Góða kvöldið, allar mínar gæskur
Við erum sem sagt komin til ættjarðarinnar, öll hygg ég megi segja í glöðu og góðu formi eftir fínar tvær vikur í Íran.
Menn voru angurværir á Keflavíkurflugvelli þótt öllum þætti gott að vera kominn heim í kuldalegan heiðardalinn.
Ein taska skilaði sér ekki, Þorsteins Mána en eftir nokkra rannsóknarvinnu vinsamlegs starfsmanns á Keflavíkurflugvelli fannst hún í Amsterdam og mun trúlega leita heim á morgun.
Einhverjir tveir gleymdu að láta mig hafa farangursnúmer svo þetta tók lengri tíma en ella hefði þurft. Hef sjálfa mig og Árna Björnsson grunuð og kannski einn til viðbótar sem ég get ekki áttað mig á hver er.
Ferðin með KLM var í hvívetna þægileg. Vöknuðum rétt fyrir þrjú s.l nótt og allir voru komnir í rútuna á mínútunni. Tókst að fá hóptjekk handa okkur og ýmsum hugnaðist það vel því líklega hefur yfirvigt verið töluverð einkum vegna smávegis teppakaup.
Flugið ágætt til Amsterdam hið ákjósanlegasta með afbragðs þjónustu og sjálfsagt að nota þessa flugleið ef frekari ferðir eru áformaðar.
Biðum ekki nema tvo tíma á Skiphól, rétt til að sukkhópurinn gat reykt og drukkið kaffi og aðrir verslað eitthvað smotterí sem bráðvantaði.
Ætlaði að skrifa inn á síðuna frá Laleh í gærkvöldi en tölvan þar var slöpp svo ég ákvað að bíða með það.
Ferðin frá Esfahan í gær til Teheran er mögnuð í fegurð og ekki skaðaði að ég gat bent fólki á tvö stórhttæuleg kjarnorkuver og heilaga borg, Qom og vi8ð vorum komin með fyrra fallinu til Teheran. Var sungið og glaðst og léku þar aðahlutverkin Árni, Þröstur og Sveinn Einarsson að ógleymdri Hólmfríði.
Þá fór fram úrslitakeppnin í keppni um aldur og stjörnumerki Mohammeðs leiðsögumanns, Mohammeðs bílstjóra og Heiðar aðstoðarmanns. Eftir æsispennandi keppi stóðu Edda Gísladóttir og Birna Karlsd uppi sem sigurvegarar og þeim verða afhent verðlaun á aðalfundi VIMA þann 28.apríl n.k.
Borðað á Laleh í gærkvöldi og þangað kom Nasrin frá ferðaskrifstofunni og afhenti öllum góðar saffrangjafir, ég gaukaði Íslandsbók að Múhammeð gæd og annarri að Múhammeð bílstjóra og Heiðar fékk konfektkassa. Einnig bað ég Nasrin að koma disk frá Auði Guðjónsdóttur til okkar íhugula ræðismanns
Birna Karls talaði og lýsi gleði með ferðina en aðalræðumaðurinn var Árni Björnsson -sem hafði þá nýlega orðið sér úti um tölvumúsarmottu svo tengdadóttirin Linda gæti haldið áfram skrifum - og mæltist honum vel og drengilega. Að vísu hélt ég um stund að hann væri að gera grín svo vel útilátið var hrósið en þegar hann vék léttu hjali að lítilsháttar (neikvæðri) spennu sem hefði verið milli mín og Múhammeðs leiðsögumanns sem ég hélt í einfeldni minni að enginn hefði tekið eftir, ákvað ég að taka þessu öllu sem hinu blíðlegasta hrósi. Og sýnir að Árni er næmur drengur því ekki þarf orðum að fara um það að ég saknaði okkar góða Pezhmans.
Hann og kona hans og dóttirin litla borðuðu með okkur í gærkvöldi. Pezhman bað fyrir kærustu kveðjur til fyrri hópa og verður vonandi með næst.
Jemenhópur skal svo hittast til skrafs og undirbúnings þann 17.mars og sendi þeim imeil þar að lútandi. Hef ekki gefið mér tóm til að athhuga það mál en vona að allir hafi greitt upp í TOPPP því sú greiðsla er öll farin frá mér fyrir æðistundu.
Saturday, March 10, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
10 comments:
Um leið og litla fjölskyldan bíður múdíru sína velkomna heim frá Íran með sinn hóp tilkynnist þessari sömu múdíru að Gísli B. sér bókstaflega ekkert því til fyrirstöðu að segja frá Ómani í sér á aðalfundi VIMU, 28/4 n.k. Með myndum og teikningum, insjallah.
libbðu heil,
ritarageit.
elskan, kann ekki að blogga.
hafið það gott, kveðja til þeirra sem ég þekki
Bestu kveðjur, Herta
Góðann dag.
Ég var að lesa þessa flottu ferða sögu.
Er einhversstaðar hægt að sjá myndir af landi og þjóð?
Ég meina á netinu.
Kær kveðja
Johann Marinósson
Godan og blessadan daginn. Nu er madur med ykkur í anda og fygist mad
ferdinni af ahuga. Se ykkur í anda á markadnum í Esfahan serstaklega teppa
buðinni og eg horfi alsael á mina mottu og se ekki eftir teim kaupum. Gaman
að heyra alla ferdasöguna madur endurlifir tessa frabaeru daga í haust.Her
er tad helst í frettum ad tad er logn í dag og sól og hitinn sennilega 5
stig. Ríkisstjornin heldur velli og lika Vima stjorn sídast tegar
frettist.Aframhaldandi goda ferd .Kvedja Herdis.
Hae, ho.
Afmaeli Mana var ospart fagnad her um slodir, en helt ad hann vaeri utan
allra sambanda. Thu knusar hann i bak og fyrir fra ollum her, einkum tho
karli fodur hans sem er afar stoltur yfir thessu meistaraverki.
Er annars byrjadur ad vinna verkefnid mikla fyrir Reykjavikurborg og lifi
einsog blom i eggi med Elinu Oglu.
Hvenaer komid thid heim?
Kvedja til allra,
Hrafn
Sæl og blessuð Jóhanna. Ég hef undanfarna daga reynt að senda skilaboð en ekki tekist. Vonandi virkar þetta. Bestu kveðjur til Þóru og Gullu. Hlakka til að fá ferðasöguna Vegabréfin á góðu róli. Kv. Edda
Sæll Þórður.Gott að Árni er farinn að nota húfuna.Allt eins hér.Ásgerður syngur fyrir gesti foreldra sinna en María svaf þegar konsertinn var haldinn. Við lesum pistlana og rifjum upp ógleymanlega ferð.Góða skemmtum og við biðjum að heilsa Kveðja m p
Velkomin heim og takk fyrir góða ferðasögu og gaman fyrir okkur að hafa getað fylgst með barnabarninu í þessari ævintýra ferð,takk fyrir Jóhanna.
Kveðja frá Falsterbo
Er of seint að senda sjálfum mér kveðju?
http://blog.hasanagha.org/images/haft_tir-5_21.jpg
Please see this link that show a Iranian girls had be harmed by Iranian police because here topcoat were not like some model who Islamic Government had determined by Quran!
Many Iranian People do not like Islam but government Kill and harm them.
قال زهرا بنت رسول الله از جهنم:
خداوند فرمود بواسته دروغی که برخدا بسته ام و خود را بانوی برگزیده خدا درجهان نام نهادم و چادر بسر کردن را بر زنان جهان اجباری کردم و چون به خاطر گناه زهرا بنت رسول و پدرش و خاندانش بر زنان ایران ستم می شود و دختران را کتک می زنند.
خداوند امر کرده زهرای بنت رسول درجهنم کسش باز شده و اهل جهنم و بهشت بر کس او می رینند و زهدان حضرت زهرا پر از گوه شده .
و مکرو و مکرالله
حزب مبارزه با ستم اسلامگرایان (فاکرین حزب الله ) اعلام کرد چون ریشه همه بدبختی های ملت ایران و جهان اسلام است به ازای هر ظلم به هر ایرانی میلیون ها کیر خر و کیر خوک و ...کامنتی به کس و کون آل محمد رسول الله روانه خواهد کرد.
کیر و سنده خوک تو کس حضرت زهرا بنت رسول الله
به حزب ما بپیوندید و کامنت دونی ها را پر از آنچه شایسته آل محمد است کنید.
کسانی که به زبان های خارجه مسلط هستند کامنت دونی های وبلاگ های خارجی را مستفیض فرمایند.
هرکس روزانه در 10 وبلاگ انگلیسی زبان یا عرب زبان آنچه شایسته محمد رسول الله است را بنویسد تا خارجی ها متوجه علاقه ایرانیان به اسلام شوند. اگر فقط 1000 نفر هم از حزب ما استقبال کنند بزودی اکثر سایت های دارای رنکینگ اینترنت پر از ابراز نفرت ایرانیان نسبت به اسلام خواهد شد.
برای خلیج فارس بمب گوگلی درست کردید که چرا دریای فارس را عرب کرده اند فرهنگ عرب حاصل تفکر محمد رسول الله پست تر از شیطان و حیوان را به فرهنگ درخشان 2500 ساله ایرانی برگزیده اید؟ نگرانید که چرا خلیج فارس را عرب نام گذاشته اند ولی ناراحت نیستید که از بیخ عربتان کرده اند؟
ستاد حزب مبارزه با ستم اسلامگرایان.
و نحن الفاکرین الغالبون
We will have all hizbolla women fucked by dogs.
Now God, say you must fucked Mohammad and Quran by send message to all people of world.
This message sent from Iran
Post a Comment