samanburdur langar mig serstaklega ad nefna teppid sem Kristrun keypti, litirnir eru eins og eydimorkin i ljosaskiptunum.

Svo vantadi marga duka, Arni fann merka styttu, Thorsteinn keypti myndarlegar gjafir handa systkinum sinum, Gunna og Holmfridur pokum hladnar sem allls konar gersemdar voru i, flest heimsotttu minaturlistamanninn minn og ma hann vera duglegur ad mala eftir ad menn hofdu sopad thar myndum af veggjum. Annars hef eg ekki fregnir af ollu sem menn utvegudu ser en allir voru amk serdeilis gladir thegar til hotels kom.

Ekki tharf ad taka fram ad Thora J og Gulla letu nokkud ad ser kkveda i vidskiptunum

I gaer skodudum vid Jamamoskuna thar sem gengid er i gegnum soguna i bokstaflegri merkingu. A leid thadan var laumast i bakpoka Ragnheidar og peningum nappad. Vard uppi fotur og fit a markadnum enda gerir madur ekki svona i Iran. Eftir ad thofurinn hafdi nadst a hlaupum komu menn brosandi oig stoltir og afhentu Ragnheidi allar eigurnar svo allir gatu tekid gledi sina nema kannski tjofurinn sem hefur nu ekki adeins sett blett a sjalfan sig heldur svert fjolskyldu sina.
Ragnheidur var mjog imponerud af heidarleika markadsmanna tharna og thad vorum vid raunar oll.

I armenska hverfinu var farid i domkirkjuna og a safnid til minningar um utrymingu Tyrkja a Arnmenum. Karamelluveitingahus var a sinum stad og Gulla, Thora J og eg hylltum Gudmund Pe serstaklega- ad honum fjarstoddum ad visu - sem vid ududum i okkur adskiljanlegum budingum.

Fleira var skodad og skilgreint og anaegja med thetta

I kvold bordum vid herna a hoteli og eg hef bodid Pezhman og fru hans i mat med okkur.
Snemma i fyrramalid keyrum vid svo til Teheran og gistum thar og bratt liggur svo leid heim til Islands.
Skrifa faein ord annad kvold thegar vid erum komin a Laleh i Teheran
Tokkum allar kvedjur kaerlega og bidjum ad heilsa

Tuesday, March 6, 2007

I perlunni sjalfri - Esfahan

Komidi nu oll margblessud

Aevintyradagur her i Esfahan. I morgun i bruarskodun enda bryrnar gomlu yfir Lifgjafarfljotid mikil listaverk sem unun er ad skoda. Auk thess vildi Mohammed gaed syna okkur gagnmerka dufnaturna.
Kom tha thessi visa fra Sveini
I Esfahan er unadslegt ad fara a flakk
ad fogrum hollum, brum og moskum hiklaust gakk
en ef thu ferd i turn
er ekki nokkur spurn
ad einhver dufa reynist skitapakk.

Ferdin ad torginu og upp a svalirnar a hollinni thar sem utsyni er hvad best yfir torgid sem er hid staersta lukta i heimi og eg man ekki hvad thar mundu rumast margir forboltavellir.

Litli treflakallinn tok a moti okkur af oblandinni gledi vid moskuna og gerdu margir kaup vid hann i slaedum og tisjortum.

I Imam moskunni er fra tvi ad segja ad menn urdu nanast hljodir yfir ollu sem thar gefur ad lita og er thetta tho talgodur hopur.

Sidan voru tveir timar notadir til rannsoknarleidangur um markadinn og vid kiktum snarlega inn i teppabudina okkar og var thar fagnad med te fraedslu og saetindum af theim godu drengjum. Margir eda allir fellu i stafi og hef lumskan grun um ad yms teppi munu verda keypt thar a fimmtudaginn thegar dagur er frjals.
Ad beidni minni kom Pezhman thangad og heilsadi upp a hopinn og kvadust menn hafa haft af honum godar spurnir. Sa sjuki fjolskyldumadur Pezhmans sem gerdi ad verkum ad hann gat ekkki verid med okkur er tho oll ad koma til.
Annars er ekki nema allt gott um thann gaed ad segja sem vid fengum, Mohammed Reza.

Auk thess leiddi eg hopinn a fund minaturemyndalistamannsins okkar og dukastrakanna og gerdu allavega Thora og Sveinn glaesileg innkaup thar. Flestir hugsa ser tho gott til glodarinnar ad geta varid lengri tima a markadi a fimmtudag.

Gunna Jons og Hollmfridur skiludu ser ekki i rutuna a tilsettum tima og thar sem vid vorum einu utlendingarnir a svaedinu toku allir thatt i leitinni ad theim. Thaer komu vitaskuld i leitirnar og hofdu tha lent i ahugaverdum aevintyrum.

A morgun verdur haldid i armenska hverfid og ekki sist bordadur hadegisverdur a kremkaramell stad Gudmundar Peturssonar. Litum vaentanlega vid i armensku domkirkjunni og skodum safnid um utrymingu Tyrkja a Armenum 1915

Her hefur verid blidlegt vedur i dag og var i gaer lika en tha komum vid fra Yazd me vidkomu a ymsum godum stodum, svo sem i gamalli vagnlestastod, a bondabyli thar sem husbaendur budu ollum hopnum mat og gistingu svo lengi sem vid vildum. Urdum tvi midur ad afthakka thad ad sinni.
I Nain voru skodud teppi og er ekki ad ordlengja ad Thordur syndi ad hann er enginn aettleri, heldur beygdi sig snarlega nidur, kippti upp teppi og reiddi fram feid og thad munu nokkrir til vidbotar hafa gert.

I gaerkvoldi var Mana faerd terta i tilefni afmaelis og hotelid sendi honum fallegt pennasett ad gjof,

Svo thetta er allt i slikum rjomasoma ad allir hlakka til hvers dags, held eg megi segja.
Sidast en ekki sist. Kaerar kvedjur til allra fra okkur og menn thakka virktavel fyrir kvedjur og god ord

Saturday, March 3, 2007

Komin til Yazd i morkinni midri

Sael oll

Vid vorum ad rulla i hlad vid laekjarnidsnotelid okkar i Yazd og fengum fridar motttokur: pafagaukarnir fundu greinilega Islendingalykt og aeptu af fognudi.

Leidin fra Sjiraz i dag er natturlega olysanleg: eins og ordhagur madur ordadi thad fjallafegurd er eins og astin, henni verdur ekki lyst, hana verdur ad lifa.

Vid komum ad sjalfsogdu vid i Pasargad vid grafhysi Kyrusar og rifjudum upp soguna, heimsottum Samson bonda sem bad ad heilsa. Thar bordudum vid nestishadegisverd og Edda gaf honum myndir fra Islandi og thad gladdi hann enda sagdi hann ad island vaeri eina landid i heiminum sem hann vissi litil deili a. Svo var farid gegnum skordin og tho sandbylur fra Sadi Arabiu trufladi okkur litillega var fegurdin og fjolbreytnin i fjollunum slik ad eg hef ekki um thad frekari ord

Holmfridur stjornadi fjalla og fjoldasong af miklum skorungsskap, andinn kom yfir Svein og hann maelti
Um Johonnu og hennar Muhammed
nu maettum yrkja og allt
tvi eitt er vist og thad hefur sked
tvi eitt er vist og ut thad bera ma
ad Iransferdir baeta gumum ged

Tha vildi Arni ekki vera minni madur og orkti lika en thar sem hann hvilist i augnablikinu i herbergi sinu verd eg ad bida med kvedskapinn thann.
Turn thagnarinnar var skodadur adur en inn i Yazsd var komid og flestir priludu upp og fengu ad heyra um greftrunarsidi Zorostria. Thegar vid komum nidur hofdu Mohammed bilstjori og Heidar adstodarmadur tilbuid kaffi og te og iranskt kex eins og their gera einatt thegar stoppad er.

Ferdin til Perepolis i gaer var ein gledi og Arni hafdi a ordi ad hann hefdi ekki fyrr ordif fyrir jafn sterkum ahrifum og thad hygg eg megi segja um flesta. Nekropolis var svo a dagskra og Thorsteini thotti thetta tilkomumikid og hafdi a ordi ad kannski vaeri rad ad velja ser fjall enda tekur nokkra aratugi ad utbua thessa stadi.

Vid verdum her a morgun og gorum i Musteri eldsins, a Vatnasafnid, gongum um gamla bae og sitthvad fleira.
Menn eru mjog hressir og hopurinn samheldinn og lettur i lund. Allir bidja fyrir agaetustu kvedjur.

Thursday, March 1, 2007

Med skaldum og songfuglum

Godan daginn
Mer skilst thad hafi verid eitthvert vesen ad setja kvedjur inna siduna enda finnst okkur sem faar hafi borist alveg nylega. Vona ad thetta komist senn i lag/

Sidla dags i gaer var farid her um Sjiraz, m.a. ad kastalavirkinu sem nu er ad hluta til safn, ad dyrdlegum greftrunarstad sjotta imamsins og skommu fyrir ljosaskipti komum vid ad grafhysi Hafez med sinn sufistahatt. Sveinn Einarsson las thar nokkur ljod eftir Hafez og skapadi thad hina fegurstu stemningu.
Vid grafhysid er alltaf aragrui folks, einkum ungt folk og margir sitja a grasflotunum og glugga iHafez enda sagt ad ljod hans gefi svor vid ollu og uppfylli allar oskir.

Tehusid er vinalegt og vid settumst thar i teog eg fekk mer eplapipu og ollum leid vel. Thegar vid heldum ibrottu var tunlgid yfir hgrafhysinu midju og einstok fegurd.

I gaerkvoldi bordadi hopurinn a Parshotelinu uppi a 13 haed thar sem er fallegt utsyni yfir Sjiraz og maturinn var ekki sidri.

Hvarvetna sem vid forum sopast folk ad okkur med fagnadaroskumog kvedjum og tvi er ekkiad leyna a Thorsteinn Mani vekur mikla athygli iranskra ungpia og mikid er horft a hann og skraektog hviad. Their hinir karlarnir Steingrimur og Thordur geta tho engan veginn kvartad undan athyglisskorti.

I morgun var farid i Najestanhollina, ad grafhysi Saadis sem er ekki sidraen Hafez, svona ad minum domi, og runtad um borgina. Tha lentumvid i areksti thegar einhver toffari aetladi ad durra ser fram fyrir okkur. Mohammed bilstjori vard eydilagdur en theirsem satu i rutunni thar sem billinn for utan i gafu sig snarlega fram til ad votta sakleysi hans. Sokudolgurinn sa sitt ovaenna og jatadi og vid hylltum Mohammed bilstjora med lofataki svo hann tok aftur gledi sina.

Nuna i eftirmiddaginn er frjals timi og eg veit ad sumir eru uti ad russa, adrir gengju til sv'ita sinna og sumir sitja her i lobbiinu og drekka kaffi.
I fyrramalid er farid til Persepolis og Nekropolis

Endilega sendid kvedjur, faid einhverja snillinga til ad hjalpa ykkur vid thad.

Allir bidja fyrir kaerar kvedjur ogollum lidur vel