Thursday, March 22, 2007

Munið að skilja eftir slóðina á bloggsíðunni- um þriðjungur virðist ekki fá myndir

Gott kvöld góðir hálsar

Bið ykkur að muna að fara inn á síðuna, vinir og aðdáendur Jemenfara og fylgjast með okkur.www.johannaferdir.blogspot.com
Fólki finnst alltaf gaman að fá kveðjur og eins vænti ég að þið hafið gaman að því að vera með okkur í anda.

Við Gulla gengum frá ansi mörgum myndum sem bárust í dag í tölvutæku formi og settum með límmiða. Ég vona að enginn hafi sent peninga.
Er nýbúin að senda greiðslu fyrir allar nýju stúlkurnar á fullirðinsnámskeiði, fyrir tveimur saumavélum, árslaun eins kennara og fyrir 8 nýju litlu krakkana. Nouria veit best hvað kemur vel þessum krökkum og enginn metnaður og leiðindi mega verða milli þeirra.

Sýnist - ef þeir skila myndum í dag sem hafa lofaðað samt verði um þriðjungur krakkanna sem fá engar. Leitt en auðvitað get ég ekki skipað fólki að senda myndir ef það er ófúst til þess. Hélt bara að þetta væri ekki mikið mál ef það mundi gleðja krakkana.
Við förum væntanlega í heimsókn í miðstöðina 3. og 4. apr en fullt af ævintýrum áður Svo fylgist með. Endilega krakkar mínir

No comments: