Saturday, October 30, 2010

Nú er Íran loks almennilega skipuð


Bláa moskan í Isfahan

Með hinni mestu ánægju get ég nú loks verið sátt við að Íranferðin er fullskipuð og eftir daginn í dag skrifa ég að vísu á biðlista en get ekki lofað að bæta við.
Mér sýnist við verða 25 og það er mjög hæfilegur og elskulegur fjöldi.

Vonast til að þeir sem hafa ekki skilað mér áritunarblöðum útfylltum og öðrum plöggum geri það hið fyrsta. Þau þrjú sem þurftu að fá aukavegabréf þar sem þau fara bæði til Palestínu og Uzbekistan (síðar í vetur) hafa fengið vilyrði fyrir því og senda mér þau væntanlega í vikunni þar sem ég VERÐ að koma öllum Uzbekistanplöggum út til London áður en Palestínuferðin hefst.

Þá hef ég sent til allra ábendingu um að greiða skilvíslega um mánaðamót og þeir allra sneggstu hafa þegar gert það. Mikið þægilegt og takk fyrir.

No comments: