Góðan daginn öll
Hef fengið lista yfir 36 börn sem sækja um stuðning YEROS og fæ annan fljótlega með viðbót og ítarlegri upplýsingum um fjölskylduhagi barnanna. Þau eiga þó öll eitt sameiginlegt: að búa við sára fátækt.Nouria hefur verið að senda mér smátt og smátt upplýsingar um þau börn sem halda áfram að sækja YERO miðstöðina og sömuleiðis bað ég hana um nýjan lista yfir krakka sem við vildum - vona ég- taka í staðinn svo og bæta við svo við náum að styrkja eitt hundrað börn þetta komandi skólaár.
Ég hef sent styrktarmönnum nokkurra sem halda áfram bréf núna áðan með þeim upplýsingum og vona þau borgi fyrir sín börn fljótlega.
Ekki sent öllum þó þar sem ég er ekki komin með endanlega skrá yfir þau.
En eins og ég sagði félögum um daginn munu tólf börn ekki verða með næsta ár. Ástæðan er að skólum hefur verið komið á laggirnar í þeirra heimaþorpum svo þau þurfa ekki að fara alla leið inn í Sanaa eða það gleðilega hefur gerst að faðir hefur fengið vinnu annars staðar í landinu. Í landi þar sem atvinnuleysi er jafnmikið og í Jemen ber að fagna því.
Nouria segir mér að hún hafi rætt við foreldra allra þeirra barna sem fara og þeir hafi lýst ánægju sinni óskiptri með þann stuðning sem börnin hafa fengið. Segjast foreldrarnir líta þetta öðrum augum eftir veru krakkanna hjá YERO enda séu krakkarnir metnaðarsamari og staðföst í því að afla sér menntunar.
Hugsanlegt er að einhver þeirra elstu komi aftur til Sanaa síðar þegar þau hafa aldur til háskólanáms ef hagur þeirra verður með þeim hætti þá.
Foreldrarnir hafa einnig heitið því að sjá til þess að börn þeirra haldi áfram í skóla og ef ég þekki Nouriu rétt reynir hún eftir föngum að fylgjast með krökkunum þótt þau komi ekki lengur í miðstöðina.
Styrktarmenn tíu barna hafa bæst við og ég birti lista fljótlega þegar menn hafa látið í sér heyra.
Ég vil hvetja ykkur til að koma til liðs og styrkja ný þótt einhver ykkar "barna" hætti.
Fimm hættu eftir fyrsta árið og ég bað um fimm nýja í staðinn sem fengu öll styrktarmenn eins og hendi væri veifað og það er greinilegt að afstaðan hefur breyst á þessum tíma- einkum hjá foreldrunum.
Þá var gefin upp ástæða hjá tveimur að móðirin vildi frekar að þau ynnu(þ.e. betluðu), ein var að fara að gifta sig og tvær fluttu frá Sanaa án þess að foreldrarnir gæfu heit um að krakkarnir færu aftur í skóla.
Einnig er frá því að segja að Nouria hefur verið fengin til að kynna hugmyndarfræði YERO í nokkrum stærri bæjum í Jemen, svo sem í Aden og Hodeidah og sem betur fer finnst alls staðar hugsjónafólk þótt fáir komist í hálfkvisti við Nouriu í bjartsýni og dugnaði.
Rétt að þakka kærlega þeim sem þegar hafa látið vita um að þeir styðji krakkana sína áfram eða taki nýja ef þeirra börn eru í hópi þeirra sem fara.
Svo eru hér upplýsingar um nokkra krakkanna sem verða ekki með
G2 Aisha Yahya Al Dobibi- Guðlaug Pétursdóttir
G18 Nadia Al Dobibi - Birna Sveinsdóttir
G38 Hadeel Ahmed Al Harbi - Herdís Kristjánsdóttir
G51 Sabreen Al Dubari-Jóhanna Kristjónsdóttir
G32 Dekra Hatem Al Hamyari- Edda Ragnarsdóttir
G 33 Safa Nagi Ali Yousef- Sigríður Halldórsdóttir
Listi yfir þær seinni sex birtist fljótlega. Mig langar að óska eftir því að heyra frá þessum fimm, þe. Eddu, Birnu, Sigríði, Herdísi og Guðlaugu. Sjálf hef ég auðvitað ákveðið að taka annað barn þegar Nouria sendir mér nánari upplýsingar þar um.
Það eru svo mörg börn í brýnni þörf.
Ég bíð svara frá ykkur og nýjum styrktarmönnum.
ps Ég skrifa fólk ekki sjálfkrafa fyrir börnum nema það staðfesti að það haldi áfram. Er það ekki ljóst?'??
Nýju styrktarmennirnir fá upplýsingar um sín börn fljótlega. Þeir sem hafa bæst við og hafa raunar flestir þegar greitt:
Ásdís Halla Bragadóttir(tekur tvö börn)
Fríða Björnsdóttir
Ásdís Stefánsdóttir
Pétur Jósefsson
Aðalbjörg Karlsdóttir
Kolbrún Vigfúsdóttir
Bára Ólafsdóttir/Eiríkur Haraldsson
Gunnlaugur E. Briem(tvö börn)
Birti svo hér nöfn fyrri stuðningsmanna sem þegar hafa tilkynnt sig og sumir greitt:
Högni Eyjólfsson
Birna Karlsdóttir
Eva Pétursdóttir/Axel Axelsson(styrkja tvær stúlkur)
Ólöf Arngrímsdóttir
Guðmundur Pétursson(styrkir tvo drengi)
Sigurlaug M. Jónasdóttir
Dominik Pledel Jónsson
Guðrún Ólafsdóttir
Guðrún Halla Guðmundsdóttir
Ingveldur Jóhannesdóttir
Sigríður G. Einarsdóttir
Ingunn Mai Friðleifsdóttir(styrkir þrjár stúlkur)
Hulda Waddel/Örn Valsson
Jóhanna Kristjónsdóttir(styrkir tvö börn)
Ragnhildur Árnadóttir
Þóra Jónasdóttir
Margrét Guðmundsdóttir/Brynjólfur Kjartansson
Eva Júlíusdóttir
Jóna Einarsdóttir/Jón Helgi Hálfdanarson
Guðrún S. Guðjónsdóttir
Ragnheiður Jónsdóttir
Svala Jónsdóttir
Sigrún Tryggvadóttir
Ingvar Teitsson
Valdís Björt Guðmundsdóttir
Margrét S. Pálsdóttir
Guðrún Margrét Guðmundsdóttir
Kristín B. Jóhannsdóttir
Stella Stefánsdóttir
Guðlaug Pétursdóttir(styður dreng og stúlku)
Það eru allmargir sem ég þykist vita að vilji vera með áfram en vinsamlegast láta vita svo ég geti gengið í það allt með góðri samvisku.
Vona ég gleymi engum, ef svo er þá bið ég forláts og bæti inn hið skjótasta og einnig eftir því sem svör berast frá ykkur.
Vil taka fram að vegna þeirrar rausnargjafar sem FATIMUSJÓÐI barst frá einum félaga plús styrksins sem menntamálaráðuneytið veitti, frjálsra framlaga og síðast en ekki síst ef við erum ötul við að nota gjafa- og minningarkortin lítur út fyrir að við getum greitt laun tveggja kennara við miðstöðina á skólaárinu.
Frá utanríkisráðuneyti hefur ekki heyrst bofs enn sem komið er.
Rétt til að minna á Glitnishlaupið n.k. laugardag. Bendi á pistilinn hér á undan og athugið á ábeningadálknum að þar er getið um hvernig á að skrá sig og sömuleiðis fara inn á linkinn marathon.is
í síðasta pistli. Það gæti orðið til verulegrar hjálpar og við hljótið að þekkja einhverja sem hlaupa??
Látið heyra frá ykkur, sólbökuð og sæl eftir fiskidag, sumarbústaðaveru eða fjallaferðir,
gleðigöngur eða barasta huggulegt letilíf.
Athugið svo eitt: Ég hef ekki samband við þá sem styrkja stúlkurnar í sauma og fullorðinsfræðslunni. Það fólk hefur þegar greitt (eða borgar mánaðarlega). Námskeiðið stendur til áramóta og þá hóa ég í þann hóp. Bara til áréttingar að ég hef ekki gleymt neinum. Vona að þetta sé klárt og klappað
En ekki sent alveg öllum stuðningsmönnum krakkanna bréf þar sem upplýsingar eru ekki komnar um alla. Bið þá að svara sem ég hef ekki heyrt frá - hvort sem þeir verða með áfram eða ekki.
2 comments:
Sæl Jóhanna.
Á listann vantar nöfn okkar Evu Pétursdóttur, en við styrktum tvær stúlkur (systur) síðasta ár og munum að sjálfsögðu gera áfram, verði þær með næsta vetur. Annars munum við bara styrkja aðrar.
Ef einhver les þetta vil ég benda á Glitnishlaupið á laugardaginn og bendi á að heita á hlauparana sem hlaupa fyrir Fatímusjóð vináttufélagsins.
Kveðja,
Axel Axelsson.
Áríðandi fyrirspurn:
Ég finn ekki netfang Vöku Haraldsdóttur sem styður G55 Amal Abduhizami Al Kadasi. Getur Vaka gefið sig fram eða ef einhver veit netfangið hennar sent mér það
Var að senda tvö bréf til styrktarmanna stúlkna sem hætta. Vonast til að heyra frá þeim fljótlega hvort þau taka nýjar stúlkur og hef sent þeim nöfn.
Guðlaug Pé hefur gefið sig fram og styrkir strák (auk Leebiu nr. G27.
Skrifa fljótlega inn á síðuna lista yfir þau börn sem eru komin með staðfestan styrktarmann og þar verða einnig með hinir nýju.
Það er stundum fínt að stjórna ein stútungskona við tölvu en held þó að ég hafi ekki haft samband við alla og bið þá elskulegast að gefa sig fram. Hvort sem þið haldið áfram eða ekki með krakkana.
Bestu þakkir
Jóhanna
Post a Comment