Thursday, October 14, 2010

Bændaferðahópurinn kominn heim


Frá sögustundinni í Damaskus

Við komum heim um miðnætti og var þá hátt í sólarhringur frá því við risum úr rekkju í Damaskus og héldum til flugvallar. Þar kvöddum við Walid leiðsögumann með miklum virktum en hann varð afar vinsæll sem fyrr meðal ferðafélaganna og Trausta bílstjóra(Amin)Ekki fékkst British Midland til að tjekka okkur inn nema til London og kom ekki á óvart, en við gerðum gott úr því öllu saman og skemmtum okkur bara ágætlega á Heathrow uns við komumst í transit.
Fjórir ferðafélagar urðu eftir í London.

Síðasta daginn var farið á Þjóðminjasafn, í kökubúðarleiðangur og svo var frjáls tími þar til við héldum á sögustund til að hlusta á Shadi segja frá og vakti lukku og síðan var kveðjukvöldverður í Omijadveitingahúsinu. Ég talaði þar nokkur vísdómsorð og þakkaði fyrir samveruna og við horfðum með aðdáun á dervisjdansa. Í rútunni út á flugvöll í morgun talaði Tryggvi Ásmundsson og voru það hlýleg og elskuleg orð en þau hjón Agla og hann hafa einnig farið með í Íranferð.

Abdelkarim ferðaskrifstofuforstjóri færði öllum í ferðinni fallegar gjafir og er óhætt að segja að allir hafi verið glaðir og kátir með ferðina.

Sjálf get ég ekki neitað því að mér fannst töluvert annar bragur yfir þessari ferð þótt fín væri í alla staði en þegar farið er með VIMA fólk þar sem langtum meiri undirbúningur og kynni hafa verið fyrir hverja ferð.


Minni á miða og fundi
Nú verður fundur 24.okt eins og ég hef áður sagt frá. Í gamla Stýró við Öldugötu eins og venjulega. Palestínufarar fá þá miða ofl, mæti kl. 14.
Íranfarar mæti kl 16 og verða þá fylltar út vegabréfsumsóknir og skulu ALLIR koma með nýjar passamyndir, 2 stk og greiðslu fyrir áritun. Ath að á þessum myndum skulu allar konur bera slæður. Síðan verða öll vegabréfin send út. Þetta má ekki klikka.
Kl 15 mæta svo Úzbekistanfarar í aprílferð með 2 passamyndir og verður gengið frá áritunareyðublöðum. Þeir mæti einnig með áritunargjald. Allar þessar upplýsingar hafa verið sendar til fólks svo allt er vonandi á hreinu. Einnig þau plögg þurfum við að senda utan við allra fyrsta tækifæri.

Eftir ábendingu Jónu Einarsd hef ég leiðrétt tímasetningar. Ástæðan fyrir því að vegabréfsáritunarupphæð vantar er sú að ég hef ekki upplýsingar um það. Læt ykkur vita jafnskjótt og ég er með það á hreinu. Ath þaðBið fólk að mæta stundvíslega.
Keypti slatta af gómsætum döðlum og kökum í Sýrlandi sem við gæðum okkur á.
Ásamt með te og kaffi vitaskuld.

Nú ætla ég að sofa í sólarhring og verðum í sambandi ef eitthvað er óljóst.

No comments: