Tuesday, August 28, 2007
Hvort er sætara? Og ekkert nema góðar fréttir í dag
Hér er spurninga og fegurðarkeppni: Hvort okkar Gaddafis er nú sætara?
Altjent fer ég á næstunni, nánar tiltekið þann 5.sept. ef guð lofar til Libyu í seinni rannsóknarleiðangurinn til að kanna þar íhygliverðar slóðir.
Ætla að vera dag í Tripoli við upphaf og lok en fer annars niður til Sabha og flandra síðan um eyðimörkina og til Akkakusarfjalla. Þar er ætlunin að við gistum í þrjár nætur í tjaldbúðum og væri því ráð að skoða umhverfi og þann aðbúnað sem upp á er boðið.
Hyggst nota libyska flugfélagið frá London til Tripoli og til baka. Með því eru ferðir ódýrari og ég gæti náð ferðaverði töluvert niður ef það er viðunandi þjónusta hjá þeim.
Sjáum til með það og ég skrifa náttúrlega áður en ég fer.
href="https://blogger.googleusercontent.com/img/b/R29vZ2xl/AVvXsEj5WEPWhN78FdpVMsvfDzD-Pfm_MLTTHNdFi8fAdcpbBVKA-xNqj2hleR5CwF5tQeeo9giIXM9byrcif75hZ3xloLq5ZGdFMIqNw60tJ3DFhI89mppNMbIpMn6epjIXvgAtHQRSPQgoOJ4/s1600-h/Gjafakort+5.jpg">
Hér er gjafakort(nr 5) og gert af jemenska málaranum Fuad al Futaiah en hann er trúlega frægasti nútímamálari Jemen og hefur haldið sýningar vítt um veröld. Hann hefur lýst áhuga á að sýna hérlendis, kannski verður úr því.
Vona að þið verðið dugleg að hafa samband og fá ykkur kort þegar þannig stendur á.
Þá eru hér einstaklega góðar fréttir:
Í fyrsta lagi nýr velunnari, Loftur Sigurjónsson hefur ekki aðeins ákveðið að styrkja árlega tvö börn til náms í YERO í Sanaa heldur gefur hann sem svarar 90 þúsund krónur sem við látum hikstalaust renna í byggingarsjóðinn óformlega. Kærar þakkir til Lofts fyrir þessa rausn og þó einkum fyrir þá hugsun sem að baki býr.
Í öðru lagi reyndust ýmsir heita á okkur í Glitnishlaupinu svo upphæðin sem féll okkur í skaut er hærri en fyrstu fréttir hermdu.
Ritnefndin ætlar að kíkja í heimsókn til mín annað kvöld og þá förum við yfir fréttabréfið sem mér sýnist ætla að verða um 16 bls og hefur því stækkað um helming síðan það fyrsta kom út fyrir rífu ári eða svo.
Efni er fjölbreytt og forvitnilegt. Það verður sent til allra sem skráðir eru í VIMA, ýmissa sem hafa stutt okkur og góðra félaga sem hafa tekið þátt í ferðunum og að sjálfsögðu til allra sem styrkja krakkana okkar. Það kemur út 15.-20 sept ef guð lofar.
Í þriðja lagi kom Högni Eyjólfsson í gærkvöldi til mín kynningardiski um Jemen og YERO starfið sem við ætlum að nota á næstunni. Þetta er öldungis fyrirmyndargerð hjá Högna eins og hans var von og vísa. Hann fékk einnig myndir hjá Veru Illugadóttur og Guðbirni Egilssyni.
Allt er í góðu standi eins og þið sjáið og eiginlega vel það.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
11 comments:
Það er sko auðvelt að laga stórar veggmyndir (og litlar líka) eins og allir vita og þá þýðir ekkert að spyrja, enda getur hann aldrei unnið svona keppni !!!
En það er frábært að heyra að menn eins og Loftur séu enn til, hvar eru bankastjórarnir?????
Heil og sæl
Ekki nokkur vafi - þú ert og verður miklu sætari en Gaddafi.
Gott að frétta að Lybia er að komast almennilega á kortið. Hver veit nema maður rati þangað með þér með tíð og tíma.
Er þegar farin að hlakka til Ómanferðarinnar. Veit að hún verður mjög að mínu skapi enda Arabíuskagafíkill.
Kær kveðja og góða ferð.
Þóra Kristín
Frá JK
Mjög örvandi byrjun!
En spurningin þín Dóminik er verulega góð.
Ég held þeir hljóti að vera á fundum og hafi ekki gefið sér tíma til að leggja inn.
Þú verður alltaf sætari en allir mamma mín.
Ella Stína hugumstóra.
Ekki spurning okkar maður Jóhanna hefur vinninginn í innri sem ytri fegurð. Jóhanna mín kæra viltu vera svo góð að athuga hvernig Libya, Libia, Lybia er rétt skrifað ? Hef séð allar þessar útgáfur og er orðin snarrugluð og þurfti ekki mikið til. Kv. Jóna.
Blessuð
spennandi. Ég held svei mér þá að þið séuð bara lík en þú örugglega samt sætari.
Kv
SG
Annað ykkar er greinilega miklu sætara og það er sko ekki Gaddafí!
Mig langar að panta kortapakka með nr. 1, 3 og 5
Sendirðu mér heim eða á ég að koma og sækja til þín?
Kveðja
Helga
Gott mál, Helga. Sendi þau til þín á morgun.
Kv.JK
Niðurstaðan er mér í vil óneitanlega. En þátttakan var ekki meiri en svo að það er spurning hvort úrslitin eru marktæk.
Kv/JK
Góður púnktur...mér hefur alltaf fundist Gaddafhi sexý..kveðja Herta
ÆCJ V JLK
Post a Comment