Tuesday, March 13, 2007

Níu stúlkur og styrktarmenn-

Góðan daginn

Hér kemur sá listi sem ég bað Nouriu Nagi að senda þar sem nokkrir gáfu sig fram og vildu hjálpa til.
1. G 22 Rawia Ali Hamod Al Jobi, 9 ára og er í fjórða bekk. Hún á fimm systkini. Faðir er atvinnulaus. Styrktarmaður Kristín Sigurðardóttir læknir

2. G 68 Toryah Yehia Aoud, 9 ára og er í 1.bekk. Hún á sjö systkini. Faðirinn vinnur verkamannavinnu - styrkt af Erlu Adolfsdóttur

3.G 94 Samah Hamid AlHasmee 12 ára og er í 8 bekk Hún á sjö systkini. Faðir vinnur verkamannavinnu -styrkt af Birnu Sveinsdóttur

4.G 102 Thawra Yosef Al Samaee er 18 ára, í sjöunda bekk. Thawra er fráskilin og á eitt barn - styrkt af Kristínu B.Jóhannsdóttur

5. G 71 Hanadi Abdalmalek 11 ára og er í 5.bekk. Hún á fjögur syskini. Faðirinn vinnur verkamannavinnu - styrkt af Ingvari Teitssyni

6. G90 Nawal Mohmammed Al Hymee er 10 ára og er í 1.bekk. Hún á sex systkini. Hún býr hjá ömmu sinni í Sanaa en bláfátækir foreldrar hennar búa í litlu þorpi. Hún hefur ekki gengið í skóla áður - styrkt af Guðrúnu Snæfríði Gíslad/Illuga Jökulssyni

7. G 64 Samar Yehia Al Hymee er 15 ára og er í 8.bekk. Hún á fimm systkini. Faðirinn er leigubílstjóri. Styrkt af Gunnlaugi Briem

8. G 65 Entedat Hamid Al Harbee er 12 ára og í 7.bekk. Hún á fimm systkini. Hún er styrkt af Gunnlaugi Briem

Þá hefur bæst við ein stúlka á fullorðinsfræðslunámskeið og heitir Amal Alsami, 23ja ára og ógift. Hefur sýnt einstakan dugnað það sem af er námskeiði. Hana vantar styrktarmann.

Ef tekst að ´fá styrktarmann handa Amal er hópurinn okkar orðinn um níutíu þegar allt er talið og verður það að teljast ákaflega gott. Takk fyrir það.

Leyfi mér að minna enn Jemenfara á fundinn n.k. laugardag kl. 14. Ekki hafa nærri allir svarað en þátttöku verður að tilkynna þar sem miðar verða m.a. afhentir.

No comments: