Wednesday, March 21, 2007

Doltið döpur

Ýmsir hafa sent myndir. Takk fyrir. Aðrar á leiðinni. Takk fyrir.
En alltof margir hafa ekki látið í sér heyra. Þetta gerir mig hnuggna. Getum við vikilega ekki séð af þessu fyrst stúlkunum, stórum sem litlum finnst vænt um þeta. Endurtek bara mynd og kannski kveðja. Engar gjafir og alls ekki peningar. Ég hef haft samband við ALLA sem taka þátt í þessu nema einn eða tvo þar sem ég hef ekki imeil.
Vinsamlegast bregðið nú við skjótt. Látum ekki á okkur annað sannast.

Vil taka fram að tæknistjórinn minn setti inn Líbanonmyndir frá Guðgrúnu Margréti í gær. Kíkið á þær.

4 comments:

Anonymous said...

Sæl Jóhanna og fyrirgefðu seinaganginn. Var að tína saman myndir í gær og sting bréfi inn um lúguna hjá þér seinna í dag.
Vil láta þig vita í leiðinni af breyttu heimilisfangi, er flutt úr Sævarlandinu að Lyngheiði 4, 200 Kópavogi. e-mailið mitt er gsv@hi.is
Bestu kveðjur og ósk um góða ferð!
Guðrún Sverrisdóttir.

Anonymous said...

Ég geri það sama, engar áhyggjur, myndirnar koma inn um bréfalúguna í dag eða á morgun. Bæði fyrir Takeyah litlu og stelpurnar 2 sem Eymar og Dögg styrkja.
Kær kveðja og góða ferð, öfunda ykkur einu sinni en... 2008?
Dominique

Anonymous said...

Sammála þér Jóhanna mín, ætla ekki að bregðast í þessu litla en þó svo stóra máli.

Sæki myndir í framköllun í dag og kem þeim svo til þín á morgun.

Þannig er nefnilega að nýjustu myndirnar af mér og familíunni eru aðeins til á stafrænu

formi svo þetta er smá bras að velja og láta svo framkalla.



En sem sagt allt að smella saman og sendingin mun detta inn um lúguna hjá þér í tæka tíð.



Bestu kveðjur

Helga Kr

Anonymous said...

Þetta gengur ekki, verð að koma þér upp úr þessari depurð. Hirðljósmyndarinn minn hefur lokið störfum og mun ég koma þessum líka fínu myndum til þín í dag.
Kv. Edda