Friday, September 21, 2007

ÓMAN-miðar tilbúnir- fréttabréfið farið í póst- haustlitir að koma

Mikið er þetta fallegur dagur. Er farið að bóla á haustlitum á Þingvöllum. Væri ekki amalegt að sýna Nouriu þá.

En sem sé: haustfréttabréf fór í póst til ykkar núna í morgun. Vona þið verðið ánægð með það.

Óman miðar eru tilbúnir og efnt til stundar með Ómanfólki fljótlega til að afhenda þá ofl. Ómanfarar muna að borga síðustu greiðslu um mánaðamótin. Þá skal einnig greiða fyrir eins manns herbergi og gistinguna í London á heimleið. Sú upphæð er hin sama og ég sagði ykkur þegar við hittumst. Oddný Flugleiðakona staðhæfir að þetta sé mjög gott hótel - verðið er svo hlægilega lágt.

Eftir helgina skrepp ég upp í Borgarfjörð að hitta nokkra jákvæða Borgfirðinga sem hafa áhuga á Jemenferðunum næsta vor. Gaman að því.

Svo vona ég að allir hafi greitt félagsgjöldin sín, 2000 kr. Ef þið eruð í vafa þá sendið Gullu Pé póst og hún flettir því upp gudlaug.petursdottir@or.is

Ég hef heyrt frá háskólakennara og stuðningsmanni á Akureyri sem langar að Nouria kæmi þangað í heimsókn. Er að athuga hvort hægt verði að koma því heim og saman.Aðrir skólamenn hafa ekki kvakað en ég reikna náttúrlega með að hún heimsæki Lindarskóla í Kópavogi þar sem félagsmiðstöðin heitir Jemen.

Munið svo gjafa- og minningarkortin.

1 comment:

Elísabet said...

eg se daginn fyrir mer, september a islandi, her a irlandi er grami og skyjad og skolabarnid fara kaupa bok i skolann. jamm.