Saturday, July 5, 2008

Verð að skýrast- ath vegabréfsupplýsingar


Frá hakavati í Damaskus. Fyrri Sýrlandsfarar kannast ugglaust við sögumanninn


Sæl öll
Hef sent Líbíuförum öllum upplýsingar um verðbreytingar. Einnig liggur senn fyrir hvað Sýrlandsferðin í sept. hækkar. Stjórinn okkar þar virðist afar mildur en flugfargjöld rjúka upp úr öllu. Þetta er óhjákvæmilegt og ég er þakklát fyrir skilning því mér finnst þetta einstaklega óskemmtilegt.

Þegar ég var að púsla við vegabréfalista v/líbíuferðanna sá ég að vænn hópur hlýtur að hafa fengið nýtt vegabréfsnúmer og þætti vænt um að menn sendu mér ný vegabréfnúmer, útgáfudag og gildistíma.Ath að vegabréf verður að vera gilt í amk. 6mánuði eftir að ferð lýkur. Þetta hef ég raunar sagt nokkrum sinnum áður. Hið allra fyrsta svo það sé frá. Seinna þarf ég svo að biðja menn að koma annað hvort til mín ljósritum af vegabréfunum eða senda mér þau skönnuð.

Það hefur rignt inn jákvæðum bréfum um vilja til að leggja hönd á plóg við PERLUmarkainn 30. ág. og það þykir mér mjög vænt um. Góðum hug og höndum er tekið fagnandi. Ekki gleymi ég að taka fram að listakona í VIMA, Guðmunda Kristinsdóttir, hefur boðist til að gefa málverk eftir sig. Það er glæsilegt.

Ég ítreka hvatningu til áhugasamra fyrir 2009 að tjá sig. Það hefur lítið heyrst frá þeim sem áður vildu fara til Óman. Þeir mættu senda mér línu þó svo að þeir hafi hætt við, ég verð að láta ferðaskrifstofuna í Múskat vita fyrir júlílok í síðasta lagi. Einnig ættu þeir sem hafa hug á Jemenferð eða Kákasus að láta heyra í sér. Íran er á góðu róli og ég held að menn hljóti að hafa hug á Líbanon/Sýrlandi í mars n.k.

Ég er stjörnugáttuð á því hvað margir eiga enn ógreiddan júlímánuð. Þá meina ég Líbíu og Sýrlandsfara náttúrlega. En þakka þeim sem hafa borgað eins og talað var um.

1 comment:

Anonymous said...

MIG SÁRVANTAR UPPLÝSINGAR UM HVERJIR VILJA EINS MANNS HERBERGI, þetta á við um báðar Líbíuferðir.
Vinsamlegast
sendið umbeðnar upplýsingar skjótast
JK