Tuesday, April 24, 2007

Verðlaunaafhending á aðalfundi (!)- og vísar hugleiðingar

Góðan daginn.

Eyðimerkurljónið er komið úr kúplingsviðgerðinni og kúrir nú malandi hér úti á plani. Veit að ykkur þykir gott að vita það.
´
Varðandi aðalfundinn á laugardaginn fer fram verðlaunaafhending- öllu má nú nafn gefa- til þeirra tveggja í Íransferðinni sem gátu rétt til um aldur og stjörnumerki félaganna Mohammeds og Mohammeds. Þetta bætist ofan á létt aðalfundarstörf og fýsilegt tal Gísla B. og myndasýningu um Óman.
Þá ætla ég einnig að kynna gjafakortin okkar og vona að fólk verði iðið við að nota þau. Gefa í Fatímusjóðinn t.d. við stórafmæli vina og ættingja sem eiga allt og sömuleiðis heppilegt að nota þau til að gefa vinum upphæð inn á ferðir.
Hugsið ykkur hvað sjóðurinn getur eflst til stórra muna með þessu móti.

Skal taka fram að ég sendi pistilinn um einkaþoturnar á flesta alþingismenn og einn þeirra(sem víkur að vísu af þingi nú í vor og hefur verið í Suðurlandskjördæmi) lagði inn í sjóðinn. Hvorki ráðherrar menntamála né utanríkismála hafa vaknað til lífsins við þennan pistil. En til þessara kvenna sótti ég um styrk að upphæð samtals 600 þús. kr. til að greiða laun kennara við miðstöðina. Og það finnst mér bara ansi hart.

Vil hvetja Sýrlandsfara til að gefa sig fram. Okkur vantar slatta í ferðina í ágúst síðla. Hef ekki enn afráðið hvort Líbanon eða Jórdanía verður fyrir valinu. Hugsa mér að fara til Líbanons í nokkra daga í júní eða svo og athuga hvernig mér líst á ástandið og svoleiðis. Ef mér líst svo á að allt sé í sæmilegu standi skelli ég Líbanon hikstalaust inn.

1 comment:

Anonymous said...

Sæl Jóhanna,
tek þig á orðinu og lýsi yfir mikilli ánægju minni með gjafakortin. Eins og þú segir réttilega þá eigum við allt og það sem okkur vantar eru oftar en ekki "tilbúnar nauðsynjar".

Með bestu kveðju,
Bára