Sunday, October 24, 2010

Allir í góðu formi á fundum í dag


Ásamt Davlad leiðsögumanni og Nasser bílstjóra í rannsóknarferðinni í Samarkand í Uzbekistan í sl. júlímánuði

Prýðileg mæting var á alla fundina í dag. Þó vantaði nokkra sem létu ekki vita af fjarveru sinni. Það finnst mér alltaf mjög erfitt að skilja.

Palestínufólk fékk sína miða og ráðleggingar, plögg um að ekki skuli stimpla í passa við landamæri ofl.

Uzbekistanhópur gekk frá myndum og áritunum en Gulla pé (og ég svona til aðstoðar) höfðum gengið frá öllum áritunarblöð svo menn þurftu ekki að gera annað en tjekka hvort allt væri rétt og líma svo myndir á. Mig vantar nokkur vegabréf og óska eftir að fá þau við allra fyrstu hentugleika. Fáeinir eiga eftir að skrifa undir vegna þess þeir eru út og suður en leysist væntanlega. Þrír þurfa að fá bráðabirgðavegabréf vegna þess þeir ætla að fara til Uzbekistan líka. Vona þeir sendi mér passa og ný númer.

Íranhópur komst ekki hjá að fylla út sínar umsóknir og allt fór það vel fram. Þar vantaði nokkra sem létu ekki vita og allt slíkt kemur sér mjög óheppilega. Mun senda blöðin til viðkomandi og verð að treysta á að rétt verði fyllt út. Þarf ekki vegabréf Íransfara fyrr en um 10.des. þar sem Shahpar ferðaskrifstofustýra hefur gefið okkur frest.

Edda, Gulla og Þóra voru til aðstoðar og hituðu kaffi í gríð og erg. Sýrlandskökur mæltust vel fyrir svo og önnur sætindi.

Palestínuhópur fer 11.nóv og veit ekki betur en þar sé allt klappað og klárt.

1 comment:

Anonymous said...

Þakka góðan og upplýsandi fund um ferðina til Úzbekistan, svo og gómsætar Sýrlandskökur.
Nú er bara að fara að hlakka til.
G. P.