Thursday, November 26, 2009
Fullskipað í Líbanon/Sýrland í mars/apríl
Fáni Líbanons
Það er ánægjulegt að segja frá því að fullskipað er í ferðina sem ákveðin var fyrir beiðni félaga til Líbanon og Sýrlands í mars/apríl. Dagsetningar eru ekki fullfrágengnar en ég hef samband við þátttakendur um leið og það skýrist.
Fáni Sýrlands
Mér finnst mjög ánægjulegt að geta aftur tekið Líbanon inn og verður lögð áhersla á norðurhluta landsins, farið upp í sedarskóginn, heimsótt safn Gibrans spekings og listmálara ofl. Í Sýrlandi verður einnig farið til Palmyra og Crak de Chevaliers og Malulah og Damaskus skoðuð í krók og kring.
Er verulega kát yfir þessu og finnst hópurinn spennandi blanda. Slatti af glænýju fólki og svo öðrum sem hafa farið í margar ferðir með VIMA.
Bendi á að ekki eru fleiri ferðir á dagskrá, fyrr en í haust að ég tek að mér mjög áþekka ferð fyrir Bændaferðir. Þeir sem ekki komast með núna þurfa því ekki að vera of hnuggnir.
Ég vona að Íranfarar hafi fengið hópmyndina. Það var eitthvert maus í tölvunni sem ég réði ekki við. Því gæti verið að sumir hafi fengið hana mörgum sinnum og aðrir ekki. Bið ykkur um að láta mig vita ef hún barst ekki.
Saturday, November 21, 2009
Októbermynd við keisarahöll
Myndina tók Pezhman Azizi
Frá vinstri fremsta röð: Kristín Vilhjálmsdóttir, Helen Teitsson, Hrefna Jóhannsdóttir, JK, Óskar Ægir Benediktsson
Efri röð f.v. Agla Egilsdóttir, Tryggvi Ásmundsson, Margrét Á. Halldórsdóttir, Margrét Friðbergsdóttir, Höskuldur Jónsson, Guðlaug Sveinbjarnardóttir, Kristín Einarsdóttir, Haukur Backmann, Kristín Thorlacius, Ingvar Teitsson, Valur Guðmundsson, Kristín E. Daníelsdóttir, Bjarni Sigfússon, Guðrún Magnúsdóttir, Anna Torfadóttir, Hrafnhildur Jónsdóttir, Ingigerður Jónsdóttir, Jón Halldórsson, Bergþór Halldórsson, Kristín Möller, Kristján Ragnarsson.
Sendi öllum ferðafélögunum myndina fljótlega
Lista og lystaglaðir Íranfarar hittust í hádeginu
Ferðafélagar úr Íranferð 1.-14.okt hittust núna í hádeginu. Við borðuðum saman og skoðuðum listagóðar myndir. Ingvar Teitsson sýndi myndir á tjaldi, framúrskarandi góðar og Kristín Vilhjálmsdóttir frumsýndi fjöruga heimildamynd sína um kaup hópsins á fljúgandi teppum. Hvorttveggja fékk mjög góðar undirtektir.
Einnig voru Guðlaug og Höskuldur með myndir, Bjarni og Guðrún og sjálfsagt fleiri.
Við skáluðum náttúrlega fyrir ferðinni og til lífs og til gleði. Einnig fyrir Óskari sem gat ekki komið en sendi öllum í hópnum einstaklega skemmtilega gjöf.
Þá færðu Margrét og Bergþór mér gjöf með myndum úr hinum ýmsu ferðalögum þeirra með VIMA.
Þetta var góð og ljúf stund og menn skröfuðu og rifjuðu upp ferðina af stakri ánægju.
Hef sent Pezhman beiðni um að imeila mér hópmyndina sem hann tók og vonast til að hún berist innan tíðar.
Þá vil ég geta þess að þegar mars/apríl fólk í Líbanon/Sýrland hafa allir staðfest sig, síðasti frestur 25. nóv. mun ég senda þeim nákvæma ferðaáætlun. Bíð eftir svari frá nokkrum en augljóst að ferðin verður farin, insjallah.
Hef fengið svör frá köllunum mínum í Damaskus og Beirut og mun ganga frá málum við þá þegar ég fer út 7.des. Þeir eru mjög glaðir að geta átt von á tveimur hópum á næsta ári, VIMA hópi í mars og Bændaferðarhópi( sem er undir minni fararstjórn og skipulagningu).
Þakka enn og aftur Íranförum góða stund fyrr í dag.
Einnig voru Guðlaug og Höskuldur með myndir, Bjarni og Guðrún og sjálfsagt fleiri.
Við skáluðum náttúrlega fyrir ferðinni og til lífs og til gleði. Einnig fyrir Óskari sem gat ekki komið en sendi öllum í hópnum einstaklega skemmtilega gjöf.
Þá færðu Margrét og Bergþór mér gjöf með myndum úr hinum ýmsu ferðalögum þeirra með VIMA.
Þetta var góð og ljúf stund og menn skröfuðu og rifjuðu upp ferðina af stakri ánægju.
Hef sent Pezhman beiðni um að imeila mér hópmyndina sem hann tók og vonast til að hún berist innan tíðar.
Þá vil ég geta þess að þegar mars/apríl fólk í Líbanon/Sýrland hafa allir staðfest sig, síðasti frestur 25. nóv. mun ég senda þeim nákvæma ferðaáætlun. Bíð eftir svari frá nokkrum en augljóst að ferðin verður farin, insjallah.
Hef fengið svör frá köllunum mínum í Damaskus og Beirut og mun ganga frá málum við þá þegar ég fer út 7.des. Þeir eru mjög glaðir að geta átt von á tveimur hópum á næsta ári, VIMA hópi í mars og Bændaferðarhópi( sem er undir minni fararstjórn og skipulagningu).
Þakka enn og aftur Íranförum góða stund fyrr í dag.
Wednesday, November 18, 2009
Dagbók Ingvars frá Íran- myndafundur- marsferð ofl
Sæl veriði
Ingvar Teitsson, læknir, sem var í seinni Íransferðinni á dögunum hefur sent mér dagbókina um ferðina og er vísað til hennar á sérstökum hlekk á síðunni. Hvet menn lengstra orða til að kynna sér skrif Ingvars sem er glöggur maður og ritfær svo allir ættu að græða á lestri hvort sem þeir hafa farið til Íran eður ei.
Vil þó aðeins nefna eitt atriði: teppasalar í Isfahan berjast mjög um viðskiptavini enda oft og einatt um verulegar upphæðir að tefla. Eins og ég hef sagt frá áður var ég í Íran í mánuð fyrir fjórum árum og notaði þá tækifærið og kynnti mér teppabúðir því verð og gæði fara ekki alltaf saman þótt allir séu guðsheilagir í framan.
Mér var tjáð að skv reglum hins islamska lýðveldis hefðu verið settar reglur um að hvorki staðarleiðsögumenn né fararstjórar mættu taka umboðslaun- sem er að vísu alþjóðlegt fyrirbrigði.Þær reglur gilda enn og er fylgt eftir og allt slíkt er sem sagt bannað í Íran, svo hvorki Pezhman né ég græðum á viðskiptum sem menn gera. Nema náttúrlega að ég hef afskaplega gaman af því að prútta fyrir mitt fólk.
Þessi hópur ætlar svo að hittast í hádeginu n.k. laugardag og fá sér persneskt snarl, skoða myndir og rifja upp ferðina og mér sýnist ágætis þátttaka vera á þeirri væntanlegu samkundu
Þá vil ég taka fram að ég loka Líbanon/Sýrlandsferð þann 25.nóv Ýmsir sem höfðu látið í ljós áhuga á þeirri ferð(mars/apríl- dagsetningar eru ekki ákveðnar) hafa ekki látið vita. Allt virðist þó sem stendur benda til að af þeirri ferð verði því ýmsir nýir hafa frétt af þessari hugsanlegu ferð og skráð sig snarlega.
Ingvar Teitsson, læknir, sem var í seinni Íransferðinni á dögunum hefur sent mér dagbókina um ferðina og er vísað til hennar á sérstökum hlekk á síðunni. Hvet menn lengstra orða til að kynna sér skrif Ingvars sem er glöggur maður og ritfær svo allir ættu að græða á lestri hvort sem þeir hafa farið til Íran eður ei.
Vil þó aðeins nefna eitt atriði: teppasalar í Isfahan berjast mjög um viðskiptavini enda oft og einatt um verulegar upphæðir að tefla. Eins og ég hef sagt frá áður var ég í Íran í mánuð fyrir fjórum árum og notaði þá tækifærið og kynnti mér teppabúðir því verð og gæði fara ekki alltaf saman þótt allir séu guðsheilagir í framan.
Mér var tjáð að skv reglum hins islamska lýðveldis hefðu verið settar reglur um að hvorki staðarleiðsögumenn né fararstjórar mættu taka umboðslaun- sem er að vísu alþjóðlegt fyrirbrigði.Þær reglur gilda enn og er fylgt eftir og allt slíkt er sem sagt bannað í Íran, svo hvorki Pezhman né ég græðum á viðskiptum sem menn gera. Nema náttúrlega að ég hef afskaplega gaman af því að prútta fyrir mitt fólk.
Þessi hópur ætlar svo að hittast í hádeginu n.k. laugardag og fá sér persneskt snarl, skoða myndir og rifja upp ferðina og mér sýnist ágætis þátttaka vera á þeirri væntanlegu samkundu
Þá vil ég taka fram að ég loka Líbanon/Sýrlandsferð þann 25.nóv Ýmsir sem höfðu látið í ljós áhuga á þeirri ferð(mars/apríl- dagsetningar eru ekki ákveðnar) hafa ekki látið vita. Allt virðist þó sem stendur benda til að af þeirri ferð verði því ýmsir nýir hafa frétt af þessari hugsanlegu ferð og skráð sig snarlega.
Friday, November 13, 2009
Þessi fagri Egyptóhópur
Þessi mynd af hópnum síðasta daginn i Islamic KaIro
Fremstur á mynd er gædinn elskulegi George Fikrey
Önnur röð: Anna Eyjólfsdóttir, Matthías Jónasson, Dagbjört Kristinsdóttir, Garpur I. Elísabetarson, Daggrós Sigurbjörnsson, þorsteinn Máni Hrafnsson, Ingibjörg Hulda Yngvadóttir, Kristinn Kristinsson, Rikhard Brynjólfsson
Þriða röð Sigurður Júlíusson, Þorsteinn Haraldsson, Jökull I Elísabetarson, Lára Júlíusdóttir, Angelina Mutinda. Hrönn HAkonsson,Andrés Guðmundsson, Ingunn Sigurpálsdóttir, Eiríkur Magnússon, Hólmgeir björnsson, Sesselja Bjarnadóttir
Efsta röð
Edda Niels, Kristín Arna Sigurðardóttir, JK, Reynir Harðarson, Bergljót Kristinsdóttir, Arngrímur Ísberg, Marjatta Ísberg, Jónína Guðmundsdóttir
Thursday, November 12, 2009
Egyptalandsfólk komið heim hresst og kátt
Komum um miðnættið, allir hressir en vonandi gefst mönnum tækifæri til að hvíla sig vel á morgun því við vöknuðum fimm í morgun og drjúg bið í London.
Kvöddum Georg gædinn okkar með söknuði og gleði og hann skartaði á leið til flugvallar íslensku tisjörti sem ég hafði komið með handa honum. Hann fékk einnig bók eftir Marjöttu og rausnarlegt tips.
Ég var einnig beðin fyrir kveðjur til Egyptalandshópsins í febr. 2008 frá honum, alveg sérstaklega þó til Örnólfs Hrafnssonar, vinar hans.
Dagurinn í gær var hinn ánægjulegasti, farið í merkar kirkjur koptiskar og synagogu frá því gyðingar voru fjölmennir í Egyptalandi. Svo var frjáls tími og menn voru tvist og bast um bæinn, keyptu bækur, krydd og hvaðeina og Kristinsfjölskyldan húrraði sér upp í Kairóturninn fræga sem Nasser forseti lét byggja fyrir ´fjármagn frá Bandaríkjamönnum eftir að þeir höfðu áður neitað að leggja honum lið við gerð Aswanstíflunnar og varð til þess að hann sneri sér til Sovétmanna upp frá því.
Í gærkvöldi bauð johannatravel hópnum í mat í tilefni 30.ferðarinnar. Fórum á einstaklega fallegt og þekkilegt veitingahús sem heitir eftir Naguib Mafúss Nóbelsverðlaunahafa. Þarna var upprunalega testofa þar sem Mafúss sat og drakk sitt te og reykti vatnspípu milli þess sem hann framleiddi meistaraverk.
´Við fengum skínandi góðan mat og ég flutti snöfurlega kveðjuræðu að venju og þakkaði öllum einstaklega ánægjulegar samverustundi. Lára Júl og Þorsteinn Har. áttu brúðkaupsafmæli 11.nóv svo við skáluðum fyrir þeim og Anna og Sigurður Júl.voru í brúðkaupsferð eftir 30 ára hjónaband og fengu einnig sína skál.
Marjatta Ísberg mælti falleg og vitur orð. Hún hvatti mig eindregið til að fara að dæmi Sigurðar A. og segja að hver ferð væri hin síðasta og halda síðan ferðum áfram enn um hríð eins og ekkert hefði í skorist hvað sem yfirlýsingum liði.
Jökull Elísabetarson talaði af stakri kúnst og svo var skrafað og skotist öðru hverju út á markað því veitingastaðurinn er í Khan Khalili.
Endurtek þakkir og ánægju til hópsins og verðum í sambandi þegar menn hafa melt ferðina og sorterap myndir.
Á Kairóflugvelli notuðu menn tækifærið og keyptu kökukassa og fleira góðmeti og þar sem við gátum tjekkað farangur alla leið var fargi af mér létt að þurfa ekki að dröslast með hann milli flugstöðva í London.
Ég komst því miður ekki til að kveðja nema fáeina ferðafélaga á flugvelli. Bið kærlega að heilsa þessum elskulega, stundvísa og jákvæða hópi og við hittumst Evonandi öll á myndakvöldi innan tíðar.
Meðaldur hópsins var 46 ár sem er hinn lægsti sem þekkst hefur í þessum ferðum og munaði þar auðvitað um þríbba og þeirra konur, Angelinu,konu Reynis verðlaunahafa í getrauninni sem erifð þótti sl. vetur svo og þeirra Dagbjartar og Bergljótarþ Góð og skemmtileg aldursdreifing í hópnum.
Þá skal þess getið að Dóminik hefur undirbúið myndakvöld haustíranfara þann 21.nóv og ég vona að sem flestir sjái sér fært að koma og bið fólk endilega að láta vita um þátttöku og vænti þess að við sjáum þar flesta.
Allt í lagi að segja ´frá því að um 15 manns hafa lýst áhuga á Líbanon/Sýrlandsferð í lok mars nk og bætist 6 við tek ég hana að mér með gleði, auk þess sem ég hef lofað Bændaferðum svipaðri ferð á haustnóttum 2010.
Þakka einnig styrktarmönnum Jemenbarna sem hafa greitt sl mánaðamót
Kvöddum Georg gædinn okkar með söknuði og gleði og hann skartaði á leið til flugvallar íslensku tisjörti sem ég hafði komið með handa honum. Hann fékk einnig bók eftir Marjöttu og rausnarlegt tips.
Ég var einnig beðin fyrir kveðjur til Egyptalandshópsins í febr. 2008 frá honum, alveg sérstaklega þó til Örnólfs Hrafnssonar, vinar hans.
Dagurinn í gær var hinn ánægjulegasti, farið í merkar kirkjur koptiskar og synagogu frá því gyðingar voru fjölmennir í Egyptalandi. Svo var frjáls tími og menn voru tvist og bast um bæinn, keyptu bækur, krydd og hvaðeina og Kristinsfjölskyldan húrraði sér upp í Kairóturninn fræga sem Nasser forseti lét byggja fyrir ´fjármagn frá Bandaríkjamönnum eftir að þeir höfðu áður neitað að leggja honum lið við gerð Aswanstíflunnar og varð til þess að hann sneri sér til Sovétmanna upp frá því.
Í gærkvöldi bauð johannatravel hópnum í mat í tilefni 30.ferðarinnar. Fórum á einstaklega fallegt og þekkilegt veitingahús sem heitir eftir Naguib Mafúss Nóbelsverðlaunahafa. Þarna var upprunalega testofa þar sem Mafúss sat og drakk sitt te og reykti vatnspípu milli þess sem hann framleiddi meistaraverk.
´Við fengum skínandi góðan mat og ég flutti snöfurlega kveðjuræðu að venju og þakkaði öllum einstaklega ánægjulegar samverustundi. Lára Júl og Þorsteinn Har. áttu brúðkaupsafmæli 11.nóv svo við skáluðum fyrir þeim og Anna og Sigurður Júl.voru í brúðkaupsferð eftir 30 ára hjónaband og fengu einnig sína skál.
Marjatta Ísberg mælti falleg og vitur orð. Hún hvatti mig eindregið til að fara að dæmi Sigurðar A. og segja að hver ferð væri hin síðasta og halda síðan ferðum áfram enn um hríð eins og ekkert hefði í skorist hvað sem yfirlýsingum liði.
Jökull Elísabetarson talaði af stakri kúnst og svo var skrafað og skotist öðru hverju út á markað því veitingastaðurinn er í Khan Khalili.
Endurtek þakkir og ánægju til hópsins og verðum í sambandi þegar menn hafa melt ferðina og sorterap myndir.
Á Kairóflugvelli notuðu menn tækifærið og keyptu kökukassa og fleira góðmeti og þar sem við gátum tjekkað farangur alla leið var fargi af mér létt að þurfa ekki að dröslast með hann milli flugstöðva í London.
Ég komst því miður ekki til að kveðja nema fáeina ferðafélaga á flugvelli. Bið kærlega að heilsa þessum elskulega, stundvísa og jákvæða hópi og við hittumst Evonandi öll á myndakvöldi innan tíðar.
Meðaldur hópsins var 46 ár sem er hinn lægsti sem þekkst hefur í þessum ferðum og munaði þar auðvitað um þríbba og þeirra konur, Angelinu,konu Reynis verðlaunahafa í getrauninni sem erifð þótti sl. vetur svo og þeirra Dagbjartar og Bergljótarþ Góð og skemmtileg aldursdreifing í hópnum.
Þá skal þess getið að Dóminik hefur undirbúið myndakvöld haustíranfara þann 21.nóv og ég vona að sem flestir sjái sér fært að koma og bið fólk endilega að láta vita um þátttöku og vænti þess að við sjáum þar flesta.
Allt í lagi að segja ´frá því að um 15 manns hafa lýst áhuga á Líbanon/Sýrlandsferð í lok mars nk og bætist 6 við tek ég hana að mér með gleði, auk þess sem ég hef lofað Bændaferðum svipaðri ferð á haustnóttum 2010.
Þakka einnig styrktarmönnum Jemenbarna sem hafa greitt sl mánaðamót
Tuesday, November 10, 2009
Faekkar nu Egyptalandsdogum
Goda kvoldid
Vid erum maett med soma og sann i Kairo eftir herlegan tima i Luxor og skodudum thar Kongadali og hof skeggdrottningarinnar og fannst monnum litirnir i grafhysunum storkostlegir og hus drottningar otrulega nutimalegt i byggingarlagi. Auk thess komid vid i alabastursverksmidju og verslun. Sidari hluta dags i gaer flatmagadi folk vid sundlaug en siddegis heldum vid til Karnak og Luxor hofin og voru menn almennt fullir andakt. Vid vorum i Luxorhofinu thegar rokkrid skall a og hofid var fagurlega upplyst.
Einhverjir litu vid a markadi i heimleidinni og er ekki annad vitad en thad hafi allt verid i godu lagi.
I morgun flugum vid til Kairo, um klst flug, farangur skiladi ser og Milad bilstjori beid okkar svo og starfsmadur ferdaskrifstofunnar a flugvellinum, einkar vaenn naungi.
Vegna heimsoknar forseta Sviss urdum vid ad fara adra leid i baeinn og saum tha m. a hvar sa atburdur vard 6.okt 1981 thegar Sadat thaverandi forseti var skotinn thegar hann fylgdist med hersyningu til ad minnast oktoberstridsins.
Eg sagdi svo eina gamansogu af Mubarak nuverandi forseta en Egyptar framleida hafnarfjardarbrandara um hans i longum bunum.
Rakleitt i safnid sem menn graeddu nu meira a ad sja en vaeri thad heimsott i upphafi ferdar thar sem menn thekkja nu til stada og eru betur heima i sogunni, thokk se m.a. Georgi gaedinum okkar
I kvold forum vid a veitingahus i Maadi, utborg Kairo og bordum i bodi ferdaskrifstofunnar og verdur thad vonandi hid besta mal.
A morgun er svo sidasti dagurinn her Allir senda bestu kvedjur thott undrafair hafi sett kvedjur a siduna. Vid erum svo upptekin af ad skoda og skilgreina og i thessu undursamlega vedri ad vid afberum thad med stillingu.
Vid erum maett med soma og sann i Kairo eftir herlegan tima i Luxor og skodudum thar Kongadali og hof skeggdrottningarinnar og fannst monnum litirnir i grafhysunum storkostlegir og hus drottningar otrulega nutimalegt i byggingarlagi. Auk thess komid vid i alabastursverksmidju og verslun. Sidari hluta dags i gaer flatmagadi folk vid sundlaug en siddegis heldum vid til Karnak og Luxor hofin og voru menn almennt fullir andakt. Vid vorum i Luxorhofinu thegar rokkrid skall a og hofid var fagurlega upplyst.
Einhverjir litu vid a markadi i heimleidinni og er ekki annad vitad en thad hafi allt verid i godu lagi.
I morgun flugum vid til Kairo, um klst flug, farangur skiladi ser og Milad bilstjori beid okkar svo og starfsmadur ferdaskrifstofunnar a flugvellinum, einkar vaenn naungi.
Vegna heimsoknar forseta Sviss urdum vid ad fara adra leid i baeinn og saum tha m. a hvar sa atburdur vard 6.okt 1981 thegar Sadat thaverandi forseti var skotinn thegar hann fylgdist med hersyningu til ad minnast oktoberstridsins.
Eg sagdi svo eina gamansogu af Mubarak nuverandi forseta en Egyptar framleida hafnarfjardarbrandara um hans i longum bunum.
Rakleitt i safnid sem menn graeddu nu meira a ad sja en vaeri thad heimsott i upphafi ferdar thar sem menn thekkja nu til stada og eru betur heima i sogunni, thokk se m.a. Georgi gaedinum okkar
I kvold forum vid a veitingahus i Maadi, utborg Kairo og bordum i bodi ferdaskrifstofunnar og verdur thad vonandi hid besta mal.
A morgun er svo sidasti dagurinn her Allir senda bestu kvedjur thott undrafair hafi sett kvedjur a siduna. Vid erum svo upptekin af ad skoda og skilgreina og i thessu undursamlega vedri ad vid afberum thad med stillingu.
Saturday, November 7, 2009
Komin fr'a Abu Simbel
Saelt veri folkid
Vid erum i Aswan thessa stundina og buum a Mowenpickhotelinu a litilli Nilareyju. I nott var varid ut til Abu Simbel, thessa storkostlega hysis Ramsesar kongs 2 og hans fjolskyldu og thotti ollum mikid til um dyrdina/ Nu liggja flestir vid sundlaugina og gaeta sin vonandi tvi hiti er um 35 stig.
I gaer var farid i felukkasiglingu, nubiustrakar komu a smabat og sungu okkur til hyllingar a ymsum tungumalum en fengu natturlega eitthvad fyrir sinn snud. Einnig skodad Philaehofid og farid um markadinn. Daginn thar a undan komum vid fljugandi hingad fra Kairo og forum ad stiflunni miklu og Georg sagdi fra malum. Eg held ad hann se afar vel thokkadur af hopnum enda finn strakur og ljufur og stendur nu yfir aldurs og stjornumerkjakeppni um hann.
Sidasta daginn i Kairo kom Sigrun Valsdottir til spjalls thegar vid komum fra Memfis og Sakkara ofl skodunarstodum. Thad var afar gaman ad spjalla vid Sigrunu og hun var spurd utur af miklum ahuga.
I fyrramalid holdum vid svo med rutu til Luxor og stoppum vid nokkra merkisstadi a leidinni.
Mer thykir litid berast af kvedjum en thad breytir ekki tvi ad solbakadir og saellegir Egyptalandsfarar senda kvedjum kaerar til sin og sinna.
Vid erum i Aswan thessa stundina og buum a Mowenpickhotelinu a litilli Nilareyju. I nott var varid ut til Abu Simbel, thessa storkostlega hysis Ramsesar kongs 2 og hans fjolskyldu og thotti ollum mikid til um dyrdina/ Nu liggja flestir vid sundlaugina og gaeta sin vonandi tvi hiti er um 35 stig.
I gaer var farid i felukkasiglingu, nubiustrakar komu a smabat og sungu okkur til hyllingar a ymsum tungumalum en fengu natturlega eitthvad fyrir sinn snud. Einnig skodad Philaehofid og farid um markadinn. Daginn thar a undan komum vid fljugandi hingad fra Kairo og forum ad stiflunni miklu og Georg sagdi fra malum. Eg held ad hann se afar vel thokkadur af hopnum enda finn strakur og ljufur og stendur nu yfir aldurs og stjornumerkjakeppni um hann.
Sidasta daginn i Kairo kom Sigrun Valsdottir til spjalls thegar vid komum fra Memfis og Sakkara ofl skodunarstodum. Thad var afar gaman ad spjalla vid Sigrunu og hun var spurd utur af miklum ahuga.
I fyrramalid holdum vid svo med rutu til Luxor og stoppum vid nokkra merkisstadi a leidinni.
Mer thykir litid berast af kvedjum en thad breytir ekki tvi ad solbakadir og saellegir Egyptalandsfarar senda kvedjum kaerar til sin og sinna.
Tuesday, November 3, 2009
Godan daginn fra anaegdum Egyptalandsforum
Sael oll
Vid erum nu ad ljuka odrum degi her i Kairo og allt gengur ad oskum. I dag var farid upp i kastalavirkid hans Saladins og skodud moska Mohammeds Ali sem sumir nefna fodur nutima Egyptalands thott stjornartimi hans vaeri a 19 old. Thar sem Egyptar eiga langa og merka hefd i ilmvatnsgerd skruppum vid i ilmvorustad thangad og ilmudum vid af nottum eydimerkurinnar, lotusblomum osfrv og gerdu ymsir kaup thar.
Eftir thad la leidin a markadinn Khan Kalili og hofst tha mikid fjor og gauragangur enda vorum vid med eindaemum vinsaelir gestir.
Lara og Thorsteinn lobbudu heim af markadnum, thad tok 2 klst en thau voru alsael og spraek eftir gonguturinn. Systurnar Bergljot og Dagbjort og theirra makar rannsokudu midbainn, eg held ad Edda, Rikard og Sesselja hafi farid ut i Jakobseyju thar sem endurgert hefur verid faroathorp og adrir eru bara tvist og bast um bainn eda hotelid.
Fyrsta daginn voru piramidarnir a dagskra og thotti ollum mikid til um thad tho manni bloskri vitanlega ad sja hvad byggd var leyfd naerri theim unz stodvud var fyrir faeinum arum. Meirihluti hopsuins teysti svo i ulfaldareid ut i Sahara en skiludu ser allir heilir og gladir og einnig foru margir inn i pyramidann, thann naeststaersta.
Eftir godan og hollan hadegisverd forum vid i papirusverksmidju og var synt hvernig papirus er buinn til og einnig voru skodud kartuss og fleira sem er daemigert fyrir Egyptlaand.
I Kairo komu inn i ferdina Reynir og Angelina sem hofdu maett daginn adur fra Kenia.
Vid komuna hingad bidu menn fra Thomasi Cook og ollum lidsinnt vel og thekkilega, eg keypti vegabre3fsaritanir og allt gekk thrautalaust og ekki dro ur gledi thegar allur farangur skiladi ser en thad tokst ad fa hann tjekkadan alla leid.
Fagnadarfundir urdu med okkur Georg leidsogumanni og mer heyrist ollum litast afskaplwega vel a hann. Honum fannst gaman ad hitta brodur vinar sins t.e. Thorstein Mana og bad einnig kaerlega ad heilsa Ornolfi.
Taladi adan vid Sigrunu Valsdottur sem er busdett her og rekur bokabud i Kairo. Vid vonum ad hun komi a morgun siddegis og hitti hopinn.
A morgun aetlum vid til Memfis og Sakkara, kikja i teppaskola og bomullarverksmidju.
Bliduvedur her fra 23-28 stig. Svalara adeins a kvoldin
Thad bidja allir ad heilsa og vonast eftir kvedjum.
Vid erum nu ad ljuka odrum degi her i Kairo og allt gengur ad oskum. I dag var farid upp i kastalavirkid hans Saladins og skodud moska Mohammeds Ali sem sumir nefna fodur nutima Egyptalands thott stjornartimi hans vaeri a 19 old. Thar sem Egyptar eiga langa og merka hefd i ilmvatnsgerd skruppum vid i ilmvorustad thangad og ilmudum vid af nottum eydimerkurinnar, lotusblomum osfrv og gerdu ymsir kaup thar.
Eftir thad la leidin a markadinn Khan Kalili og hofst tha mikid fjor og gauragangur enda vorum vid med eindaemum vinsaelir gestir.
Lara og Thorsteinn lobbudu heim af markadnum, thad tok 2 klst en thau voru alsael og spraek eftir gonguturinn. Systurnar Bergljot og Dagbjort og theirra makar rannsokudu midbainn, eg held ad Edda, Rikard og Sesselja hafi farid ut i Jakobseyju thar sem endurgert hefur verid faroathorp og adrir eru bara tvist og bast um bainn eda hotelid.
Fyrsta daginn voru piramidarnir a dagskra og thotti ollum mikid til um thad tho manni bloskri vitanlega ad sja hvad byggd var leyfd naerri theim unz stodvud var fyrir faeinum arum. Meirihluti hopsuins teysti svo i ulfaldareid ut i Sahara en skiludu ser allir heilir og gladir og einnig foru margir inn i pyramidann, thann naeststaersta.
Eftir godan og hollan hadegisverd forum vid i papirusverksmidju og var synt hvernig papirus er buinn til og einnig voru skodud kartuss og fleira sem er daemigert fyrir Egyptlaand.
I Kairo komu inn i ferdina Reynir og Angelina sem hofdu maett daginn adur fra Kenia.
Vid komuna hingad bidu menn fra Thomasi Cook og ollum lidsinnt vel og thekkilega, eg keypti vegabre3fsaritanir og allt gekk thrautalaust og ekki dro ur gledi thegar allur farangur skiladi ser en thad tokst ad fa hann tjekkadan alla leid.
Fagnadarfundir urdu med okkur Georg leidsogumanni og mer heyrist ollum litast afskaplwega vel a hann. Honum fannst gaman ad hitta brodur vinar sins t.e. Thorstein Mana og bad einnig kaerlega ad heilsa Ornolfi.
Taladi adan vid Sigrunu Valsdottur sem er busdett her og rekur bokabud i Kairo. Vid vonum ad hun komi a morgun siddegis og hitti hopinn.
A morgun aetlum vid til Memfis og Sakkara, kikja i teppaskola og bomullarverksmidju.
Bliduvedur her fra 23-28 stig. Svalara adeins a kvoldin
Thad bidja allir ad heilsa og vonast eftir kvedjum.
Subscribe to:
Posts (Atom)