Sunday, June 8, 2008


Fra heimsokn hopsins til Thula

Saelan sunnudaginn oll
Thad hefur margt og mikid drifid a dagana okkar sidan eg skrifadi sidast. Nuna adan komum vid fra Taiz en thar gistum vid sidustu nott. Ferdin thangad var i alla stadi makalaust skemmtileg og fegurdin i fjollunum groin upp a tinda med stallabuskapnum hreif alla. Vid stoppudum odru hverju og hadegismat bordudum vid i Ibb.
Thegar komid var til Taiz drifum vid okkur snarlega a markadinn sem er rett vid hoteldyrnar og voru rekin upp havaer fagnadarop ur morgum budum, ekki sist silfurbud Thoru Jonasar. Vid keyptum tharna allt mogulegt- svo merkilegt hvad okkur vantar endalaust eitthvad smalegt- kaffi, te, reyktan ost, krydd og eg man ekki hvad.
Bordudum a hotelinu i gaerkvoldi og Ingvar flutti thar snofurlegan pistil um sidustu imamina og Mohammed sagdi fra svaedinu, Orwu drottningu og renndi yfir sogu Taiz
I morgun forum vid i Ashrafiyamoskuna, kiktum inn i holl Ahmeds imams
og upp a Saberfjall. Tha la hitamoda yfir svo vid letum duga ad fara upp thar sem vid stoppum venjulega i tedrykkju og sidan lagt af stad til Sanaa.
Vid Mohammed akvadum ad hafa pikknik hadegisverd a leidinni og maeltist thad vel fyrir, Nasser bilstjori i bil numer eitt hafdi keypt tunfisk, lauk, agurkur, ost og braud, auk jogurts og avaxta og vid snaeddum thetta med godri lyst i fjallaloftinu.



Her er bilstjori i bil numer fimm, te. i theim bil voru EOR, Elisabet Gunnarsd, Ingvar og eg. En ed honum a myndinni er Gudbjorg.
Thessi bilstjori gerdi serstaka lukku og vid thykumst nokkud viss um ad her se kominn Ahmedinedjad forseti Irans i dulargervi og i sumarleyfi og gengur her undir nafninu Abdu tho hann svaradi osvart Ahmedinedjad thegar eg kalladi til hans.
Ljufmenni hid mesta og sprelligosi og vid munum lita Iransforseta odrum augum a naestunni.

Heimsoknin til Thula i fyrradag var serstaklega anaegjuleg. Thar leidd ad veislubordi heioma hja henni og eg taladi dalitid um sjodinn, tilurd hans ofl og vid gerdum okkur gott af glaesilegum veitingunum.
Vid gerdum audvitad kaup vid Fatimu og allir strakarnir voru ofundsjukir og siogdust vera braedur hennar eda fraendur til ad lokka hopinn til ad versla thar.
Kvoddum svo Fatimu, thessa ljufu rausnarstulku og toff kaupkonu med virktum. Brunad til Wadi Dhar thar sem klettaholl sidasta imamsins stendur a ofurhaum kletti.

Nu a morgun aetlum vid a Tjodminjasafnid i fyrramalid og sidan er frjals dagur - og raunar sidasti Jemendagur ad sinni tvi adra nott liggur leidin til Jordaniu.

Vel ad merkja> buin ad skipta klutnum fyrir Thoru og keypti jambia fyrir Axel.
Allir eru mjog vel stemmdir hrifast af Jemen og bidja fyrir kaerar kvedjur til sinna.

4 comments:

Anonymous said...

Alveg ´æðislegt að fá nýja ferðasögu og dásamlegt hvað þið skemmtið ykkur vel er alvarlega farin að hugsa um ferð með Jóhönnu.
góðar kveðjur til allra og auðvitað stórt knús til Elísabetar frá öllum í Falsterbo

Anonymous said...

Við erum öll mjög forvitin um hvað þær eru að skoða, stelpurófurnar á miðri mynd. Frábært að fá að sjá ykkur svona í action.
Kærar kveðjur, Kristbjörg

Anonymous said...

mmmmmm Yemen.... kryddangan, fegurð, flissandi börn, sætt te, töfrandi stundir með sjalakaupmönnum og blik í fallegum augum... Jeeeee meeeen......
Góðar kveðjur
bráin

Anonymous said...

Tek heilshugar undir allt með bránni.
Auðvita ertu búin að redda klútnum átti ekki von á öðru væna mín.
Kveðja til allra sem ég þekki.
Þóra J.