Wednesday, July 30, 2008
Varningsveislan hófst í dag í Síðumúlanum
Það var líf í tuskunum við opnunina hjá okkur í Síðumúlanum í dag þegar við byrjuðum að taka á móti varningi til að selja á Perlusúknum okkar 30.ág. Jemenfarar þustu að, svo og fleiri VIMA félagar og velunnarar með flíkur fagrar og flottar, töskur af öllum stærðum og gerðum, skartgripi, hlutir gerðir af konunum í fullorðinsfræðslu. myndir, slæður og sjöl og ég man ekki hvað. Svo unnu menn ötullega við að hengja upp og sortera og raða svo þetta leit ágætlega út. Húsnæðið er rúmgott og fleiri slár og borð verða komin næst, svo og pappakassar en þetta var nú verulega skipulegt.
Smáveitingar voru á boðstólum en menn voru svo uppteknir við störf að það verður nóg eftir og vel það á næstu dögunum sem opið verður.
Og hér eru þær Ásdís Halla og Sigþrúður úr hinum ötula aðgerðarhópi sem skipuleggja og stjórna af stakri kúnst. Fólk skráði sig við viðveru, flutning og/eða afgreiðslu í Perlunni þegar þar að kemur. En þið getið bókað að okkur vantar fleiri og skyldu menn endilega gefa sig fram. Ólafía Jemenfari var meðal þeirra sem mættu með dót og lofaði sendibíl, Fatimukökuupppskrift svona ljómandi fínni var útdeilt og ég bið bakara að vera svo góða að leyfa mér að hafa yfirsýn yfir það hverjir taka það að sér. Ég prófaði að baka Fatimukökuna í gærkvöldi og hún er afar einföld í bakstri, mætti minnka smjörskammt í þeim hluta sem fer ofan á kökuna. Ath. það.
Þá hefur ung stúlka, tengd aðgerðarhópnum sett frásögn af verkefninu inn á www. myspace.com/jemenmarkadur til að vekja áhuga yngra fólks á þessu.
Þetta var einstaklega góð og skemmtileg byrjun á vinnunni sem framundan er og ég er viss um að skilar okkur drjúgu í kassann auk þess sem ýmsir gefa sérstaka hluti, svo sem málverk, silkimottur, gullgripi ofl ofl. Öllum vönduðum varningi er almennt tekið fagnandi.
Munið að næst verður tekið á móti varningi þriðjudaginn 5. ág. á sama tíma. Ég tók fram á síðunni að inngangur er niður með húsinu í Síðumúla 15. Einhverjir höfðu ekki veitt því athygli en vona að engir hafi þurft frá að hverfa og koma þá vonandi bara aftur
Þakka svo öllum kærlegast sem lögðu hönd á plóginn í dag.
Tuesday, July 29, 2008
MUNIÐ MORGUNDAGINN - Síðumúli 15
Sæl öll
MUNIÐ morgundaginn. Þá er byrjað að taka við varningi í Síðumúla 15.
Hafi fólk ekki tök á að koma með varning birti ég hér næstu opnunardaga og síðan sömu daga í vikunum þar á eftir. Vonast til að sjá sem flesta
Miðvikudagur 30.júlí 16-20
Þriðjudagur 5.ág. 16-20
Miðvikudagur 6.ág 16-20
Fimmtudagur 7.ág 11-13
Nú hafa 80 börn fengið sína styrktarmenn. Enn margir sem ekki hefur heyrst frá. Enda vísast margir í stumarfríum.
Látið vita þegar þið getið Þó svo að þið getið ekki eða ætlið EKKI styrkja krakkana; þá reyni ég að útvega aðra. Við verðum að hjálpa þeim sem vilja halda áfram. Ekki spurning
Vegna fyrirspurnar sem ég fékk held ég það væri tilvalið að birta nöfn krakkanna sem bíða eftir staðfestingu. Geri það seinna í dag.
Hér koma nöfn barnanna sem höfðu öll styrktarmenn í fyrra. Hvet fólk sem sagt til að láta mig vita vilja sinn.
stelpur:
1. G 8 Hamda Jamae Mohammed
2. G. 36 Sara Tabet Alryashi
3. G 120 Hayat Yihia Galeb Al Mansoor
4. G 3 Saadah Abdullah Ali Hussein
5. G 4 Tahanee Abdullah Ali Hussein
6. G12 Busra Ali Ahmed Al Remee
7. G20 Shema Abdulhakim Al Joned
8. G 21 Hyefa Salman alSharfifi
9. G 30 Yesmin Jamil Al Salwee
10. G 35 Suzan Mohammed Al Hamley
11. G39 Sara Mohamed Al Hamli
12. G 55 Amal Abdulhizam AlKadasi
13. G68 Toryah Yeheia Aoud
14.G 24 Safa Jamil Al Salwee
15.G 59 Sumyah Galeb Al Humhree
16. G 76 Sara Said AlJalal
17 G 33 Ola Mohamed Abdoalim
18. G 122 Khadeija Naser Al Ansee
strákar
19. B 61 Abdulelah Alawadi
20 B 107 Majed Yihya Ali Galeb Al Mansoor
21. B 108 Badre Yihia Mal Matari
22. B 110 Badre Abdulkareem Alansee
23. B 32 Abdulrahman Al Maswari
MUNIÐ morgundaginn. Þá er byrjað að taka við varningi í Síðumúla 15.
Hafi fólk ekki tök á að koma með varning birti ég hér næstu opnunardaga og síðan sömu daga í vikunum þar á eftir. Vonast til að sjá sem flesta
Miðvikudagur 30.júlí 16-20
Þriðjudagur 5.ág. 16-20
Miðvikudagur 6.ág 16-20
Fimmtudagur 7.ág 11-13
Nú hafa 80 börn fengið sína styrktarmenn. Enn margir sem ekki hefur heyrst frá. Enda vísast margir í stumarfríum.
Látið vita þegar þið getið Þó svo að þið getið ekki eða ætlið EKKI styrkja krakkana; þá reyni ég að útvega aðra. Við verðum að hjálpa þeim sem vilja halda áfram. Ekki spurning
Vegna fyrirspurnar sem ég fékk held ég það væri tilvalið að birta nöfn krakkanna sem bíða eftir staðfestingu. Geri það seinna í dag.
Hér koma nöfn barnanna sem höfðu öll styrktarmenn í fyrra. Hvet fólk sem sagt til að láta mig vita vilja sinn.
stelpur:
1. G 8 Hamda Jamae Mohammed
2. G. 36 Sara Tabet Alryashi
3. G 120 Hayat Yihia Galeb Al Mansoor
4. G 3 Saadah Abdullah Ali Hussein
5. G 4 Tahanee Abdullah Ali Hussein
6. G12 Busra Ali Ahmed Al Remee
7. G20 Shema Abdulhakim Al Joned
8. G 21 Hyefa Salman alSharfifi
9. G 30 Yesmin Jamil Al Salwee
10. G 35 Suzan Mohammed Al Hamley
11. G39 Sara Mohamed Al Hamli
12. G 55 Amal Abdulhizam AlKadasi
13. G68 Toryah Yeheia Aoud
14.G 24 Safa Jamil Al Salwee
15.G 59 Sumyah Galeb Al Humhree
16. G 76 Sara Said AlJalal
17 G 33 Ola Mohamed Abdoalim
18. G 122 Khadeija Naser Al Ansee
strákar
19. B 61 Abdulelah Alawadi
20 B 107 Majed Yihya Ali Galeb Al Mansoor
21. B 108 Badre Yihia Mal Matari
22. B 110 Badre Abdulkareem Alansee
23. B 32 Abdulrahman Al Maswari
Monday, July 28, 2008
Fleiri styrktarmenn- vantar upplýsingar frá um helmingi
Þetta eru Matarisysturnar. Hanak vantar þó á myndina.
Sæl öll
Undirtektir mjög góðar en hef ekki heyrt frá ansi mörgum. Bið fólk lengstra orða að láta mig vita ef þeir geta ekki tekið krakkana. Það er ekkert athugavert við það, aðstæður geta breyst og allt það. En nauðsynlegt að vita um það. Fékk send tíu ný nöfn frá Nouriu áðan og hef látið þá vita sem óskuðu eftir að taka börn að sér. Alls ættu börnin sem við styrkjum að verða um 127 en staðfesting er komin um
helming þess hóps.
Þegar allt er komið set ég heildarlistinn inn á linkinn okkar.
Staðfesting komin til viðbótar frá eftirfarandi:
stúlkur:
31. Þorgerður Sigurjónsdóttir(ný) Nusaiba Jamel Sharaf Alsalwee(G13)NÝ
32. Helga Sverrisdóttir Azhar Abdul Malik AlBadani( G51)
33. Margrét Pála Ólafsd/Hjallastefnan Amna Kasim RezQ AlJofi (G95)
34 Margrét Pála Ólafsd/Hjallastefnan Amani Abdulkarem Alunsee(G97)
35.Margrét Pála Ólafsd/Hjallastefnan Zaynab Yahya AlHayme (G103)
36.Margrét Guðmundsd/Brynjólfur Kjartanss Shada Yihia Galeb Almansoor ( G119)
37 Jarlsstaðavalkyrjurnar Shada Yousuf Moh.Alsammee( G44)(ný)
38. Hervör Jónasdóttir/Helgi Ágústsson(ný) Hekmat Amin Alkamel (G81) NÝ
39. Birna Sveinsdóttir Ahlam Abdoullah Al Keybsee(G 121)
40.Birna Sveinsdóttir Aida Yeheia AlAnsee (G 61)
41.Birna Sveinsdóttir Aysha Abdallah Kareem AlAnsee (G 60)
42. Ásdís Halla Bragadóttir Ama Mohammed Shiek (G105)
43. Ásdís Halla Bragadóttir Garam Abdullah AlSharabi(G79)
44. Herdís Jónsdóttir(NÝ) Thuraia SharafAlsalwee(G116)NÝ
45. Kristín Björk Jóhannsdóttir Tarwat Yusaf Al Same (G102)
46. Bryndís Símonardóttir SamarYeheia Al Haymee (G 64)
47. Guðríður Helga Ólafsdóttir Gada Farooq AlShargabi (G48)
48. Sigríður G. Einarsdóttir Sara Moh.Aleh AlRemei(G19)
49. Matthildur og Ágúst Valfells(Ný) Lowza Mohammed Ahmed Omar(G112)NÝ
50. María Sigurðard/Jón Hjartarson (Ný) Reda Yehya Qaleb Alansee (G43)NÝ
51. Guðbjörg Árnad/Guðmundur Sverriss Arzaq Hussan AlHyme(G101)
52. Valborg Sigurðardóttir Maryam Saleh Al Jumhree(G56)
53. Valdís B. Guðmundsd/Halldóra Pétursd Reem Farooq AlShargabi (G54)
54. Stella Stefánsdóttir Kload Mohammed AlRemee( G5)
55. María Kristleifsdóttir Bodore Naji Obad(G42)
56. Bára Ólafsd/Eiríkur Haraldsson Rehab Hussan AlShameri( G111)
57. Ólöf Arngrímsdóttir Abir Abdo AlZabibi(G6)
58. Aðalbjörg Karlsdóttir Ranya Yessin AlShebani (G106)
59. Sjöfn Óskarsd/Árni Gunnarsson (Ný) Entedar Hamid Al Harbee(G64)
60. Sigrún Tryggvadóttir Fatima Samir Al Radee (G 53)
61. Vilborg Sigurðard/Vikar Pétursson(ný) Intesar Yehea Al Radi(G 77)
62. Kristín Ásgeirsd.Johansen(ný) Shymaa Abdulmalik Al Badani(G 75)
63. Bjarnheiður Guðmundsdóttir Fatten Sharaf Al Kadsee(B47)
64. Ragnheiður Jónsdóttir Fatima Abdullah AlBabass(G50)
65. Kristín Sigurðard/Geir Þráinsson Rawia Ali Hamood Al Jobi (G 22)
66. Sveinbjörg Sveinsdóttir(Ný) Tagrid Ahmed Abdull Ayash(G 115)Ný)
67. Eygló og Eiður Guðnason(Ný) Fayuma Nasr Ahmed AlJakey(G 117)Ný
68. Aðalheiður Bragadóttir(ný) Bashayeer Nabil Abbas(G7)Ný
69. Auður Finnbogadóttir Raqed Kamal Al Zonome (G113)
70. Kolbrá Höskuldsd/Magdalena Sigurðard Hadeel Kamal Al Zonome(G 114)
strákar:
19. Margrét Pála Ólafsd/Hjallastefnan Yuser Ali Mohammed Alamree (B 90)
20. Birna Sveinsdóttir Maher Moh. AlRadwan( B4)
21. Margrét Herm. Auðardóttir Ayman Yassin Moh. AlShebani(B116)
22. Inga Jónsd/Þorgils Baldursson Raad Kamal Al Znome(B15)
23.Bára Ólafsd/Eiríkur Haraldsson Majed Al Oluwefee (B56)
24.Bára Ólafsd/Eiríkur Haraldsson Mohammed AlOluwefee (B58)
25. Edda Ragnarsdóttir Mohammed Nagi Obad ( B44)
26. Alma Hrönn Hrannardóttir Basheer Nabil Ahmed Abass(B 113)
27. Ásdís Kvaran Þorvaldsdóttir Amjad Derhem Al Selwi(B60)
28. Guðjón Guðmundsson Ahmed Noman AlWadi(B62)
29. Kristín Sigurðard/Geir Þráinsson Galeb Yeheia Alansee (B48)
30. Anita Jónsd/Örnólfur Hrafnsson Hussein Magraba(B54)
Gaman að segja frá því hvað margir eru tilbúnir að leggja verkefninu og markaðnum lið.
Var að sækja málverkið sem Guðmunda Kristinsdóttir gefur. Afskaplega fallegt. Heitir Sumar. Einir ellefu listamenn hafa vinnustofur þarna og ein listakonan Guðlaug Friðriksdóttir hafði heyrt um markaðinn frá Guðmundu og gaf málverkið Karabíska hafið. Og allt gengur einstaklega vel og aðgerðarhópurinn undir forsjá Sigþrúðar á fljúgandi ferð að undirbúa markaðinn.
Ég sendi fyrir nokkru nákvæmar upplýsingar um hvað Líbu og Sýrlandsfarar ættu að greiða um mánaðamót svo ég vænti þess það sé á hreinu. Nokkrir Sýrlandsfarar hafa lokið greiðslu, gott mál það. Mun taka það nærri mér ef ég þarf að nuða um skil við næstu mánaðamót.
Thursday, July 24, 2008
SÍÐUMÚLI 15 - leiðrétting-leiðrétting- listi yfir krakka og stuðningsmenn
Hér er áríðandi leiðrétting:
Húsnæðið okkar fyrir varninginn er í Síðumúla 15, endurtek Síðumúla 15. Bið forláts á því að þessi villa slæddist inn.
Tek fram að ég sendi seinna í dag ÖLLUM þeim sem hafa farið í Jemenferðir imeil um opnunardaginn 30.júlí og þætti vænt um að sem flestir þeirra kæmu þangað. Sumir hafa ekki netfang svo ég bið blíðlega um að það sé þá látið berast. Gaman væri að sjá þar sem flesta úr ferðunum. Allir velviljaðir eru vitanlega hjartanlega velkomnir. Duggulítil uppákoma og huggulegheit plús vinna við varning.
Þætti vænt um ef þið kæmuð með dót, bæði sem þið ætlið að lána svo sem hnífa, pils og endilega TÓNLIST.
Og svo það sem þið viljið gefa. Alls konar af öllu tagi. Kjörið tækifæri til að taka til í skápunum og gefa hvers kyns gamlar- eða nýjar- flíkur sem þið hafið ekki tímt að henda eða eruð hætt að nota eða passa einhverra hluta vegna ekki lengur.
Opnunartími sem hér segir:
Miðvikudagur 30.júlí 16-20
Þriðjudagur 5.ág. 16-20
Miðvikudagur 6.ág 16-20
Fimmtudagur 7.ág 11-13
Þriðjud 12.ág 16-20
Miðvikudagur 13.ág 16-20
Fimmtudagur 14.ág 11-13
Laugardagur 16.ág 10-16
Þriðjud. 19.ág 16-20
Miðvikud 20.ág 16-20
Fimmtud 21.ág 11-13
Laugard 23.ág 10-13
Þriðjud 26.ág 16-20
Miðvikud 27.ág 16-20
Fimmtud 28.ág 11-13
Orðsending til Sigríðar Ásgeirsd ef hún er í bænum: flott væri að fá að láni jemenska svarta dressið. Sama til þeirra sem hafa keypt sér kvenfatnað í Jemen. Við hyggjumst gefa fólki kost á að máta svona dress í PERLUMARKAÐNUM og láta taka af sér mynd (upplögð á næsta jólakort til dæmis).
Nouria sendir mér á næstu dögum nokkur ný stúlkubörn sem vantar stuðning. En umfram allt þarf að fá svör frá þeim sem styðja börnin nú þegar.
Menn skuldbinda sig aðeins til árs í senn þarf ég að fá staðfestingu frá ykkur. Aðstæður geta breyst og ég vil ekki ganga út frá því sem gefnu að allir haldi áfram.
Veit að mjög margir vilja styrkja krakkana og telja það sjálfsagt. En til að allt sé nú rétt verð ég að heyra frá stuðningsmönnunum.
Hér er listi yfir þá sem þegar hafa staðfest. Það er glæsilegt á fáeinum dögum að hafa fengið þetta marga. Takk fyrir það. En mér þykir aðkallandi að fleiri láti mig vita. Mér er ljóst að margir eru í burtu í fríum en stuðningsmenn vita að um þetta leyti árs fara krakkarnir að skrá sig. Hafið því samband sem allra fyrst.
Drengir:
1.Ingvar Teitsson Ahmed Abdulmalik AlAnssee (B 40)
2.Ásdís Stefánsdóttir Mohammed Hasan Al Shameri (B 35)
3,Guðmundur Pétursson: Wadee Abdoullah AlSharabi (B17)
4.Helga Kristjánsdóttir: Jamal Hamid AlShamree (B 18)
5.Sigríður Halldórsdóttir: Yihya Nasaer AlAnsee (B 106)
6.Loftur Þór Sigurjónsson: Foud Naji AlSalmee (B 109)
7.Loftur Þór Sigurjónsson: Nyel Salman AlShorefi (B30)
8.Eva Yngvadóttir/Sigurjón Sigurjónsson: Ali Najeeb Lbib Alademe(B111)
9.Sesselja Bjarnad(Ríkharð Brynjólfsson: Hosam Salman AlShorefi (B29)
10.Pétur Jósefsson: Adnan Ahmed Saleh AlHombose (B 120)
11.Eyþór Björnsson(Nýr): Mohammed Jameel AlSlwee (B10)
12.Ingunn Sigurpálsd/Garpur Elísabetarson Amjed Daeq AlNamous (B 9)
13.Guðlaug Pétursdóttir: Adel Mohammed Radwan AlHyshary (B2)
14.Högni Eyjólfsson Rabee Abdoullah AlSharabi (B3)
15.Hrafnhildur Baldursdóttir Ibrahim Ahmed Qarase (B 112)
16.Guðný Ólafsdóttir Abdulrahman Noman Alwadi (B62)
17.Sif Arnarsdóttir Abdullah Sameer AlRadee (B105)
18.Áslaug Pálsdóttir,Kristján Arnarsson: Amar Thabet AlRyashi (B28)
Stúlkur:
1.Ingvar Teitsson Hanadi Abdulmalek AlAnsee (G71)
2.Guðrún Halla Guðmundsd Fatten Bo Belah (G15)
3.Catherine Eyjólfsson Busra sharaf AlKadsee ( G46)
4.Birta Björnsdóttir Uesra Mohammed Alremee (G10)
5.Kolbrún Vigfúsdóttir: Reem Yessin AlShebani (G 107)
6.Fríða Björnsdóttir: Heba Yessin AlShebani (G 108)
7.Herdís Kristjánsdóttir Hanan Galeb AlMansoor (G 118)
8.Herdís Kristjánsdóttir Asma Ahmed Attea (G 62)
9.Herdís Kristjánsdóttir Haseina Naser Mohm.Alansee ( G 84)
10.Dóminik Pledel Jónsson Takeyah Mohammed AlMatari (G 9)
11.Guðrún Ólafsdóttir Hind Bo Belah (G 11)
12.Hulda Waddel/Örn Valsson Rasja Abdohizam AlQadsi (G 25)
13.Jóhanna Kristjónsdóttir Nassim Abdulhakim AlJoned (G 29)
14.Þóra Jónasdóttir Gedah Mohamed AlNaser (G34)
15.Jóna Einarsd/Jón H. Hálfdanars Hanan Mohammed AlMatari (G 32)
16.Ragnhildur Árnadóttir Feyrús Mohamed Al Hamayari (G37)
17.Ragnhildur Árnadóttir Sumah Hameed Al Hashemee (G 94)
18.Þorgerður Þorvaldsd/Kristján Edvardss Leqaa Yaseen Alshybani (G 26)
19.Þorgerður Þorvaldsd/Kristján Edvardss Reem Abdo Alkyshani (G 31)
20.Svala Jónsdóttir Safwa Sadak Al Namoas(G 52)
21.Inga Hersteinsdóttir Hayat Mohammed Al Matari (G 23)
22.Eva Pétursdóttir/Axel Axelsson Soha Hamed AlHashamee (G109)
23.Eva Pétursdóttir/Axel Axelsson Sameha Hamed AlHashamee ( G110)
24.Ingveldur Jóhannesdóttir Ahlam Abdulhamid AlDobibi (G17)
25.Litla fjölskyldan Hanak Mohmammed AlMatari (G 40)
26.Guðlaug Pétursdóttir Leebia Mohammed AlHamery (G 27)´
27.Birna Karlsdóttir Ahlam Yahya Hate, (G 41)
28.Guðrún S. Guðjuónsdóttir Sabreen Farooq AlShargabi(G49)
29.Guðrún S. Guðjónsdóttir Ayda Abdullah Alansee(G98)
30. Rannveig Guðmundsd/Sverrir Jónsson Nawal Moh. AlHymee (G90)
Húsnæðið okkar fyrir varninginn er í Síðumúla 15, endurtek Síðumúla 15. Bið forláts á því að þessi villa slæddist inn.
Tek fram að ég sendi seinna í dag ÖLLUM þeim sem hafa farið í Jemenferðir imeil um opnunardaginn 30.júlí og þætti vænt um að sem flestir þeirra kæmu þangað. Sumir hafa ekki netfang svo ég bið blíðlega um að það sé þá látið berast. Gaman væri að sjá þar sem flesta úr ferðunum. Allir velviljaðir eru vitanlega hjartanlega velkomnir. Duggulítil uppákoma og huggulegheit plús vinna við varning.
Þætti vænt um ef þið kæmuð með dót, bæði sem þið ætlið að lána svo sem hnífa, pils og endilega TÓNLIST.
Og svo það sem þið viljið gefa. Alls konar af öllu tagi. Kjörið tækifæri til að taka til í skápunum og gefa hvers kyns gamlar- eða nýjar- flíkur sem þið hafið ekki tímt að henda eða eruð hætt að nota eða passa einhverra hluta vegna ekki lengur.
Opnunartími sem hér segir:
Miðvikudagur 30.júlí 16-20
Þriðjudagur 5.ág. 16-20
Miðvikudagur 6.ág 16-20
Fimmtudagur 7.ág 11-13
Þriðjud 12.ág 16-20
Miðvikudagur 13.ág 16-20
Fimmtudagur 14.ág 11-13
Laugardagur 16.ág 10-16
Þriðjud. 19.ág 16-20
Miðvikud 20.ág 16-20
Fimmtud 21.ág 11-13
Laugard 23.ág 10-13
Þriðjud 26.ág 16-20
Miðvikud 27.ág 16-20
Fimmtud 28.ág 11-13
Orðsending til Sigríðar Ásgeirsd ef hún er í bænum: flott væri að fá að láni jemenska svarta dressið. Sama til þeirra sem hafa keypt sér kvenfatnað í Jemen. Við hyggjumst gefa fólki kost á að máta svona dress í PERLUMARKAÐNUM og láta taka af sér mynd (upplögð á næsta jólakort til dæmis).
Nouria sendir mér á næstu dögum nokkur ný stúlkubörn sem vantar stuðning. En umfram allt þarf að fá svör frá þeim sem styðja börnin nú þegar.
Menn skuldbinda sig aðeins til árs í senn þarf ég að fá staðfestingu frá ykkur. Aðstæður geta breyst og ég vil ekki ganga út frá því sem gefnu að allir haldi áfram.
Veit að mjög margir vilja styrkja krakkana og telja það sjálfsagt. En til að allt sé nú rétt verð ég að heyra frá stuðningsmönnunum.
Hér er listi yfir þá sem þegar hafa staðfest. Það er glæsilegt á fáeinum dögum að hafa fengið þetta marga. Takk fyrir það. En mér þykir aðkallandi að fleiri láti mig vita. Mér er ljóst að margir eru í burtu í fríum en stuðningsmenn vita að um þetta leyti árs fara krakkarnir að skrá sig. Hafið því samband sem allra fyrst.
Drengir:
1.Ingvar Teitsson Ahmed Abdulmalik AlAnssee (B 40)
2.Ásdís Stefánsdóttir Mohammed Hasan Al Shameri (B 35)
3,Guðmundur Pétursson: Wadee Abdoullah AlSharabi (B17)
4.Helga Kristjánsdóttir: Jamal Hamid AlShamree (B 18)
5.Sigríður Halldórsdóttir: Yihya Nasaer AlAnsee (B 106)
6.Loftur Þór Sigurjónsson: Foud Naji AlSalmee (B 109)
7.Loftur Þór Sigurjónsson: Nyel Salman AlShorefi (B30)
8.Eva Yngvadóttir/Sigurjón Sigurjónsson: Ali Najeeb Lbib Alademe(B111)
9.Sesselja Bjarnad(Ríkharð Brynjólfsson: Hosam Salman AlShorefi (B29)
10.Pétur Jósefsson: Adnan Ahmed Saleh AlHombose (B 120)
11.Eyþór Björnsson(Nýr): Mohammed Jameel AlSlwee (B10)
12.Ingunn Sigurpálsd/Garpur Elísabetarson Amjed Daeq AlNamous (B 9)
13.Guðlaug Pétursdóttir: Adel Mohammed Radwan AlHyshary (B2)
14.Högni Eyjólfsson Rabee Abdoullah AlSharabi (B3)
15.Hrafnhildur Baldursdóttir Ibrahim Ahmed Qarase (B 112)
16.Guðný Ólafsdóttir Abdulrahman Noman Alwadi (B62)
17.Sif Arnarsdóttir Abdullah Sameer AlRadee (B105)
18.Áslaug Pálsdóttir,Kristján Arnarsson: Amar Thabet AlRyashi (B28)
Stúlkur:
1.Ingvar Teitsson Hanadi Abdulmalek AlAnsee (G71)
2.Guðrún Halla Guðmundsd Fatten Bo Belah (G15)
3.Catherine Eyjólfsson Busra sharaf AlKadsee ( G46)
4.Birta Björnsdóttir Uesra Mohammed Alremee (G10)
5.Kolbrún Vigfúsdóttir: Reem Yessin AlShebani (G 107)
6.Fríða Björnsdóttir: Heba Yessin AlShebani (G 108)
7.Herdís Kristjánsdóttir Hanan Galeb AlMansoor (G 118)
8.Herdís Kristjánsdóttir Asma Ahmed Attea (G 62)
9.Herdís Kristjánsdóttir Haseina Naser Mohm.Alansee ( G 84)
10.Dóminik Pledel Jónsson Takeyah Mohammed AlMatari (G 9)
11.Guðrún Ólafsdóttir Hind Bo Belah (G 11)
12.Hulda Waddel/Örn Valsson Rasja Abdohizam AlQadsi (G 25)
13.Jóhanna Kristjónsdóttir Nassim Abdulhakim AlJoned (G 29)
14.Þóra Jónasdóttir Gedah Mohamed AlNaser (G34)
15.Jóna Einarsd/Jón H. Hálfdanars Hanan Mohammed AlMatari (G 32)
16.Ragnhildur Árnadóttir Feyrús Mohamed Al Hamayari (G37)
17.Ragnhildur Árnadóttir Sumah Hameed Al Hashemee (G 94)
18.Þorgerður Þorvaldsd/Kristján Edvardss Leqaa Yaseen Alshybani (G 26)
19.Þorgerður Þorvaldsd/Kristján Edvardss Reem Abdo Alkyshani (G 31)
20.Svala Jónsdóttir Safwa Sadak Al Namoas(G 52)
21.Inga Hersteinsdóttir Hayat Mohammed Al Matari (G 23)
22.Eva Pétursdóttir/Axel Axelsson Soha Hamed AlHashamee (G109)
23.Eva Pétursdóttir/Axel Axelsson Sameha Hamed AlHashamee ( G110)
24.Ingveldur Jóhannesdóttir Ahlam Abdulhamid AlDobibi (G17)
25.Litla fjölskyldan Hanak Mohmammed AlMatari (G 40)
26.Guðlaug Pétursdóttir Leebia Mohammed AlHamery (G 27)´
27.Birna Karlsdóttir Ahlam Yahya Hate, (G 41)
28.Guðrún S. Guðjuónsdóttir Sabreen Farooq AlShargabi(G49)
29.Guðrún S. Guðjónsdóttir Ayda Abdullah Alansee(G98)
30. Rannveig Guðmundsd/Sverrir Jónsson Nawal Moh. AlHymee (G90)
Wednesday, July 23, 2008
Húsnæði fengið í Síðumúla 13 - dagbók Ingvars inn á síðuna. Eyjan Sókotra á heimsminjaskrá
Bílstjórarnir okkar í seinni Jemenferð ásamt viðkomandi JK og Mohammed gæd. Við hliðina á mér er Ahmedinedjad, forseti Írans í dulargervi bílstjórans Abdú
Það var ákaflega gaman hvað menn tóku fagnandi tíðindunum af því að fyrsta barnið sem við styrkjum hjá YERO, Hanak al Matari byrjar í háskólanum í Sanaa í haust. Og annað líka: Ég sagði að Feyrús væri að byrja í 1.bekk í menntó en hún komst upp í 2.bekk. Leiðréttist hér með og gott mál það. Hún er til hins mesta sóma eins og raunar krakkarnir allir.
Ég ætla að biðja fólk að hafa samband um það hvort það styrkir börnin sín áfram. Ef einhver vandkvæði eru á því, bara láta vita. Við hækkum styrkinn upp í 270 dollara og því vilja ýmsir skipta greiðslum. Allt í lagi.
Borga 1.sept og 1.mars.
Sumir greiða líka mánaðarlega. Nýir styrktarmenn eru boðnir hjartanlega velkomnir og beinlínis eftir þeim sóst.
Aðgerðarhópurinn sem undirbýr Perlumarkaðinn hittist í gær. Húsnæði er fengið í Síðumúla 13 og móttaka á gripum, fötum og því sem fólk vill gefa hefst 30.júlí kl. 16-20 og síðan tvisvar í viku og oftar þegar nær dregur. Meira um það.
En vonast til að sjá sem flesta rogast með varning þann 30.júlí.
Bið ykkur lengstra orða og í fullri alvöru að senda þetta á 2-3 og kveikja í þeim. Við verðum að hafa þetta sem myndarlegast.
Fleira er fréttnæmt í dag: jemenska nátturuperlueyjan Sokotra er komin á heimsminjaskrá UNESCO og sú stofnun ætlar líka að eiga frumkvæði að því að koma á fót myndarlegu vísindasafni í Sanaa.
Síðast en ekki síst: Elísabet Ronaldsdóttir tæknistjóri hefur sett dagbók Ingvars Teitssonar úr seinni Jemenferð inn á link. Ingvar sendi mér dagbókarskrif sín og gaf mér alúðlegast leyfi til að setja þau inn á síðuna og hvet ykkur að kíkja þangað. Skemmtileg og skilmerkileg frásögn eins og Ingvars var von og vísa.
Sem sagt: láta berast að þann 30.júlí kl. 16-20 er mótttaka í Síðumúla 13 fyrir gjgafir á markaðinn og hafa samband og segja mér hvort þið hafið tök á að styrkja krakkana ykkar áfram og hvernig þið viljið borga. Þakka þeim sem þegar hafa gert það.
Viljiði einnig láta það berast til áhugasamra um ferðirnar að ég biðji fólk að skrá sig hið allra fyrsta. Við ágústlok er svona alveg í síðasta lagi.
Ætla að lengja Íranferð um einn dag til að við getum skoðað borgina Kashan á leiðinni frá Isfahan til Teheran. Þykist viss um að það mælist vel fyrir.
Minni Líbíufara á ljósrit af vegabréfum. Allnokkur vantar enn.
Tuesday, July 22, 2008
HANAK AL MATARI byrjar í háskólanum í haust!
Sæl öll
Hér eru stór og mikil gleðitíðindi. Fyrsta barnið okkar í Sanaa í Jemen sem stutt er af íslenskum hefur háskólanám í haust.
Það er Hanak Al Matari(G40) -stuðningsmenn hennar er Litla fjölskyldan, Ragnheiður Gyða Jónsdóttir, Oddrún Vala Jónsdóttir og Guðrún Valgerður Þórarinsdóttir.
Mér finnst þetta vera stór tíðindi.
Hanak mun fara í hagfræði og stjórnmálavísindi.Ég vona að menn geri sér grein fyrir því hvað þetta eru miklar og góðar fréttir.
Hanak er úr stórri fjölskyldu og þrjár systur hennar eru einnig studdar af Íslendingum. Foreldrarnir eru bláfátækir, faðirinn er húsvörður í verksmiðju í Hadda og fær húsnæðið frítt - 2ja herb. íbúúð- en engin laun. Móðirin vinnur við ræstingar. Ég kom til þeirra með Nouriu í fyrra og var agndofa yfir því að þarna bjó níu manna fjölskylda, allt var fátæklegt en einstaklega hreint og snyrtilegt.
Foreldrarnir eru afar þakklátir fyrir þann stuðning sem stúlkurnar hljóta og móðirin hefur sótt fullorðinsfræðslunámskeiðin og lætur sig dreyma um að setja á stofn litla saumastofu seinna meir.
ÖLL börnin okkar munu halda áfram og öll komust á milli bekkja. Feyrús sem Ragnhildur Árnadóttir styrkir byrjar nú í menntaskóla, þrátt fyrir að hún stríðir við veikindi og er töluvert eldri en sambekkingar hennar og 3ja barna móðir.
Ég fékk bréf frá Nouriu áðan með þessum góðu fréttum. Við verðum að hækka framlagið í 270 dollara með hverju barni. Bið fólk vinsamlegast að láta vita hvort það verður áfram með sín börn. Menn geta sem hægast skipt greiðslu vegna hækkunar og vegna gengisbreytinganna.
Einnig bendi ég á að nokkrir eru með fleiri en eitt og ef þeir sjá sér ekki fært að halda áfram stuðningi við fleiri en eitt þá er ekki að efa að við getum útvegað nýja stuðningsforeldra þar sem allmargir eru á biðlista núna og vilja taka að sér börn. Endilega láta mig vita.
Þá skal tekið fram að þegar í háskóla er komið er gjaldið þúsund dollarar á ári. Nú vill svo til að ég keypti eina mynd eftir Hanak þegar ég var í Jemen með seinni hópinn í vor. Þessa mynd set ég á markaðinn okkar þann 30.ágúst og hyggst láta kynna hana sérstaklega og biðja fólk að borga fyrir hana 700 dollara. Svo litla fjölskyldan mundi þá leggja fram 300 dollara? Hvað segir hún um það?
Og verið svo góð að svara mér eins fljótt og þið getið og hvernig þið viljið greiða. Munið að reikningurinn er 1151 15 551212 og kt 1402403979.
Ég er svo hreykin af krökkunum okkar og vona að menn átti sig á því að þetta er ekki aðeins stór dagur fyrir þau heldur líka fyrir okkur stuðningsmennina. Hjálp okkar er vissulega að skila merkilegum árangri. Húrra fyrir því.
Hér eru stór og mikil gleðitíðindi. Fyrsta barnið okkar í Sanaa í Jemen sem stutt er af íslenskum hefur háskólanám í haust.
Það er Hanak Al Matari(G40) -stuðningsmenn hennar er Litla fjölskyldan, Ragnheiður Gyða Jónsdóttir, Oddrún Vala Jónsdóttir og Guðrún Valgerður Þórarinsdóttir.
Mér finnst þetta vera stór tíðindi.
Hanak mun fara í hagfræði og stjórnmálavísindi.Ég vona að menn geri sér grein fyrir því hvað þetta eru miklar og góðar fréttir.
Hanak er úr stórri fjölskyldu og þrjár systur hennar eru einnig studdar af Íslendingum. Foreldrarnir eru bláfátækir, faðirinn er húsvörður í verksmiðju í Hadda og fær húsnæðið frítt - 2ja herb. íbúúð- en engin laun. Móðirin vinnur við ræstingar. Ég kom til þeirra með Nouriu í fyrra og var agndofa yfir því að þarna bjó níu manna fjölskylda, allt var fátæklegt en einstaklega hreint og snyrtilegt.
Foreldrarnir eru afar þakklátir fyrir þann stuðning sem stúlkurnar hljóta og móðirin hefur sótt fullorðinsfræðslunámskeiðin og lætur sig dreyma um að setja á stofn litla saumastofu seinna meir.
ÖLL börnin okkar munu halda áfram og öll komust á milli bekkja. Feyrús sem Ragnhildur Árnadóttir styrkir byrjar nú í menntaskóla, þrátt fyrir að hún stríðir við veikindi og er töluvert eldri en sambekkingar hennar og 3ja barna móðir.
Ég fékk bréf frá Nouriu áðan með þessum góðu fréttum. Við verðum að hækka framlagið í 270 dollara með hverju barni. Bið fólk vinsamlegast að láta vita hvort það verður áfram með sín börn. Menn geta sem hægast skipt greiðslu vegna hækkunar og vegna gengisbreytinganna.
Einnig bendi ég á að nokkrir eru með fleiri en eitt og ef þeir sjá sér ekki fært að halda áfram stuðningi við fleiri en eitt þá er ekki að efa að við getum útvegað nýja stuðningsforeldra þar sem allmargir eru á biðlista núna og vilja taka að sér börn. Endilega láta mig vita.
Þá skal tekið fram að þegar í háskóla er komið er gjaldið þúsund dollarar á ári. Nú vill svo til að ég keypti eina mynd eftir Hanak þegar ég var í Jemen með seinni hópinn í vor. Þessa mynd set ég á markaðinn okkar þann 30.ágúst og hyggst láta kynna hana sérstaklega og biðja fólk að borga fyrir hana 700 dollara. Svo litla fjölskyldan mundi þá leggja fram 300 dollara? Hvað segir hún um það?
Og verið svo góð að svara mér eins fljótt og þið getið og hvernig þið viljið greiða. Munið að reikningurinn er 1151 15 551212 og kt 1402403979.
Ég er svo hreykin af krökkunum okkar og vona að menn átti sig á því að þetta er ekki aðeins stór dagur fyrir þau heldur líka fyrir okkur stuðningsmennina. Hjálp okkar er vissulega að skila merkilegum árangri. Húrra fyrir því.
Saturday, July 19, 2008
Nú fer að verða tímabært að skrá sig í ferðir næsta árs
Frá piparkökuborginni Sanaa í Jemen. Þangað er ferð ca 29.maí-13.júní. Nú höfum við efnt til alls sex ferða um þetta einstaka land sem langoftast hefur þau áhrif á okkar fólk að þar verður eftir duggulítill hluti af hjartanu.
Ég birti þessar myndir af góðri og gildri ástæðu:
Það fer að verða tímabært að skrá sig í ferðir VIMA 2009. Nokkrir hafa raunar þegar gert það en ég verð að fá á hreint vilja ýmissa sem hafa tjáð áhuga en ekki kveðið upp úr með það.
Mynd frá Kákasus. Stórkostleg landslagsfegurð. Einstök ferð og öðruvísi en hinar (hvorki í plús né mínus þó) held ég sé óhætt að segja. Kákasuslöndin þrjú eru ólík en öll sérlega falleg, fólkið spennandi og lífsglatt.
Við fórum fyrstu ferð þangað í fyrra og nú er næsta ferð ætluð í byrjun maí. Hún verður 18 dagar. Byrjað í Azerbadjan, síðan tekur Georgía við og loks Armenía.
Íransferðirnar hafa tvímælalaust slegið í gegn síðan við byrjuðum að fara þangað.
Nú eru ferðir þangað orðnar fjórar á þremur árum. Næsta ferð er í apríl, um páskana 2009 sem þýðir t.d að m.a kennarar ættu að nota tækifærið en þeir eiga erfitt með að komast í ferðir á veturna og á sumrin förum við hvergi, þá er einfaldlega alltof heitt í veðri.
Vatnshjólin í Hama í Sýrlandi.
Upphaflega var ætlunin að fara eina eða tvær ferðir. Nú eru þær hins vegar orðnar ríflega tuttugu. Áttunda ferðin til Sýrlands er nú í sept og uppseld. Ferð 2009 er í mars og þá verður Líbanon vonandi tekið með aftur.
Og svo er það silkilandið Óman. Þangað hafa verið tvær ferðir og fyrirhuguð sú næsta í febr. n.k. Þar sem hótelpláss er af skornum skammti get ég ekki haft Ómanferðina inni lengi ef ég fæ ekki viðbrögð. Abdúlla, gædinn okkar öðlingsgóði í síðustu ferð hefur komið á laggirnar lítilli ferðaskrifstofu og hafði samband við mig í gær(föstudag) því hann sendi mér nýja áætlun enda hefur ferðaskrifstofan sem við skiptum við áður lagt upp laupana.
Annað:
Seinna í dag eða á morgun mun ég senda öllum Líbíuförum tilkynningar um hvað hverjir eiga ógreitt.
Bið einnig um ljósritin af fyrstu fjórum vegabréfssíðunum vegna Líbíuferðanna beggja en býst ekki við að þurfa að senda út vegabréfin. All nokkur ljósrit hafa borist en miklu fleiri vantar. Drífa í því vinsamlegast.
Perlumarkaðurinn:
Þakka fyrir góðar undirtektir en samt væri ljúft að heyra frá fleiri félögum. Eru ekki einhverjir sem vilja nota tækifærið og grisja í skápunum sínum. Og uppskriftin að Fatímuköku send til "bakara" í næstu viku.
Af þátttakendum sem fóru í ferðirnar til Egyptalands, Íran og í Jemen/Jórdaníuferðirnar var upp undir það helmingur nýr. Gaman að því hvað endurnýjun hefur verið góð. Það er nauðsynlegt að hafa heppilega blöndu reyndra VIMAfélaga og nýrra.
Vinsamlegast sendið slóðina áfram til sem allra flestra.Það er einhver með veritascapital addressu. Hver er það? Og ef þið vitið til þess að fólk hefur skipt um netfang, tilkynna alúðlegast. Takk fyrir
Ekki meira í bili.
Tuesday, July 15, 2008
Líbíufólk vinsamlegast sendið mér vegabréfsljósrit
Sæl veriði
Þarf að biðja ykkur Líbíufara í báðum ferðum að senda mér, annað hvort í pósti eða í tölvu ljósrit af fyrstu síðunum í vegabréfunum ykkar.
Hef farið í gegnum þau sem ég hef úr fyrri ferðum.
Og tekið skal fram að sum ljósritin eru svo slæm að ég þarf að biðja um að þau verði send aftur til mín. Mega ekki vera of dökk.
Í fyrri ferð hef ég ljósrit af vegabréfi Jóns Helga og Jónu. Hef einnig Ingu Hersteinsd, Sjöfn og Árni hafa komið til mín sínum,Guðrúnar Margotar og Hrannar væntanleg, takk fyrir, þar með upp talið
Í seinni ferð hef ég ljósrit af vegabréfi Guðm. Pé, Högna, Hrafnhildar Baldursd, Margrétar og Brynjólfs. Önnur vantar/ eru ekki brúkleg eða úr gildi fallin. Vegabréf skal vera gilt í 6 mánuði eftir að ferð lýkur. Ath. það.
Þetta þyrfti að koma til mín á næstu tveimur vikum.
Gjöra svo vel og láta þá sem eru ekki með netfang vita um málið.
Sýrlandsfarar hafa lokið greiðslu en nokkrir eiga eftir að borga hækkunina, 20 þús og gera það um næstu mánaðamót. Fundur með Sýrlandsförum rétt upp úr 20.ág. og myndakvöld Jemenfara í fyrstu og annarri ferð nokkru eftir það. Hafa það í huga ljúflegast.
Af persónulegum ástæðum verður ekki af því að ég komist til Úzbekistan í sumar. Það bjargast vonandi og ferðin er á plani haustið 2009 eins og ætlun var.
Mig vantar tilkynningar frá þeim sem höfðu látið í ljós áhuga t.d á Kákasus og Líbanon/Sýrlandi, eiginlega almennt um ferðirnar 2009. Því fyrr sem fólk lætur vita því fyrr get ég gengið frá verði. Svo þetta er öllum í hag.
Munið svo að fylgjast með markaðnum og láta mig endilega vita ef þið viljið leggja hönd á plóg annað hvort með vinnu eða einhverju fatakyns eða hverju svo sem. Kjörið að grisja í skápum.
Friday, July 11, 2008
Súkinn- í Perlunni. Skoðið hlekkinn efst á síðunni
Tæknistjórinn okkar, Elísabet Ronaldsdóttir setti fyrir mig auglýsingu, tilmæli og upplýsingu um markaðinn væntanlega í Perlunni efst á síðuna hægra megin. Þar geta menn lesið um þetta væntanlega ævintýri sem ég vona að sem flestir taki þátt í og skili duglega í bygginguna okkar í Sanaa.
Mig langar einnig að biðja hvern og einn að senda þetta áfram á amk. 4 svo að berist sem víðast.
Þið sjáið að þetta getur orðið hið mesta hopp og hí. Takið hvatningunni.
Verð svo í sambandi við þá sem hafa boðið fram hnífa, pils eða dress í sambandi við dansinn, fljótlega upp úr helginni.
Thursday, July 10, 2008
Á leið til Miðasíu innan tíðar-insjallah
Dansstúlka frá Ferghanadalnum í Úzbekistan
Ég þakka kærlega undirtektir við beiðnum um hnífa og búninga og sé ekki betur en þetta sé langt í komið. Mættu þó einhverjir láta heyra í sér sem eiga belti líka því sumir hafa keypt hnífana staka.
Að öðru leyti: ég er að stússa við að undirbúa að komast í rannsóknarferð til amk Úzbekistan í lok mánaðarins. Kannski get ég skotist yfir til Kyrgistan líka.
Gallinn er að flugfargjöld eru mjög dýr. Ferðir innan landanna virðast mjög svo viðráðanlegar. Þetta gæti því orðið nokkuð dýr ferð. En við skulum bara sjá til.
Ef ég kemst á þeim tíma sem ég er að íhuga mun ég senda ÖLLUM Líbíuförum bréf áður og rekja nákvæmlega hvað hver hefur greitt og hvenær. Við Gulla sátum yfir þessu í gær og það er æði misjafnt hvað menn eiga eftir. Þá mun ég óska eftir að með sept.greiðslu verði einnig greitt hótel og morgunverður í London sem er 8 þús. fyrir tveggja manna herbergi og 11.500 fyrir eins manns. Sömuleiðis sem svarar 10 dollurum fyrir áritun og sérbýlinga í báðum ferðum borga þá sem svarar 160 evrum.
Það þarf ekki að taka fram að ég mun taka það sem persónulega óvirðingu (! - jú, ég er að tala í alvöru) ef ekki verður greitt á réttum tíma. Bara svoleiðis.
Og frystikistan mín er ekki þægilegur dvalarstaður. Hún rúmar ekki marga með góðu móti.
Tuesday, July 8, 2008
Senn vantar mig hnífa að láni- og fleira smálegt
Góðan dag
Senn væri gott að heyra frá þeim sem vildu lána okkur jambia- jemenska hnífinn- til að undirbúa dansana á Perlumarkaði 30.ág. Veit að ýmsir eiga einnig annað hvort pils eða heil dress og höfuðbúnað. Væri afar alúðlegt ef menn vildu lána þetta. Við þurfum svona 8-10 stk. ekki meira.
Sýrlandsferðin hækkar um 20 þúsund krónur. Minna gat það ekki verið og ég er alls hugar fegin því. Menn geta greitt þá upphæð um næstu mánaðamót en sumir hafa raunar þegar gert það upp. Takk fyrir það.
Ég hef sagt Líbíuförum að um næstu mánaðamót fá allir sent yfirlit yfir hvað þeir eiga eftir að borga því fólk hefur stundum verið að slumpa inn á reikninginn og finnst þá sem þeir hafi borgað miklu meira en raunin er. Gulla pé fer yfir þetta með mér svo enginn vafi sé á neinu.
Ef fólk getur ekki borgað þá upphæð sem er á áætluninni hvort sem það er þessi ferð eða önnur er nauðsynlegt að það láti vita - og það hafa sumir gert með sóma og sann.
Það hafa tvær bæst við í seinni Líbíuferðina og séu þær velkomnar. Bæti ekki við fleiri þátttakendum.
Ég lofaði að rukka ekki. Mér finnst það í aðra röndina fáránlegt þegar allir hafa fengið sínar áætlanir. En ég get ekki orða bundist: af hverju getur fólk ekki greitt á tilsettum tíma? Ég er að verða svo frústreruð að hugsanir sækja á um að draga úr þessum ferðum eða láta borga alla upphæðina strax við pöntun.
Sem betur fer á þetta ekki við um alla. Mikill meirihluti félaga er snöggur og borgar á réttum tíma. Sýnir þá sjálfsögðu kurteisi og skilvísi.
En þetta getur ekki gengið svona. Greiðslur eru allar miðaðar við peninga sem ég þarf að senda viðkomandi ferðaskrifstofum eða flugfélögum og ég hef ekki neina varasjóði til að leita í.
Ég vænti að allir geti skoðað sínar bankakvittanir ef þeir eru í vafa og séð svart á hvítu hvað þeir hafa borgað og dregið þar með ályktun um hvað þeir eiga ógreitt.
Ég neyði ekki fólk í þessar ferðir heldur kýs það sjálft. Það er lágmark að menn standi við áætlanir eða láti að öðrum kosti vita.
Ólafur S. öðlingur hefur komið til mín vídeoinu af Baaradönsunum, það er fínt og bestu þakkir. Nú hefjast senn æfingar á þeim. Þess vegna kæmu hnífar og dress sér vel.
Sunday, July 6, 2008
Ég þarf að segja ykkur
frá hækkun á Líbíuferð. Hún hækkar um 25 þúsund krónur og það telst vel sloppið. Jafnframt hef ég lokið við að greiða fargjöld til og frá Líbíu svo og ferðirnar báðar og fengið staðfest að ekki hækkar meira. Það tókst með fyrirgreiðslu SPRON því enn eru eftir nokkrar Líbíugreiðslur og meira að segja hafa ekki allir borgað júlí.
Sem er ekki viðunandi satt best að segja.
EN
í áætluninni er tekið fram að EKKI sé innifalin gisting í London og heldur ekki áritun til Líbíu.
Þetta var áður með í verði en ég átti ekki kosta völ.
Gisting í London kostar 8 þús. á tvo saman í herbergi, þ.e. 4 þúsund á mann. Eins manns herbergi er dýrara en ég hef ekki fengið upplýsingar um hvað það kostar. Áritun kostar sem svarar 10 dollurum.
Þetta er því 4.800 kr. á flesta en eitthvað meira fyrir þá sem eru í eins manns herbergi og telst varla til tíðinda.
Þetta er skrifað að einu gefnu tilefni þar sem augljóst var að búist var við langtum meiri hækkun en 29.800 kr. Það bréf mun hafa verið sent á fleiri í ferðinni.
En hér er málið klárt og kvitt og ég vona að það sé nú út úr heiminum.
Ef fólk hefur einhverjar fyrirspurnir/athugasemdir/gagnrýni leyfi ég mér að óska eftir því á að skrifi beint til mín.
Sem er ekki viðunandi satt best að segja.
EN
í áætluninni er tekið fram að EKKI sé innifalin gisting í London og heldur ekki áritun til Líbíu.
Þetta var áður með í verði en ég átti ekki kosta völ.
Gisting í London kostar 8 þús. á tvo saman í herbergi, þ.e. 4 þúsund á mann. Eins manns herbergi er dýrara en ég hef ekki fengið upplýsingar um hvað það kostar. Áritun kostar sem svarar 10 dollurum.
Þetta er því 4.800 kr. á flesta en eitthvað meira fyrir þá sem eru í eins manns herbergi og telst varla til tíðinda.
Þetta er skrifað að einu gefnu tilefni þar sem augljóst var að búist var við langtum meiri hækkun en 29.800 kr. Það bréf mun hafa verið sent á fleiri í ferðinni.
En hér er málið klárt og kvitt og ég vona að það sé nú út úr heiminum.
Ef fólk hefur einhverjar fyrirspurnir/athugasemdir/gagnrýni leyfi ég mér að óska eftir því á að skrifi beint til mín.
Saturday, July 5, 2008
Verð að skýrast- ath vegabréfsupplýsingar
Frá hakavati í Damaskus. Fyrri Sýrlandsfarar kannast ugglaust við sögumanninn
Sæl öll
Hef sent Líbíuförum öllum upplýsingar um verðbreytingar. Einnig liggur senn fyrir hvað Sýrlandsferðin í sept. hækkar. Stjórinn okkar þar virðist afar mildur en flugfargjöld rjúka upp úr öllu. Þetta er óhjákvæmilegt og ég er þakklát fyrir skilning því mér finnst þetta einstaklega óskemmtilegt.
Þegar ég var að púsla við vegabréfalista v/líbíuferðanna sá ég að vænn hópur hlýtur að hafa fengið nýtt vegabréfsnúmer og þætti vænt um að menn sendu mér ný vegabréfnúmer, útgáfudag og gildistíma.Ath að vegabréf verður að vera gilt í amk. 6mánuði eftir að ferð lýkur. Þetta hef ég raunar sagt nokkrum sinnum áður. Hið allra fyrsta svo það sé frá. Seinna þarf ég svo að biðja menn að koma annað hvort til mín ljósritum af vegabréfunum eða senda mér þau skönnuð.
Það hefur rignt inn jákvæðum bréfum um vilja til að leggja hönd á plóg við PERLUmarkainn 30. ág. og það þykir mér mjög vænt um. Góðum hug og höndum er tekið fagnandi. Ekki gleymi ég að taka fram að listakona í VIMA, Guðmunda Kristinsdóttir, hefur boðist til að gefa málverk eftir sig. Það er glæsilegt.
Ég ítreka hvatningu til áhugasamra fyrir 2009 að tjá sig. Það hefur lítið heyrst frá þeim sem áður vildu fara til Óman. Þeir mættu senda mér línu þó svo að þeir hafi hætt við, ég verð að láta ferðaskrifstofuna í Múskat vita fyrir júlílok í síðasta lagi. Einnig ættu þeir sem hafa hug á Jemenferð eða Kákasus að láta heyra í sér. Íran er á góðu róli og ég held að menn hljóti að hafa hug á Líbanon/Sýrlandi í mars n.k.
Ég er stjörnugáttuð á því hvað margir eiga enn ógreiddan júlímánuð. Þá meina ég Líbíu og Sýrlandsfara náttúrlega. En þakka þeim sem hafa borgað eins og talað var um.
Wednesday, July 2, 2008
Hunangskaka, misskilningur og jambia
Edda Ragnarsdóttir er nú að prófa að gera Fatimukökuna - milli þess sem hún vinnur dálítið og saumar svo hálspungana góðu sem eru til sölu og allir ættu að fá sér-
og fljótlega dreifi ég svo uppskriftinni til þeirra sem vilja taka að sér að gera nokkrar kökur fyrir markaðinn.
Ath. að hann er laugardag 30.ágúst(sagði 31. það er ekki rétt og leiðréttist hér með)Nokkrar góðar konur hafa gefið sig fram í bakstur og aðrar til starfa og öll hjálp er velþegin.
Dóminik fær svo hugmyndir í búntum fyrir utan þær sem aðgerðarhópurinn sjálfur undir forystu Sigþrúðar Árman, Ásdísar Höllu, Hlínar Sverrisdóttur, Bryndísar Hlöðversd,Margrétar Pálu Ólafsdóttur Rannveigar Guðmundsdóttur, Helgu Sverrisdóttur og fleiri vinna að því að framkvæma.
Annað þarf ég að spyrja ykkur um: eru ekki einhverjir Jemenfarar sem eru tilbúnir að lána jambiana sína á markaðinn og jemensku fötin því okkur langar að hafa Baara dansa sýningu.
Hef sent Högna og Ólafi S. fyrirspurn um hvort þeir eigi dansa á vídeóum sínum og bið aðra Jemenfara að athuga það.
Elísabet Ronaldsdóttir og Margrét Jónasdóttir hjá Sagafilm munu svo væntanlega búa til filmu um dansana og Jemen almennt sem puntar upp á og er einnig til upplýsinga.
Þá kemst ég ekki hjá að segja frá hækkunum, fékk bréf í morgun þar sem flugfar til Líbíu hækkar enn og sömuleiðis verður hækkun á Sýrlandsferðinni í september. Mun láta alla þátttakendur vita af því þegar ég hef reiknað út hvað ég verð að hækka ferðirnar.
Þeir sem ég hef þegar talað við hafa vitanlega sýnt því fullan skilning enda ráðum við hvorki við heimsmarkaðsverð á olíu né verðbólgu annars staðar og ekki von þar sem við höfum lítil tök á okkar eigin verðbólgu.
Bið fólk að gefa sig fram í ferðirnar 2009, því fyrr sem ég borga inn á þær því skikkanlegri verður hækkunin.
Að vísu var ég búin að borga British Airways ansi drjúgan skilding en þeir hækkuðu samt. Svona er þetta nú og ekkert við því að segja.
Býst við að Íran og Jemenferðir hækki þó ekki að ráði umfram það sem ég hef sett inn á síðuna en þá þurfa menn líka að vera snöggir að tilkynna þátttöku.
Það hefur verið borgað dálítið inn á ferðirnar til Líbíu og Sýrlands í haust. En ansi margir eiga það ógert.
Ég VEIT að ALLIR hafa greiðsluáætlun svo ég nenni ómögulega að rausa meira um það.
Fyrirspurnir um greiðslur fyrir Jemenbörnin okkar berast en eru ekki tímabærar því krakkarnir fara ekki að skrá sig fyrr en í lok júlí.
Sæl að sinni og vinsamlegast látið í ykkur heyra og aflið stuðningsmanna í ferðir og við markaðinn.
Subscribe to:
Posts (Atom)