Góða kvöldið öll
Sálin er rétt óskriðin heim. Hef vingsast um á náttklæðum í dag og tekið á móti einum ömmudreng.
Hér með spyr ég: er einhver Íranfara sem getur tekið að sér að ljá húsnæði fyrir myndakvöld. Ég mundi panta mat og við borgum bara hvert okkar part????? Við vorum ekki það mörg að það ætti að vera mögulegt eða hvað?
Hef sent Kákasusfólki bréf sem ég hef ekki fundið inni á heimabanka og bið það að gera upp fljótlega. Þakka þeim sem hafa klárað greiðslur.
Fundur þar sem miðar ofl verða afhentir er í deiglunni sirka 24.-26.apr. Læt alla vita. Nokkrir hafa ekki gert upp eins manns herbergi og óska eftir að þeir geri það snarlegast. Takk kærlega.
Minni enn á aðalfund VIMA þann 28.apr Vonast til að sjá þar sem ALLRA flesta. Er gott að segja frá því að nýir félagar hafa bæst við meðan við vorum í burtu og hef sent Gullu pé upplýsingar þar að lútandi.
Það fór ekki framhjá mér í Sanaa að þeir krakkar sem fengu ekki myndir af sínu fólki voru vonsviknir. Ég held að fólk átti sig kannski ekki á því hvað þetta er mikið mál fyrir þá. Sendi bréf sem Nouria lét mig hafa næstu daga með kveðjum.
Bið svo enn og aftur fyrir þakkir til 25 plús Jemen/Jórdaníufara fyrir einstaklega góða ferð.
Nú fer ég að sofa senn - klukkan er um hálf níu og verð svo til í allt, insjallah á morgun.
Dóminik: fyrirgefðu ég svaraði ekki í dag. Vona að efni sé komið til þín.
Thursday, April 12, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Gott kvöld
Vil taka fram að allir Kákasusfélagar hafa gert upp en fyrir einhver mistök skiluðu greiðslur sér ekki inn á heimabankann. Spron hefur verið í því að reyna að laga þetta en ekki tekist enn en hefur staðfest að þeir sem virtust eiga ógreidda síðustu greiðslu inntu hana af hendi 2.apr. Forlátið en ég var sem sagt ekki svona sljó heldur mistök hjá bankanum
Vel að merkja Íranfarar: einhver tilbúin að ljá húsnæði. Hef ekki enn heyrt frá neinum þar að lútandi og fulldýrt að fá Litlu Brekku fyrir 16 manns. Ath. það
Kv. Jóhanna
Post a Comment