Wednesday, July 2, 2008

Hunangskaka, misskilningur og jambia



Edda Ragnarsdóttir er nú að prófa að gera Fatimukökuna - milli þess sem hún vinnur dálítið og saumar svo hálspungana góðu sem eru til sölu og allir ættu að fá sér-
og fljótlega dreifi ég svo uppskriftinni til þeirra sem vilja taka að sér að gera nokkrar kökur fyrir markaðinn.

Ath. að hann er laugardag 30.ágúst(sagði 31. það er ekki rétt og leiðréttist hér með)Nokkrar góðar konur hafa gefið sig fram í bakstur og aðrar til starfa og öll hjálp er velþegin.
Dóminik fær svo hugmyndir í búntum fyrir utan þær sem aðgerðarhópurinn sjálfur undir forystu Sigþrúðar Árman, Ásdísar Höllu, Hlínar Sverrisdóttur, Bryndísar Hlöðversd,Margrétar Pálu Ólafsdóttur Rannveigar Guðmundsdóttur, Helgu Sverrisdóttur og fleiri vinna að því að framkvæma.



Annað þarf ég að spyrja ykkur um: eru ekki einhverjir Jemenfarar sem eru tilbúnir að lána jambiana sína á markaðinn og jemensku fötin því okkur langar að hafa Baara dansa sýningu.
Hef sent Högna og Ólafi S. fyrirspurn um hvort þeir eigi dansa á vídeóum sínum og bið aðra Jemenfara að athuga það.

Elísabet Ronaldsdóttir og Margrét Jónasdóttir hjá Sagafilm munu svo væntanlega búa til filmu um dansana og Jemen almennt sem puntar upp á og er einnig til upplýsinga.

Þá kemst ég ekki hjá að segja frá hækkunum, fékk bréf í morgun þar sem flugfar til Líbíu hækkar enn og sömuleiðis verður hækkun á Sýrlandsferðinni í september. Mun láta alla þátttakendur vita af því þegar ég hef reiknað út hvað ég verð að hækka ferðirnar.
Þeir sem ég hef þegar talað við hafa vitanlega sýnt því fullan skilning enda ráðum við hvorki við heimsmarkaðsverð á olíu né verðbólgu annars staðar og ekki von þar sem við höfum lítil tök á okkar eigin verðbólgu.

Bið fólk að gefa sig fram í ferðirnar 2009, því fyrr sem ég borga inn á þær því skikkanlegri verður hækkunin.
Að vísu var ég búin að borga British Airways ansi drjúgan skilding en þeir hækkuðu samt. Svona er þetta nú og ekkert við því að segja.
Býst við að Íran og Jemenferðir hækki þó ekki að ráði umfram það sem ég hef sett inn á síðuna en þá þurfa menn líka að vera snöggir að tilkynna þátttöku.

Það hefur verið borgað dálítið inn á ferðirnar til Líbíu og Sýrlands í haust. En ansi margir eiga það ógert.
Ég VEIT að ALLIR hafa greiðsluáætlun svo ég nenni ómögulega að rausa meira um það.

Fyrirspurnir um greiðslur fyrir Jemenbörnin okkar berast en eru ekki tímabærar því krakkarnir fara ekki að skrá sig fyrr en í lok júlí.

Sæl að sinni og vinsamlegast látið í ykkur heyra og aflið stuðningsmanna í ferðir og við markaðinn.

10 comments:

Anonymous said...

Sæl, eitthvað hef ég misst úr.

Hvar verður þessi markaður og á hvaða tíma dags?

Get ég ekki hjálpað eitthvað?



Kær kveðja,

Inga

Anonymous said...

heil og sæl Jóhanna mín!!
Til hamingju með barnabarnið, og mikið fannst mér gaman að lesa minningar Hrafns
um afa Kristjón, ég man hann líka vel og þau bæði hjónin.
Jæja ætlaði bara að segja þér að til er ég að baka , selja ,hjálpa .. semsagt hef tekið
30 ágúst frá fyrir Fatimu og hef talað við saumaklúbbinn minn líka.
Bestu kveðjur Heba

Anonymous said...

Sæl Jóhanna og takk fyrir frábæra ferð í vor til Jemens og Jórdaníu. Ég hef áhuga að koma með nokkrar töskur og kertastjaka sem ég orkera og ef tími leifir að vefa nokkur bönd og útsaumurð kort svo gæti eitthvað smálegt komið með og ef þig vantar að láta baka köku gæti ég kannski bakað eitthvað. Kv Elva Jónmundsdóttir

Anonymous said...

Blessuð Jóhanna
Hvað get ég gert? Ég veit ekki annað en ég sé heima og þú mátt hafa aðgang að mér ef ég get eitthvað gert. Samt sýnist mér að ég geti í.þm. keypt eitthvað er það ekki ? Annart allt gott
Kv.úr Hvereagerði, Jóna E.

Anonymous said...

Skal tekið fram að ég sendi tilkynningu til Líbíufara í dag eða á morgun um verð. Er að reyna að miksa þetta svo ferðin hækki ekki frekar en orðið er.
KvJK

Anonymous said...

Sæl Jóhanna



Ég skal baka nokkrar fatimukökur



Kveðja Guðbjörg

Anonymous said...

Sæl Jóhanna,
ég get bakað hunangsköku og hjálpað eftir þörfum

Anonymous said...

Baka kökur og hjálpa til ef ég verð í borginni
kk
Kolbrún V.

Anonymous said...

Þakka þetta og raunar margt fleira. Einn hér skrifar ekki hver hann/hún er. Muna að setja nafnið svo ég geti haft samband þegar nær dregur.
KV/JK

Hringbrautin said...

Endilega láttu mig fá allt vídeóefni um leið og það berst til þín. Þá get ég sett inn í tölvuna mína tll að vinna það.

kv. Ammabetin Ronaldsdóttir