Sunday, July 6, 2008

Ég þarf að segja ykkur

frá hækkun á Líbíuferð. Hún hækkar um 25 þúsund krónur og það telst vel sloppið. Jafnframt hef ég lokið við að greiða fargjöld til og frá Líbíu svo og ferðirnar báðar og fengið staðfest að ekki hækkar meira. Það tókst með fyrirgreiðslu SPRON því enn eru eftir nokkrar Líbíugreiðslur og meira að segja hafa ekki allir borgað júlí.
Sem er ekki viðunandi satt best að segja.

EN
í áætluninni er tekið fram að EKKI sé innifalin gisting í London og heldur ekki áritun til Líbíu.
Þetta var áður með í verði en ég átti ekki kosta völ.

Gisting í London kostar 8 þús. á tvo saman í herbergi, þ.e. 4 þúsund á mann. Eins manns herbergi er dýrara en ég hef ekki fengið upplýsingar um hvað það kostar. Áritun kostar sem svarar 10 dollurum.
Þetta er því 4.800 kr. á flesta en eitthvað meira fyrir þá sem eru í eins manns herbergi og telst varla til tíðinda.

Þetta er skrifað að einu gefnu tilefni þar sem augljóst var að búist var við langtum meiri hækkun en 29.800 kr. Það bréf mun hafa verið sent á fleiri í ferðinni.
En hér er málið klárt og kvitt og ég vona að það sé nú út úr heiminum.

Ef fólk hefur einhverjar fyrirspurnir/athugasemdir/gagnrýni leyfi ég mér að óska eftir því á að skrifi beint til mín.

1 comment:

Anonymous said...

Sæl Jóhanna.

Svo það ert þú, sem berð ábyrgð á eldneytishækkunum.......mikil er ábyrgð þín !

Fólk ætti að vera duglegra við að standa í skilum og/eða láta vita af töf.

Kveðja,
Erla Mag.