Monday, August 27, 2007

Gjafakortin - fimm tegundir- eru nú tilbúin. Ein gerð minningarkorta

Allir í glöðu mánudagsskapi í dag, vænti ég.
Hér er ein gerð gjafakortanna en seinna í dag setur Elísabet tæknistjóri Ronaldsdóttir hin kortin inn á sérstakan link á síðunni. ÞAU ERU KOMIN INN:sjá linkinn
Tegundir gjafakortanna eru alls fimm svo hver getur valið að sínum smekk. Ein gerð minningarkorta í boði. Jafnskjótt og þetta er komið skoðið þið þau auðvitað vandlega og hafið samband: ef þið viljið kaupa nokkur stykki eða fá þau send. Bara nefna það. Við erum svoddan snöfurkonur hér.
Og ég er viss um að fólki finnst þau spes og falleg og málefnið er gott.
Þá skýrist innan tíðar hvenær Nouria kemur til landsins, en að líkindum um mánaðamótin sept/okt. Við efnum til fundar með styrktarmönnum og öðrum áhugasömum.

Þar sem svo einkar skemmtilega vill til að skóli í Kópavogi nefnir félagsmiðstöðina sína Jemen er ekki ósennilegt að hún fari þangað og segi krökkunum frá Jemen. Það er örugglega hollt fyrir þau að fræðast um landið og ekki síður að það telst ekki sjálfgefið í því landi að börn komist í skóla.
Einnig vonast ég til að við getum kynnt þetta mál rækilega þessa daga sem hún verður hér og treysti auðvitað á bjartar undirtektir fjölmiðla.

Minni væntanlega ferðalanga á að mánaðamót nálgast. Það þýðir greiðslu inn á ferðir skv. plani sem ég hef þegar sent. Gjöra svo vel, mín vænstu að borga á réttum tíma.

Munið að það eru í bili laus sæti í ferðirnar í vetur mínus Ómanferðina. Hún er uppseld.

Skoðið nú linkinn vandlega undir titlinum Gjafa- og minningakort Fatimusjóðs.
Það hafa bæst við nokkrar stúlkur sem vantar styrktarmenn og fleiri eftir svona tíu daga. Svo ég tek fagnandi á móti nýju stuðningsfólki.

8 comments:

Anonymous said...

til hamaingju með kortin, er ekki hægt að koma þeim í búð, ekj

Anonymous said...

Sæl Jóhanna.
Gott að vita af þessum styrktarkortum. Skal svo sannarlega hafa í huga þegar tækifæri gefst.
Ég hef styrkt SOS barnaþorp um árabil og get auk þess illa neitað þurfandi hjálparsamtökum innlendum sem hringja reglulega.
Það er spennandi að fylgjast með framgangi Fatimusjóðsins. Megi hann eflast enn frekar.
Bestu kveðjur.
María Vilhjálmsd.

Anonymous said...

Væri ekki alveg gráupplagt að búa til jólakort líka?
Guðrún

Anonymous said...

Júhú, auðvitað væri það meira en gráupplagt. Viðraði þessa hugmynd á stjórnarfundi en VIMA konurnar töldu að menn keyptu alltaf einhver sérstök kort- þessi eru það náttúrlega og kannski væri ekki grundvöllur fyrir því.
Samt- af því ég er svo miðlínustjórnsöm- bað ég Nouriu að senda mér um 250 eintök af nýju korti sem krakkarnir hafa búið til. Hef á tilfinningunni að það mundi henta prýðilega. Set það inn á síðuna þegar þar að kemur og vonast eftir góðum undirtektum.
Kv/JK

Anonymous said...

Það er ekkert verð á kortunum inn á linknum???

Anonymous said...

Nei, það er ekkert verð vegna þess að fólk vill gefa misjafnlega mikið. Sú reynsla sem hefur fengist síðustu tvo mánuði sýnir að sumir vilja gefa þúsund krónur, sumir vilja gefa hærri upphæð. Svo við höfum ekki fast verð.
Hugsanlegt er þó að við seljum 5 kort í búnti fyrir 10-12 þús eða svo. Ef fólk gefur gjöf á annað borð býst ég varla við að það gefi minna en 2-3 þúsund krónur.

Sama gildir menn minningarkortin. Fólk vill sjálft ráða upphæðinni sem það gefur eftirlifendum til minningar um þann sem farinn er.

Þetta er sem sagt skýringin. En mögulegt að panta fimm korta búnt og þá kostar það sumsé 10-12 þús.
Kv/JK

Anonymous said...

Annað frá JK
Í dag hafði samband við mig hópur samstarfsmanna sem vill færa félaga sínum gjöf á næstunni vegna stórafmælis og er að safna í hana. Þetta er ánægjulegt í betra lagi en sýnir að það er ekki viturlegt að hafa fast verð nema að vissu marki.

Anonymous said...

Annað frá JK
Í dag hafði samband við mig hópur samstarfsmanna sem vill færa félaga sínum gjöf á næstunni vegna stórafmælis og er að safna í hana. Þetta er ánægjulegt í betra lagi en sýnir að það er ekki viturlegt að hafa fast verð nema að vissu marki.