Saturday, August 4, 2007

Tilhlökkunarefnið greiðsluplan verður sent til ykkar um helgina

Sæl séuð þið öll
Nú um helgina geng ég frá greiðsluplani og sendi til væntanlegra ferðalanga í eftirfarandi reisum:
Egyptaland í febr 2008
Íran páskar 2008
Jemen(fyrri ferð) apr/maí 2008
Jemen( seinni ferð) maí/júní 2008

Þar kemur nákvæmlega fram hvenær á að borga og hvaða upphæð. Ég bið alla að vera mjög pottþétta í greiðslum. Það er nauðsynleg- þetta er sagt í blíðum tón altso- því ég þarf að senda greiðslur út til viðkomandi flugfélaga og ferðaskrifstofa með löngum fyrirvara og aukasjóðir eru ekki fyrir hendi.
Libýa um haust 2008: ekki skýrist fyrr en eftir könnunarferðina sem ég skýst í nú í september hvað heildarverð er á þeirri ferð enda hefjast greiðslur hvort eð er ekki í þá ferð fyrr en eftir áramótin.
Ég er afskaplega ánægð með undirtektir og þátttöku í ferðunum. Góð blanda af félögum sem hafa farið í margar ferðir VIMA og fjölda nýrra ferðafúsra.

Standi þannig á fyrir einhverjum að þeir þurfa að fá að fresta greiðslu óska ég eindregið eftir því að menn láti mig vita. Þetta er líka sagt í blíðlegum tón en býsna ákveðnum samt.

Ómanfara bið ég að ljúka ágústgreiðslu og halda svo áfram strax eftir helgi. Það tókst sýnist mér að bæta við í þá ferð eins og óskað var eftir og þar sem síðustu flugmiðagreiðsluna verð ég að senda út á þriðjudag er aðkallandi að menn gangi frá þessu. Einnig sagt blíðlega.
Ómanfarar hittast svo fljótlega til skrafs og ráðagerða, fá nákvæmt ferðaplan og fleira. Enn eru nokkrir sem hafa ekki tilkynnt sig á þann fund. Gangið í málið.

Kákasusfaramyndakvöld er á næstunni og verður ánægjulegt að hittast, fá sér snarl og skoða myndir og rifja upp minningar. Þar sem ég þarf að panta handa okkur í gogginn með fyrirvara bið ég þá sem hafa verið í brottu og ekki látið vita að hafa samband. Þetta er líka sagt blíðlega en af fullri einurð.

Nú fer ég og sæki Ísleif ömmustrák. Hann ætlar að gista á Drafnó og við skemmtum okkur vonandi hið besta.
Allra blíðlegast.

2 comments:

Anonymous said...

tilhlökkunarefni... mér datt í hug eitthvað alveg sérstaklega fallegt og undursamlegt efni.

knús, ella stína.

Anonymous said...

Já, ég lít svo á að með því að hefja greiðslur inn á ferðalag hljóti það að verða raunverulegra, koma nær og þá getum við farið að hlakka til.
Kv/JK