Sæl öll og takk fyrir síðast Jemen/Jórdaníufarar
Fundi var að ljúka með hópnum sem fer til Jemens eftir viku og gekk allt að óskum. Farið yfir áætlun, spurt og svarað spurninga og gúffað í sig írönsku súkkulaði og hnetum að ógleymdum smákökunum þaðan.
Allir fengu sína miða og sín ferðagögn og ég legg mikla áherslu á að allir verði komnir á Kefló kl. 5,25 sunnudagsmorguninn 25.mars og tóku því allir með jafnaðargeði.
Töluvert rætt um klæðaburð, sem er heldur frjáls í Jemen og þarf bara smákurteisi og slurk af heilbrigðri skynsemi til að það gangi allt upp og allt hefur þessi hópur sýnilega.
ÓMAN
Rétt til athugunar. Það aukast líkur á að Ómanferð verði síðla október því ein væn hjón voru að skrá sig núna áðan. Get enn bætt við. Á aðalfundinum okkar í apríllok verður Óman sérstaklega gerð skil í máli og myndum. Meira um það seinna.
Saturday, March 17, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment