Thursday, August 23, 2007

Kort til sölu- allir með! IOg ekki gleyma krökkunum

Þá hafa bæst við eftirtalin börn

80. G39 Sara Mohammed Al Hamli- Erla V. Adolfsdóttir
81. G68 Toryah Yehia Aoud- Erla V. Adolfsdóttir

82.NÝR B 105 Abdullah Sameer Al Radee, 15 ára. Hann á fjögur systkini. Faðir hefur oftast vinnu - Sif Arnarsdóttir

83. NÝR B108 Foud Nagi Hassan Alsalmee er 14 ára. Hann á níu systkini og faðir er atvinnulaus- Jósefína Friðriksdóttir

84. NÝR 109 Badre Abdul Kareem er 12 ára. Hann á fjögur systkini. Faðirhans er atvinnulaus-Loftur Sigurjónsson

Þrír drengir eru án styrktarmanns, fækkar óðum.
enn eru nokkrir sem hafa ekki svarað um sínar stelpur. En allt mjatlast þetta og auðvitað náum við hundrað börnum eins og að er stefnt.

Kortin, bæði gjafakort og sömuleiðis minningarkort- reytast út.
Það er gott og blessað en nú finnst mér að sú hugmynd tímabær og hagnýt með afbrigðum að selja t.d. fimm gjafakort í búnti.
Þá væri fast uppsett verð og menn gætu gripið til kortanna án nokkurrar fyrirhafnar.
Varla nokkur, trúi ég, gefur fyrir minna en svona 2000-3000 kr. (svipað og þrjú blóm eða fjögur) svo kortasett gæti verið á tíu -tólf þúsund krónur.

Það væri líka allt í lagi að selja það dýrar ef þið viljið. En með þessu sparast heilmikil fyrirhöfn.
Við ætlum að sinna þeirri góðu hugmynd Ingu Hersteinsd að hafa í boði kort sem fólk gæti skrifað á sjálft svo það er bara að ákveða hvernig þið viljið hafa þetta. Og þá mun ég koma þessu til ykkar á örskotsstundu.
Með þessu móti gætum við náð inn drjúgri upphæð og látið meira af hendi rakna í "byggingarsjóðinn" sem er nú óformlegur að sinni en verður að alvöru með haustinu - ef guð lofar.
Sem sagt: pantið kort. Sérstakur hlekkur verður mjög fljótlega settur inn á síðuna þar sem þið getið skoðað kortin.

Glitnishlaupið skilaði okkur um 30 þúsund krónum. Það þykir mér glæsilegt í fyrsta skipti og þakka þeim mikið vel sem hlupu fyrir okkur eða hétu á okkar hlaupara. Þessir peningar fara rakleitt í nefndan byggingarsjóð.

1 comment:

Anonymous said...

Gleymdi að taka fram að Nouria hefur fengið nöfn styrktarmanna nýju stelpnanna sautján. Fljótlega fær hún svo næsta skammt þegar menn hafa látið mig vita um framtíðaráform í styrkingarmálum.
Kveðja
Jóhanna