Thursday, August 2, 2007

Mér er alltaf hlátur í hug - og þó

Góðir hálsar
Átti ekki að vera rigning? Allavega sól í vesturbænum.

En sem sagt: ég get ekki annað en hlegið - og þó.
Ferðirnar 2008 hafa verið inni á síðunni í marga mánuði. Hvað eftir annað hef ég ítrekað að fólk tilkynni sig snemma.
Svo dettur nú inn hvert imeilið af öðru og beðið um að komast í ferð sem er fyrir löngu búið að setja dead line á.
Og ég á erfitt með að neita því en ekki eins einfalt að verða við slíkum beiðnum þar sem allt er meira og minna löngu fastmælum bundið.

Er að baksa við að athuga nokkur svona mál og fæ svör eftir helgi. En nú hef ég líka ákveðið að þetta gangi ekki oftar. Fólk er flest mjög skilningsríkt á þetta en margir átta sig ALLS EKKI á hvað langan undirbúningstíma þarf. Að sumu leyti er það eðlilegt.
En ég get ekki ráðið við það. En mér þykir líka afar leitt að segja nei.
Þessar ferðir eru ekki eins og sólarlandaferðir sem fólk hoppar inn í fyrirvaralaust. Svoleiðis liggur í málinu.

Nouria Nagi sendi mér ítarlegt bréf í fyrradag og sagði mér að langflest börnin okkar hefðu staðið sig með sóma í prófunum s.l. vor en þau fengu ekki vitnisburð fyrr en nú nýlega.
Einstaka féllu í einhverjum greinum eins og gengur.

Hún sagði að það hefði verið veisla hjá YERO fyrir alla krakkana, þeir fengið gjafir og góðar veitingar og mikil lukka og metnaður hefði verið meðal þeirra. Þeim fáu sem gekk ekki nógu vel ætla ekki að gefast upp og halda ótrauð áfram svo fremi þau fái styrk. Það er mikið gott.

Ég er ekki viss um að við skiljum þær aðstæður sem þessi börn búa við. Fátækt og allsleysi, atvinnuleysi föður, systkinamergð. Sum hafa misst annað foreldri og nokkur eru munaðarlaus. Og eiginlega ótrúlegt hversu miklu Nouria hefur fengið áorkað og stappað í þau stálinu.

Hún sagði einnig að nokkrir krakkanna okkar mundu ekki vera í Sanaa næsta vetur, því annað tveggja hefði gerst hjá sumum, faðir hefur fengið vinnu annars staðar eða skóla (sem er stórkostlegt) hefur verið komið á laggirnar í heimaþorpum þeirra.

Þau búa sumsé ekki öll í Sanaa en hafa sótt skóla af því slíkt hefur ekki verið fyrir hendi í heimaþorpinu fyrr en nú.
Ég hef lúmskan grun um að frumkvæði Nouriu hafi ekki síst átt þátt í því að yfirvöld hafa vaknað af afskiptaleysissvefni í þessu og er það gleðimál.

Læt menn vita sem allra fyrst um sín börn og þykist viss um að það skorist enginn undan því að taka þá annað barn undir sinn vernarvæng ef svo ber undir. Er það ekki rétt hjá mér???

Vil taka fram að ég hef sent ÓMANFÖRUM tilkynningu um fund og bið þá að svara mér. Fyrirvari er harla góður og ég vonast til að sjá sem flesta/alla þar. Við þurfum að hittast.

Þá er nokkuð klárt að önnur ferð til Jemen/Jórdaníu verður að vori. Menn skrái sig í hana við fyrsta tækifæri. Trúlegt að dagsetningar á henni verði sirka 29.maí til 11.júní.

Rétt aðeins: Fékk imeil frá íranska gædinum okkar, Pezhman í gær. Hann hlakkar til að taka við páskahópnum og bað einnig fyrir bestu kveðjur til Íranfara úr ferðunum sem hann hefur verið með.

3 comments:

Anonymous said...

Blessuð. Jú ég verð með áfram þó eh breytingar yrðu á högum stelpnanna minna.kv.Ingunn Mai

Anonymous said...

Kát að heyra það og vona að svo verði um flesta. Veit ekki enn hversu margir krakkar flytja sig til. Nouria hefur samband um það um miðjan ágúst eða svo.

Vil leyfa mér að minna Ómanfara rækilega á - gleymdi því í bréfinu áðan- að hafa með sér ljósrit af fyrstu síðum í passa, þar sem númer og gildistími kemur fram.
Ítreka það trúlega fyrir fundinn.
Kveðja
Jóhanna

Anonymous said...

Kát að heyra það og vona að svo verði um flesta. Veit ekki enn hversu margir krakkar flytja sig til. Nouria hefur samband um það um miðjan ágúst eða svo.

Vil leyfa mér að minna Ómanfara rækilega á - gleymdi því í bréfinu áðan- að hafa með sér ljósrit af fyrstu síðum í passa, þar sem númer og gildistími kemur fram.
Ítreka það trúlega fyrir fundinn.
Kveðja
Jóhanna