Níu nýjar Jemenstúlkur- eina vantar styrktarmann
Vinsamlegast tilkynnið ykkur á fundinn n.k laugardag
Góðan daginn
Hér kemur sá listi sem ég bað Nouriu Nagi að senda þar sem nokkrir gáfu sig fram og vildu hjálpa til.
1. G 22 Rawia Ali Hamod Al Jobi, 9 ára og er í fjórða bekk. Hún á fimm systkini. Faðir er atvinnulaus. Styrktarmaður Kristín Sigurðardóttir læknir
2. G 68 Toryah Yehia Aoud, 9 ára og er í 1.bekk. Hún á sjö systkini. Faðirinn vinnur verkamannavinnu - styrkt af Erlu Adolfsdóttur
3.G 94 Samah Hamid AlHasmee 12 ára og er í 8 bekk Hún á sjö systkini. Faðir vinnur verkamannavinnu -styrkt af Birnu Sveinsdóttur
4.G 102 Thawra Yosef Al Samaee er 18 ára, í sjöunda bekk. Thawra er fráskilin og á eitt barn - styrkt af Kristínu B.Jóhannsdóttur
5. G 71 Hanadi Abdalmalek 11 ára og er í 5.bekk. Hún á fjögur syskini. Faðirinn vinnur verkamannavinnu - styrkt af Ingvari Teitssyni
6. G90 Nawal Mohmammed Al Hymee er 10 ára og er í 1.bekk. Hún á sex systkini. Hún býr hjá ömmu sinni í Sanaa en bláfátækir foreldrar hennar búa í litlu þorpi. Hún hefur ekki gengið í skóla áður - Styrkt af Rannveigu Guðmundsd
7. G 64 Samar Yehia Al Hymee er 15 ára og er í 8.bekk. Hún á fimm systkini. Faðirinn er leigubílstjóri. Hún er styrkt af Bryndísi Símonardóttir
8. G 65 Entedat Hamid Al Harbee er 12 ára og í 7.bekk. Hún á fimm systkini. styrkt af Guðrúnu Snæfríði Gíslad/Illuga Jökulssyni
Þá hefur bæst við ein stúlka á fullorðinsfræðslunámskeið og heitir Amal Alsami, 23ja ára og ógift. Hefur sýnt einstakan dugnað það sem af er námskeiði. Hana vantar styrktarmann.
Sú síðasta sem vantaði styrktarmann, hún Amal, hefur nú Axel Guðnason.
Hópurinn okkar er nú orðinn um níutíu þegar allt er talið og verður það að teljast ákaflega gott. Takk fyrir það.
Leyfi mér að minna enn Jemenfara á fundinn n.k. laugardag kl. 14. Ekki hafa nærri allir svarað en þátttöku verður að tilkynna þar sem miðar verða m.a. afhentir.
Tuesday, March 13, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Áríðandi. Axel Einar Guðnason hefur borgað reglulega mánaðarlega svo ég leyfi mér að skrifa hann sem styrktarmann AMALS
Kv og þakklæti
JK
Post a Comment