Friday, March 16, 2007

VILJIÐI SENDA MÉR MYNDIR SNARLEGA

Góðan daginn
Var að uppfæra listana yfir styrktarmenn barnanna okkar í Jemen. Þar styrkjum við samtals 93, þar af 70 börn og 23 í fullorðinsfræðslu. Glæsilegt
Nú fer ég til Jemen með hóp eftir tíu daga og miðað við þá kátínu sem það vakti með krökkunum að fá myndir af þeim sem styrkja þá, bið ég ykkur að endurtaka leikinn.
Vinsamlegast sendið mér snarlega á Drafnarstíg 3, 101 R, mynd af ykkur til þeirra sem þið hjálpið.
Smákort með en alls ekki peninga. Límmiðar eða eitthvað algert smotterí er fínt.
Vona að bréfin ykkar detti inn um lúguna fljótlega því ég veit að þetta skiptir miklu máli fyrir þau ÖLL og mjög leitt eins og síðast að nokkrir fengu enga mynd.
Takk kærlega.

3 comments:

Anonymous said...

Frábært þá hef ég góða afsökun til að heimsækja þig fljótlega. Fékk flotta
ferðasögu frá Íran frá Sveini Einarssyni hér í Menntamálaráðuneytinu. Rosa
gaman enda góður sögumaður... Kv. Guðrún

Kv. Guðrún Margrét

Anonymous said...

Vertu kærlega velkomin en hringdu samt á undan, ég verð í nokkru stússi fram að Jemenferð.

Bendi Jemenförum nú- því allmargir þeirra styrkja krakka/fullorðna að koma með myndir á fundinn í Stýró gamla við Öldugötu, stundvíslega kl. 14, laugardag.
Kveðja
Jóhanna

Anonymous said...

Sælar

Er í lagi að senda mynd af mér með fjölskyldunni?

Er ekki alveg viss hvað sé viðeigandi.

Kveðja

Helga

Svar frá JK:
Það er tilvalið og mælist enn betur fyrir.