Sunday, March 16, 2008

Iranfarar i naeturgala og skaldaborginni Sjiraz

Godan daginn oll
Fullkomlega timi til kominn ad vid katu Iranfararnir latum fra okkur heyra.
Allir hressir og gladir og vid erum buin ad tjekka inn her a Parshoteli vid Zandgotu og menn eru nu ad safna ser saman og a eftir forum vid ut i kvoldmat.
Thetta hafa verid prydilegir dagar. I morgun triftludum vid i Nutimalistafafnid og i Teppasafnid og allir dadust ad tvi sem thar ber fyrir augu.
Sidan var svo flogid til Sjiraz.
Daginn adur skodudum vid hallir keisarafedganna Reza og Reza thar sem iburdur keyrir ur hofi og litum sidan inn i fabrotin husakynni Khomeinis salada truarhofdingja en thar bjo hann asamt fjolskyldu sinni thau tiu ar sem lidu fra tvi hann sneri heim ur aedilangri utlegdi i febr 1979 og thar til hann do 1988. Thetta gaf svo tilefni til margvislegra umraedna eins og ma geta naerri.
I gaerkvoldi heldum vid smaafmaelisveislu Eythori til heidurs og hann fekk afmaelistertu og fjoldasong, hyllingar og Hafezljod.
Ferdin hingad a
thann 14. gekk vel og vid vorum komin um half eitt eftir midnaetti og lentum a nyja flugvellinum og trommudum i gegnum glaesilega nyja flugstod, allt kennt vid Khomeini. Gamli flugvollurinn Mehrabad er nu notadur til innanlandsflugs.
Thar beid okkar Pezhman leidsogumadur og urdu fagnadarfundir og ekki minnkadi gledin thegar allar toskur skiludu ser.
Vedur i Teheran nokkud blitt og umferdin ad sjalfsogdu snargalin eins og fyrri daginn.
Mer barst heimbod fyrir hopinn fra islenska konsulnum en thad kom nokkud seint svo vid saum okkur ekki faert ad thiggja thad.
Her i Sjiraz beid svo uppahaldsbilstjorinn minn Mohammed og hann bidur ad heilsa fyrri Iranforum. Einnig hef eg hitt Leily fyrsta gaedinn minn og gaed i fyrstu ferd. Hun bidur lika fyrir kvedjur.
Gudmundur Kr. og Olla foru i bod til iranskra vina i gaerkvoldi og voru mjog lukkuleg med mottokur
Get ekki latid hja lida ad nefna ad Gudm var serdeilis godur adstodarmadur a Frankfurt flugvelli thar sem vid villtumst nokkra stund og fengum goda hreyfingu fyrir vikid og allt leystist
A morgun skodum vid okkur um i Sjiraz, forum medal annars i truarskola, Narjestanhollina og ad grafhysi Hafezar og kannski gleymi eg einhverju.
Tvi midur faekkadi ferdafelogum um tvo vegna thess ad Hrafnhildur Jonsdottir handleggsbraut sig og Audur Thorbergsdottir var veik. Vid sendum theim bestu kvedjur.
I hopnum eru atta nyir ferdafelagar og tveir sem hafa ekki farid sidan i fyrstu ferd og tha til Libanon og Syrlands.
Allt i bloma og kaeti, bullandi hamingju eins og Hrafnhildur Baldursdottir ordadi thad.
Bidjum fyrir kvedjur til okkar folks.

8 comments:

Anonymous said...

Blessuð Jóhanna og Íranhópurinn. Veit ekki hverjir eru með en ég sendi kveðju útí bláinn og ætla að vera eins og fluga á vegg og fylgjast með ykkur og upplifa fyrstu ferðina sem var stórkostleg.
Jóna E.

Anonymous said...

Heil og sæl. Hér er vor í lofti og fuglarnir syngja hástöfum.
Bið að heilsa Pezman og Dominik sérstaklega ásamt öðrum i hópnum.
Er með ykkur í anda

Anonymous said...

Gleymdi undirskriftinni
Kv. Edda

Anonymous said...

Var að tala við Gullu Pé í gær, við óskuðum þess báðar að við værum þarna með ykkur. Erum pínu öfundsjúkar en það er allt á góðu nótunum. Biðjum að heilsa öllum gömlum ferðafélögum, teppstrákum og myndamanninum. ofl.ofl. :) :) :)
Kkv. Þóra J og Gulla P.

Anonymous said...

Sælir félagar.
Ég vona innilega að þið dettið ekki oní allt þetta auðgaða úran og illyrmis al-kaídaliðið en þarna er þetta í hverri holu einsog þið vitið. Hvort sem það kemur nú heim og saman við nokkuð ólíka siði og venjur súnnía og sjía. Vestrænar fréttastofur segja þetta dagsatt.
Hér er allt í dúndrandi mínus efnahagslega en þjóðin til þess að gera neysluær. Utanríkisráðherrann er í Afganistan við góðan orðstírr ef eitthvað er að marka hérlendar fréttastofur. Talaði meira að segja við eina kvenráðherrann lengi dags.
Ég sendi Múdírunni, Lindu og Merði ferðakveðju guðs og mína, Olla fær koss á kinn en Guðmundur: Wie sind die Persen?
Kveðjur og kossar til ykkar allra í þessu sögufræga og ægifagra landi,
aggí

Anonymous said...

Úps, múdíra.
Gleymdi Pezhmanni og Mohammad bílstjóra - þeir fá auðvitað kveðjur frá mér í bak og fyrir. EN ekki segja að þeir hafi gleymst í æðibunuganginum.....
aggí

Anonymous said...

Sæl, sonur Ólafar Arngrímsdóttur, Arngrímur og tengdadóttir hennar Ásta Sól, hér.

Við sendum mömmu ástar- og saknaðarkveðjur og vonum að hún verði fjölskyldu okkar til sóma úti í þessum framandi menningarheimi.

PS: Talía sendir einnig eitt hressilegt voff.

Anonymous said...

Sæl og blessuð Jóhanna.
Frábært að fá að fylgjast með ferðum ykkar úr fjarlægð, erum svo sannarlega með ykkur í huganum.
Ástar- og saknaðarkveðjur til Hermanns og vonum við að hann verði til friðs í ferðinni. :)
Bíðum öll spennt eftir næsta pistli.
Kv. Helena, börn og hundur.