Wednesday, June 25, 2008
Kákasusáætlun væntanleg - Líbanon/Sýrland komin inn
Fyrsti hópurinn til Kákasuslandanna Ajerbadjan, Georgíu og Armeníu vorið 2007. Með Merap bílstjóra í Georgíu.
Svo einkum til að segja að áætlun
Líbanons/Sýrlands er komin inn á linkinn Líbanon/Sýrland og lítur ansans ósköp notalega út þó svo ég hafi ekki endanlegt verð fyrr en eftir fáeina daga.
Íranfólk hefur verið duglegt að svara en pláss eru þó laus þar því ekki hafa allir látið heyra frá sér.
Ath að ekki á að greiða staðfestingjargjald að sinni, en láta vita hvort alvara er í að ferð þangað.
Hef heyrt frá Pezhman Azizi, gædinum okkar og hann verður leiðsögumaður og það er gott mál.
Þá fékk ég áðan tilboðið um Kákasuslandaferð sem er eindregið fyrirhuguð að vori - en ekki hausti 2009. Undursamleg ferð leyfi ég mér að segja.
Sú áætlun verður sett inn á morgun, fimmtudag.
Mér sýnist hún þekkileg. Stytti um 3nætur og allar helstu upplýsingar munu því verða birtar eins skjótt og hægt er. Með verði svona nokkurn veginn en einhverjum fyrirvara eins og aðrar ferðir.
Jemenferð er svipuð og síðasta. En set hana inn sem fyrst. Hún hækkar ekki að neinu ráði, þe. varla meira en tíu prósent.
Heyrði frá Ómanfólki í kvöld og gædinn okkar góði Abdul Rasool hefur sent tilboð sem mér virðist allt í lagi og ekki eins dýr og ég var smeyk um því að
Óman er dýrara land en flest hinna sem við heimsækjum.
Abdul þætti gaman að hafa Íslendinga meðal fyrstu gesta því hann hefur sett á stofn ferðaskrifstofu og ég hef traust á honum.
Sú áætlun kemur einnig inn á morgun eða hinn. Hann Abdul er klár náungi og einkar hugþekkur,vænta má þess að hann vilji kynna ferðirnar fyrstu á bærilegu verði.
Vil svo biðja þá sem hafa í huga að gefa dót/föt ofl. á Perlumarkað
þann 31.ágúst n. að tjá sig.
Ekki síst karla sem hafa keypt Jemenbúning plús jambia og væru til í að sýna hnífadans að gefa sig fram hið fyrsta.
Þá minni ég á að hafi menn skipt um netföng að láta vita.
Verið svo vinsamleg að senda þetta áfram.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
Góð mynd og vandfundinn glæsilegri hópur ;).
Bíð spennt eftir Uzbekistan/Kyrgistan áætlun.
kv.
Ásdís H. Ben.
Kæra Jóhanna
Höfum ekki haft tölvu fyrr en í gær, og er þá okkar fyrsta verk að skrifa þér og þakka þér ógleymnanlega og ánægjulega ferð.
Kveðja frá Frakklandi,
Helga og Hrafn Tulinius
Post a Comment