Saturday, March 27, 2010

Katir krakkar i Damaskus

Godan daginn, kem kvedjum til skila i kvold. Fleiri maettu lata heyra i ser.
I morgun var skodadur handverksmarkadurinn her rett vid Semiramis, keyrt upp a Kassioun og dadst ad Damaskus hvar hun liggur fyrir fotum manns og sidan vitjum vid huss heilags Ananiasar og Omayadmosku. Riggndi smavegis framan af degi, ekki bitur thad a kata Islendinga sem eru nu flestir a tritlinu i gomlu borg. A morgun er halfs dags ferd til Malulah, baejar Teklu.

Vid komum til Damaskus i gaer sidla og snaeddum sidan agaetis kvoldverd her og ekki spillti karamellubudingur sem leiddi vitanlega hugann til Gudmundar Pe.
Thad gekk baerilega a landamaerunum badum en adur hofdum vid skodad Baalbek hofin glaestu, vitjad vinverksmidju og farid vidar um Bekadal. Hadegisverdur var i bodi Sunylland og thar sem hroll hafdi sett ad monnum var thad kaerkomin atylla ad fa ser arak med hadegisverdi

Nottina adur gistum vid a mjog finu hoteli i Bekadal og thar heldum vid upp a sjotugsafmaeli Gudrunar Eggertsdottur med tertum, rakettum of song sem Olafur a Holi stjornadi af mestu roggsemi. Var Gudrunu sidan afhent storeflis sverd til ad skera kokuna.

Fyrr hafdi verid farid i cedarskoginn og sagdi eg thar hina athyglisverdu Davidsssogu vid miklar undirtektir. Sidan i safn Gibrans og allt var i hoppi og hii enda hafi fyrsti afmaelisdrengur ferdarinnar Sveinn Kjartansson att afmaeli kvoldid adur og var tha einnig mikid um dyrdir

Hopurinn er mjog katur og gladur, gaedinn libanski var mjog ahugaverdur i skodunum enda bogmadur og syrlenski gaedinn okkar heitir Walid og virdist hinn vaensti naungi.

Svo thad er sem sagt allt i blidu her og thar sem nu virdist sem rigningin se a undanhaldi er ordid mjog hlytt og notalegt oa ma vaenta thess ad ymsir komi med poka heim i kvold.

Thetta motlaeti sem vid urdum fyrir i upphafi ferdar hefur bara tjappad hopnum saman, bornin fjogur eru glod og kat og fullordna folkid virdist fila Damaskus i botn.
Thad bidja allir ad heilsa og vonandi kemst eg i ad skrifa smapistil eftir eda i Palmyra. A leidinni thangad mun eg hafa annan lestur framhaldssogunnar Midausturlond a tuttugustu old og Illugi aetlar ad hafa frjalsar hendur

11 comments:

Anonymous said...

Það er komið lamb á Hóli.

Gemlingur bar í nótt svört nr. 918 bar fallegum lambhrút.... rosa sætt, kraftaverk, Tómas fann það í dag og ég fór með honum að kíkja á lambið, allt eðlilegt og flott, svo sætt lítið lamb og stolt móðir, -

annars gengur allt vel, yndislegt að vera her, LAMBAKNÚS

Unknown said...

Takk fyrir frásögn af skemmtilegu ferðalagi og ferðafólki. Bið fyrir bestu kveðjur til Kristínanna, móður minnar og föðursystur.

Anonymous said...

Bestu kveðjur til Sigríðar Ásgeirsdóttur, Matthildar Valfells og samferðafólks. Ljóst á lýsingum að fall í upphafi ferðar hefur reynst fararheill er á leið. Óskum ykkur öllum ánægjulegra ævintýra það sem eftir er ferðar.

Ásgeir, Anna María, Óli Axel, Sigga og Ágústa.

Unknown said...

Ég á eftir að fara í svona ferð...einhverntíma. Bestu kveðjur til afmælisbarnsins Guðrúnar Eggertsdóttur og Jónu Eggertsdóttur en þær eru mágkonur mínar. Kveðjan er frá Hulduhlíð 7 í Mosfellsbæ. Góða skemmtun öll.

Unknown said...

gaman að lesa ferðasöguna. bið að heilsa ömmu fríðu og laumufarþeganum.

Anonymous said...

Hæ hó!

Vildum bara skila kveðju til ykkar allra (og þá sérstaklega þeirra sem við þekkjum!). Bíðum spennt eftir fleiri fréttum og ferðasögum :)

Ingunn, Garpur og EK

Anonymous said...

Gaman að lesa pistlana og fylgjast með ykkur ferðalöngunum. Bestu kveðjur til mömmu minnar hennar Söru Hjördísar. Henni finnst eflaust gott að vita af því að hér eru allir sprækir - við nýkomin að norðan þar sem var snjókoma og ferlega kalt, en samt var þetta mjög góð fjölskylduferð - ekki oft sem tekst að smala allri hersingunni saman. En hér í Kvistalandinu biðja allri kærlega að heilsa og við vonum að það gangi áfram allt vel hjá ykkur,
kær kveðja, Hildur

Anonymous said...

Gaman að heyra frá ykkur. Vonandi fáið þið sem oftast crème caramel og nóg arrak svo þið kvefist ekki. Gaman hefði verið að koma aftur í Bagdad Café og hitta ljúfa Sýrlendinga Í Damaskus og Aleppo.
Páskakveðjur frá Íslandi,
Guðm. P.

Anonymous said...

Bestu kveðjur á þig og Borgarfjarðarpíurnar. Öfunda ykkur en bara fallega.
Mbk.
Þóra J.

Anonymous said...

Til hamingju med afmaelid elsku amma Kristin Th, er viss um ad thetta s'e eftirminnilegt allt saman, allavega er thetta brilliant felagsskapur a aevintyraslodum og lur mig om ferdastjorinn hafi ekki fundid godan stad til ad skala til lifs og til gledi og fyrir afmaelisfrunni!Alt gott ad fretta fra Cannes,sol a nefid og rosavin fyrir kvefid.Kaer kvedja einnig til Kristinu Bj, JK og Vidari (okkar a milli tha mun eg hlusta a netutvarpid a morgun:).Stundum ER haegt ad vera a fleiri stodum i einu.... Njotid frodleika og fegurd,Kristin R.V

Anonymous said...

Komst inn 'a siduna og thakka allar kvedjur og les thaer upp i kvold vid maltid. Nog af creme caramel og stoku arakdropi hefur fundist
KvJK