Tuesday, March 20, 2007

Gjöra svo vel og muna síðustu Kákasusgreiðslu - og María fannst

Gott fólk
Þar sem fer fer nú senn að tygja mig í Jemen/Jórdaníu bið ég Kákasusfara allra blíðlegast að greiða síðustu greiðsluna plús eins manns herbergi(sem eru 500 dollarar) á réttum degi. Látið bankann reikna út 500 dollarana þar sem dollarinn rokkar til og fá.
Þau gleðilegu tíðindi eru svo að MARIA kom í leitirnar, reyndist vera tengdadóttir eins í Kákasusför sem var að borga fyrir tengdamömmuna. Svo þetta er allt í góðum gír.
Einn félagi bætist við í Kákasusferð, Guðlaug Pétursdóttir.
Má ég svo biðja Sýrlands fara í ágústlok og Ómanáhugasama í síðla október að gefa sig fram eða staðfesta sig ef þeir hafa verið hikandi. Ómanferðaskrifstofan rekur meira á eftir mér.
Fullkomin Ómanáætlun og endanlegt verð kemst vonandi inn á síðuna áður en við förum til Jemen en óhætt að lofa ljúfri ferð. Og Sýrland er alltaf pottþétt. Bara að láta vita hið fyrsta.
Sæl að sinni

2 comments:

Anonymous said...

Jóhanna,

til vonar og vara vil ég enn og aftur staðfesta ásetning

okkar Páls um að slást í Ómanferðina með þér.

Vonum að af henni verði og hlökkum til.

Góða ferð til Jemen og Jórdaníu!

Kveðjur / GD



--------------------------------------------------------------------------------

Anonymous said...

Sæl Jóhanna,
ég og nokkrar konur í kringum mig höfum alvarlega hugleitt OMAN ferð með þér í haust. Ég áttaði mig ekki á að skráning væri hafin.

Hvernig berum við okkur að?

Með bestu kveðju - Danfríður