Saturday, March 20, 2010

Bið ykkur að tala við Eddu Ragnarsdóttur til að panta bók


Frá Hammediasúknum í Damaskus

Sælt veri fólkið
Bið ykkur allra vinsamlegast að hafa samband við Eddu Ragnarsdóttur ef/þegar þið viljið panta og fá afmælisbókina næstu tvær vikur. Hún mun sjá um það af stakri kappsemi. Hún hefur símana 897 1944, 4112700 og 5513323 og imeilið er edda.ragnarsdottir@reykjavik.is
Edda er þekkt að snöfurmennsku og mun þetta örugglega ekki vefjast fyrir henni.

Svo vil ég hvetja ættingja og vini þátttakenda í ferðinni til að skrifa kveðjur inn á síðuna, það mælist jafnan afskaplega vel fyrir. Og aðrir mega vissulega hafa samban líka. Ég mun setja pistla inn á síðuna eftir því sem tími og tækifæri gefst og fólki finnst gaman að fylgjast með. Vona þið verðið dugleg að fara inn á síðuna því ég get ekki sent neinar tilkynningar um það.
Fer til Keflavíkur núna síðdegis eins og ég geri alltaf þegar farið er með hópa.
Bið að heilsa í bili.

1 comment:

Dominique said...

Vonandi hefur ferðin samt gengið hjá ykkur, þrátt fyrir gos-tafir... Allt að róast, í bili? Ég bið að heilsa Catherine, Eyþóri, Högna, og fleiri sem ég líklega þekki - og þér sjálfri sjálfsagt.