Blessuð öll
Jemen/Jórdaníufarar í seinni ferð komu heim laust fyrir miðnætti og var kvaðst með miklum virktum á Keflavík. Fimm urðu eftir í London og fengu þar hinar bestu árnaðaróskir.
Allir voru glaðir að koma heim eftir einstaklega vel heppnaða ferð.
Í gærkvöldi borðuðum við kveðjukvöldverð á Jerusalemhóteli í Amman.Stefanía ræðismaður okkar í Jórdaníu kom og snæddi með okkur. Hún var þá nýkomin frá Sýrlandi og hafði verið í erindum utanríkisráðuneytisins þar með nokkrum öðrum Íslendingum og fóru þau m.a inn fyrir landamæri Íraks að ræða við flóttamennina sem væntanlega fá hæli á Íslandi og voru lýsingar hennar á aðstæðum kvenna og barnanna sem þar hafast við í senn áhrifamiklar og ömurlegar.
Vegna þess að félagslíf hefur verið óvenjumikið í þessari ferð, m.a. stofnað Ungmennafélag Pálmalundar sem Elísabet Gunnarsdóttir veitir forstöðu og hefur að vísu ekki enn samið stefnuskrá, var einnig ákveðið að stofna nefnd til að veita orður. Í henni störfuðu af kappi og hugmyndaauðgi þau Guðbjörg Árnadóttir, Guðmundur Sverrisson og Elísabet Ronaldsdóttir.
Eftir að ég hafði þakkað ferðafélögum samveruna og minnst á að ég hefði verið nokkuð kvíðin fyrir þessa ferð þar sem allur þorri ferðafélaga, utan þriggja var nýr, en síðan hefði hópurinn fallið sérdeilis vel saman og kvíði minn reynst með öllu ástæðulaus var borðað og var tekið létt þátt í brúðkaupi sem var haldið á
hótelinu okkar í gærkivöldi.
Svo tók nefndin að úthluta orðum og auðvitað fengu allir viðurkenningu með tilheyrandi skýringum sem ekki verða nánar raktar:
Olga Clausen: Hálandahöfðinginn
Guðrún Sigríður Clausen: Alheimskrútt hópsins
Jóna: Hvatningarverðlaun
Sigurður: Ljósmyndari ferðarinnar
Kolbrún: Bjartsýnisverðlaunin
Elísabet Gunnarsd: Pálmaverðlaunin
Sigríður Ásgeirsdóttir: Kúreki ferðarinnar
Helga og Hrafn Tulinius: Töffarar ferðarinnar
Ágúst Valfells: Jemen Bond
Matthildur Valfells: Jákvæðnisviðurkenninguna
Guðmunda: Doktorsverðlaun hópsins
Svanbjörg: Brekkuverðlaunin
Ingvar: Imamverðlaunin
Guðmundur: Niðursetningur ferðarinnar
Guðbjörg: Sólbumbuverðlaunin
Elísabet Ronaldsdóttir: Gluggaviðurkenning hópsins
Jóhanna: sendiherra í Miðausturlöndum
Öllu fylgdi nefndin úr hlaði með skondnum og skemmmtilegum athugasemdum og menn skemmtu sér dátt. Auk þess færði hópurinn mér kort, undirritað af öllum, þar sem þátttakendur heita framlagi í byggingarsjóð YERO og fannst mér það fjarska elskulegt.
Leyfi mér því að ítreka númerið 551212 og kt. 140240 3979
Svo voru menn ræðuglaðir: Hrafn og Helga tóku til máls, svo og Jóna, Elísabet Ronaldsdóttir, Olga Clausen og Ingvar og mæltist öllum hnittilega.
Þetta var afar skemmtilegt kvöld og þátttakendur fengu að vaka til rúmlega hálf ellefu að þessu sinni.
Ingvar hafði haft orð á því fyrr í ferðinni að ég minnti stundum á skólastjóra sinn í heimavistarskóla í denn sem sendi fólk í rúmið eigi síðar en kl. 22 og var ákveðið að vera ívið frjálsari með útivistartíma þar sem við þurftum ekki að fara frá hótelinu fyrr en níu í morgun.
Nú ná menn vonandi sálinni heim um helgina og myndakvöld er varla fyrirhugað fyrr en síðla ágúst því allir verða út og suður á næstunni.
Myndakvöld fyrri Jemen/Jórdaníuhóps um svipað leyti.
Ég hef ekki kannað hvernig status er á greiðslum fyrir júnímánuð, geri það á eftir og mun ekki rukka menn nánar, því ef ekki er greitt detta menn bara átómatískt út.
Svoleiðis verður það og ekki orð meira um það.
Hef meðferðis slatta af kortum til styrktarmanna YERO krakkanna sem fengu ekki kort síðast og sendi þau eftir helgina.
Heimsóknin til Fatimu í Þúla var afskaplega ánægjuleg og menn gerðu þar góð kaup, ekki þó þau ódýrustu en allir vildu taka þátt í að styðja þessa ötulu litlu kaupkonu eftir höfðinglegan málsverð á heimili hennar.
Vil vekja athygli á að ég verð trúlega með 4ra eða 5 kvölda námskeið hjá Mími símenntun um Menningarheim araba, í nóvember þ.e. eftir Líbíuferðir og hvet menn að skrá sig þar ef þeir hafa hug á að forvitnast nánar um þennan heim sem æ fleiri félagar sækja heim og flestir hrífast af.
Þakka svo enn og aftur skemmtilega samveru.
Friday, June 13, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
4 comments:
Þakka kærlega fyrir vel skipulagða ferð og alveg frábært ævintýri. kv. ER
Jóhanna þú ert alveg æðisleg og ættir bara að vita hvað ég er stolt yfir að þú skulir vera 'islendingur sem gerir svona mikið fyrir þessar konur,takk fyrir ferðalögin sem maður fer í með því að lesa ferðasögurnar þínar frá ferðum með hópana þína.
kærar kveðjur til þín frá okkur hér í Falsterbo
Akureyri, 14. júní 2008.
Blessuð og sæl, Jóhanna, og takk fyrir síðast í gærkvöldi.
Alúðarþakkir fyrir frábæra ferð til Jemen og Jórdaníu nú í maílok og júní. Þetta verður mér alla tíð ógleymanleg reynsla. Ég var að skoða þessar 400 myndir sem ég tók í ferðinni. Sumar tókust býsna vel, Ingvar
Jóhanna mín
takk fyrir algerlega ógleymanlega ferð. Við munum allar mæðgurnar 3 lifa lengi á henni.Reyndar vil ég þakka öllum mínum góðu ferðafélögum samveruna. Hlakka til að hitta ykkur vonandi í ágúst og ekki síst hlakka ég til næstu ferðar hver sem hún verður.
Kveðja "hálandahöfðinginn".
Post a Comment