Thursday, September 27, 2007

Mohammed biður að heilsa - nýir styrktarmenn sendi myndir



Hér er mynd af hinum góða hópi sem fór til Írans sl.febr/mars. Fékk í gær imeil sem Mohammed eftirlætisbílstjórinn minn(annar í efri röð við hliðina á JK) hafði beðið vin sinn að senda. Hann vildi koma á framfæri kærum kveðjum til allra Íranfaranna. Mohammed hefur verið bílstjóri í öllum ferðunum nema fyrri hluta fyrstu ferðarinnar. Einstakt ljúfmenni fyrir nú utan hvað hann er flínkur bílstjóri og fallegur maður. Þessum kveðjum er hér með komið áleiðis.


Annað í sem stystu máli: Mig langar til að biðja ALLA NÝJA styrktarmenn að koma til mín myndum af sér og kannski fjölskyldu.

Fáein orð á korti og kannski límmiðar en ekkert fleira og alls ekki peninga.
Krökkunum þykir ákaflega gaman að eiga myndir af þeim sem hjálpa þeim og nokkrar skeifur mynduðust á andlitum þeirra sem fengu ekki myndir sl. vor.

Ég hef fengið fyrirspurnir um hvort fólk geti sent gjafir með Nouriu en hún mælir með að fólk sendi myndirnar og kort og ekki annað að sinni.
Þið getið hvort sem er sent myndir til mín í pósti eða komið með þær á fundinn. Munið að skrifa ekki aðeins nafn barnsins heldur líka það númer sem það hefur og þið eigið öll að hafa fengið.

Hef fengið fáein fréttabréf endursend vegna þess að fólk er flutt. Gjörið svo vel og láta mig vita.

No comments: