Sælt veri fólkið
Íranshópurinn kom á Keflavík síðdegis og var kvaðst með virktum. Ég missti þó af einhverjum, m.a. Maju, Ólöfu Arngrímsd og kannski nokkrum til viðbótar en sendi þeim kveðjur.
Í gærkvöldi komu fulltrúar okkar ágætu írönsku ferðaskrifstofu og borðuðu kveðjukvöldverð með okkur á Laleh hóteli í Teheran.
Þau færðu öllum diska með íranskri tónlist. Þar þakkaði ég hópnum sérstaklega góða samveru og Magnús Bjarnason sagði líka nokkur elskuleg orð. Svo kláruðu menn að pakka og þeir Ali aðstoðarmaður og Litli Jón(vel á minnst hann biður fyrir sérstakar kveðjur til Sveins Haraldssonar) fóru með okkur út á völl upp úr miðnætti og sáu til þess að enginn - svo ég viti til - þurfti að borga fyrir nokkur aukakíló sem höfðu bæst við í töskur.
Ferðin með Lufthansa til Frankfurt var góð, ansi mikill hristingur og dýfur framan af en flestir sváfu það af sér, meira að segja Fríða Björnsd sem hafði fullyrt að henni kæmi aldrei dúr á auga í flugi.
Þegar til Frankfurt kom bauð Lufthansa í góðan morgunmat og svo var ætlunin að fá brottfararspjöld til að menn gætu síðan valsað um að vild. Þá endurtók sig sagan frá því Egyptalandsfólk kom til Hollands í sl mánuði að Flugleiðir eru einhverra hluta vegna ekki hæst skrifaðir í heimi og Þjóðverjar tóku ekki í mál að tjekka okkur inn í transit.
Ég held að það sé eitthvað að hjá Flugleiðamönnum því orð féllu sem bentu til þessa.
Allir tóku þessu af stakri hugarkyrrð og tíminn leið fljótt og svo endaði allt á besta veg- nema hvað.
Þessi ferð heppnaðist eins og fram hefur komið í pistlunum afskaplega vel og við hlökkum til að hittast á myndakvöldi eftir nokkrar vikur þegar sálir hafa safnast heim og myndir eru tilbúnar.
Endurtek það sem ég hef sagt fyrr: það sem kom fólki almennt mest á óvart var sérstaklega alúðlegt viðmót fólksins í Íran.
Þjóðminjasafnið í Teheran var einn af hápúnktum sem fyrr.
Hótelið okkar í Jasd, svo ég tali nú ekki um páfagaukana sem báðu örugglega að heilsa fyrri Íransförum.
Krafturinn í þjóðfélaginu og hversu öfgalausir Íranir eru í trúmálum sem er vitanlega allt önnur mynd en við fáum hér í okkar skefjalausu fjölmiðlamötun.
Öll þessi saga -öll þessi saga sem virðist nánast endalaus.
Og margt margt margt fleira.
Vonandi getum við efnt í Íransferð að ári og við Pezhman spjölluðum um nýja áætlun- vissulega með Isfahan meðtöldu - sem fyrri Íransfarar gætu haft áhuga á. Það er allt á byrjunar eða hugsunarstigi. Læt ykkur vita um það seinna.
Vil geta þess með gleði að þegar okkar fólk hafði gert kaup í hinni nýju og flottu flugstöð í Teheran sem heitir eftir Khomeini trúarhöfðingja, gáfu menn hrúgu í Fatimusjóð, það er að segja engar stórupphæðir en allir virðast þekkja og vita um sjóðinn svo hann fékk góða búbót.
Fram var tekið í pistli í gær að senn mundu Egyptalandsfarar mætast á myndakvöldi og Líbíuhópar og nánar um það hið fyrsta.
Bið ykkur að fylgjast með því svo flestir geti mætt.
Á eftir að athuga hvort eitthvað hefur verið greitt inn í Fatimusjóð. Vona hið besta
Sef nú á morgun og hef samband.
Thursday, March 27, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
3 comments:
Ég þakka öllum ferðafélögum á Íransferðinni fyrir samveruna. Náði að kveðja flesta en ekki alveg alla, sá t.d. ekki Ólöfu Arngríms þegar komið var á flugstöðina. Hlakka til að sjá ykkur á myndakvöldi. Setti smávegis á bloggsíðu mína www.klambrar.blogspot.com en vídeo og "stríðdansinum" mislykkaðist. Getur einhver sent mér hana? Kv Marjatta marjatta@simnet.is
P.S. Ég ætlaði nú ekki að vera Anonymous eða nafnlaus, ekkert að fela. Íransferðin var frábær.
Já þessi ferð var einstaklega vel heppnuð, ég held að ég hafi náð að kveðja alla (meira að segja svo tekið var eftir!!) nema Eyþór sem hvarf svo fljótt. Sálin mín heyrði í sál Jóhönnu í Esfahan í dag, Pezhman leitaði að Maju í draumunum í nótt - en maður er svo miklu ríkari í dag en fyrir hálfum mánuði. Ég þakka fyrir mig og hlakka til næstu ferðar. Saleh no mubaragh !!
Dominique
Post a Comment