Thursday, September 13, 2007

Nú líst mér ekki á blikuna



Jæja, góðan daginn aftur
Þessi rós er gerð úr peningaseðlum.

Ég hef sem sé verið að fara yfir greiðslur og er satt að segja ansi gáttuð. Ef heimabankinn minn er ekki bilaður þá eiga ansi margir eftir að borga staðfestingargjald.

Það á við um Egyptalands og Íranfara. Það er mjög erfitt mál því ég þurfti strangt tiltekið að senda út greiðslur í gær en fékk frest þar til í dag.

Ég bið einkum og sér í lagi þá Egyptalandsfara sem hafa EKKI gengið frá staðfestingu að drífa í þessu og Íranfarar nokkrir hafa heldur ekki borgað.

Bið ykkur lengstra og vinsamlegastra að gera það í hendingskasti á morgun.
Sendi öllum bréf fyrir æðilöngu um hvernig átti að haga greiðslumálum. Hafi einhver týnt því eða eytt óvart bið ég ykkur endilega að láta vita og ég mun senda það samstundis.
En í leiðinni vil ég einnig þakka þeim kærlega sem hafa gert skil og allnokkrir Jemenfarar eru líka búnir að reiða fram staðfestingargjald og virktavel takk fyrir.

Þá skal tekið fram að við höfum nú styrktarfólk fyrir alla Jemenkrakkana okkar. Samtals 101. Það er ekkert minna en stórgott.

No comments: