Sael oll
Vid vorum ad rulla i hlad vid laekjarnidsnotelid okkar i Yazd og fengum fridar motttokur: pafagaukarnir fundu greinilega Islendingalykt og aeptu af fognudi.
Leidin fra Sjiraz i dag er natturlega olysanleg: eins og ordhagur madur ordadi thad fjallafegurd er eins og astin, henni verdur ekki lyst, hana verdur ad lifa.
Vid komum ad sjalfsogdu vid i Pasargad vid grafhysi Kyrusar og rifjudum upp soguna, heimsottum Samson bonda sem bad ad heilsa. Thar bordudum vid nestishadegisverd og Edda gaf honum myndir fra Islandi og thad gladdi hann enda sagdi hann ad island vaeri eina landid i heiminum sem hann vissi litil deili a. Svo var farid gegnum skordin og tho sandbylur fra Sadi Arabiu trufladi okkur litillega var fegurdin og fjolbreytnin i fjollunum slik ad eg hef ekki um thad frekari ord
Holmfridur stjornadi fjalla og fjoldasong af miklum skorungsskap, andinn kom yfir Svein og hann maelti
Um Johonnu og hennar Muhammed
nu maettum yrkja og allt
tvi eitt er vist og thad hefur sked
tvi eitt er vist og ut thad bera ma
ad Iransferdir baeta gumum ged
Tha vildi Arni ekki vera minni madur og orkti lika en thar sem hann hvilist i augnablikinu i herbergi sinu verd eg ad bida med kvedskapinn thann.
Turn thagnarinnar var skodadur adur en inn i Yazsd var komid og flestir priludu upp og fengu ad heyra um greftrunarsidi Zorostria. Thegar vid komum nidur hofdu Mohammed bilstjori og Heidar adstodarmadur tilbuid kaffi og te og iranskt kex eins og their gera einatt thegar stoppad er.
Ferdin til Perepolis i gaer var ein gledi og Arni hafdi a ordi ad hann hefdi ekki fyrr ordif fyrir jafn sterkum ahrifum og thad hygg eg megi segja um flesta. Nekropolis var svo a dagskra og Thorsteini thotti thetta tilkomumikid og hafdi a ordi ad kannski vaeri rad ad velja ser fjall enda tekur nokkra aratugi ad utbua thessa stadi.
Vid verdum her a morgun og gorum i Musteri eldsins, a Vatnasafnid, gongum um gamla bae og sitthvad fleira.
Menn eru mjog hressir og hopurinn samheldinn og lettur i lund. Allir bidja fyrir agaetustu kvedjur.
Saturday, March 3, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
13 comments:
Sé ykkur í anda með 'Islenska fánan í barminum og eruð þjóð ykkar til sóma, kærar kveðjur frá Falsterbo og auðvitað Mánin okkar efst í huga
Ástarkveðjur frá Hringbrautinni -allri.
Sendi ykkur kveðju mína og vænti þess þið fáið vel útilátð crème caramel í eftirrétt í Isfahan.
Guðm. P.
Sæll Þórður, Við sendum okkar bestu kveðjur af Þórsgötunni. María og Ásgerður eru hressar og hlaupabólurnar óðum að hverfa á Ásgerði. Lesum bloggið þitt og pistla Jóhönnu og höfum gaman af.
Kveðja, Harpa, Kári og dætur.
Elsku afi þrostur og amma edda
Ég fór í keilu í dag og mamma vann meira að segja pabba. Ég var í 3 sæti og Marinella í 4. Nú eru mamma og pabbi bráðum að fara til Vietnam og við trostur opnuðum blogsíðu fyrir þau. Er þetta skrítið land sem þið eruð að heimsækja. Drekkið þið mikið te? Hvernig er þetta kex eiginlega? Sendið mér SMS. elska ykkur
Salka
Elsku besti Máni.
TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ!!!!!
Knús frá mömmu, Sindra, Birtu og Loga.
MÁNI !! TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ !!:):)
Elsku Máni til hamingju með afmælið kossar frá afa og ömmu og öllu frændfólkinu í Falsterbo
Karli Óla finnst ótrúlegt að amma sín sé á slóðum Kyrosar, enda er hann að skrifa um hann ritgerð í sögu 101. Vorum að skoða mynd af grafhýsinu og okkur datt til hugar að amman tæki með sér eitt bein úr karlinum.. myndi hækka einkunina hans og við vitum öll að amman gerir ýmislegt fyrir háar einkunnir :)
Kveðja Börkur Sonur Gunnu Jóns.
Sæunn, Svava Lóa og Kjartan biðja fyrir kveðju til okkar elskulegu mömmu (tengdamömmu). Ég hélt hún væri m.a.s. að reyna að hringja í mig í dag en ég var að blaðra á fundi og gat ekki svarað. Sendum henni okkar bestu kveðjur með óskum um yndislega daga. Ég hugsa mikið til hennar.
Sæunn
Kveðjan á að vera til Kristrúnar ef það fer eitthvað milli mála ...
Sæunn
Ég vil gjarnan senda kveðju til hennar Þóru Jónasar frá skvísunum í Skúlatúni, við hlökkum til að sjá hana og viljum minna á nammið hehehehehehehe :-)
Svava,Berglind,Stella og Heiðdís
Til Árna Bj.
Greinin er örugglega alltof löng hér, þótt hún sé vissulega með styttra móti miðað við Lesbókargreinar.
Gaman að fá fréttir af ferðalaginu ykkar. Góða skemmtun áfram.
Kveðja, Letta.
Post a Comment