Godan og blessadan daginn
Her eru nokkur visdomsord fra Egyptalandsfolki
Komum til Aswan i gaermorgun og brunudum ad Storu stiflunni og horfdum yfir Nasservatn. Thessa fraegu stiflu var byrjad ad byggja i valdatima Nassers og tha foru allmorg thorp Nubia sem bua a thessu svaedi undir vatn. En byggdir theirra voru fluttar, svo og ymis stormerkileg mannvirki, m.a. hid magnada hop a Filaeyju en thangad la leid eftir stiflurannsoknina. I rutunni song Asdis braginn um dottur faros vid godar undirtektir.
Mikil agengd solumanna thegar vid komum i land eftir siglingu ut i Filaeyju skemmti flestum en odrum bloskradi nokkud en oll skildum vid satt vid tha.
Hotelid okkar er eins og Hildur ordar thad alger Edenslundur, stendur a Isiseyju og vid erum i litlum smahysum i gardinum med utsyni yfir Nilarfljot.
Menn toku tvi rolega i eftirmiddag i gaer, syntu, busludu i sundlaugum eda logdu sig. I gaerkvoldi i land ad fa okkur mat og var thad hid skemmtilegasta aevintyri og godur matur. I batnum a leidinni heim spurdi argentisnsk stulka mig hvadan hopurinn vaeri og skildi thad ekki lengi vel. Ljomadi sidan upp og hropadi Meinardu Island hennar Bjarkar. Hun sagdist hafa verid a tonleikum hja Bjorku i heimalandi sinu i fyrra.
Um hadegid forum vid i siglingu um eyjarnar a felukka og sidan munum vid skanna markadinn.
Gudrun Margot a afmaeli i dag og vid hofum thegar sungid afmaelissonginn einu sinni fyrir hana og verdur ugglaust meira sungid i dag.
Sidasta daginn i Kairo var skodunarferd a Egypska safnid og maeltist vel fyrir. Siddegis toku ymsir sig saman og foru ut i Jakobseyju thar sem faroathorp hefur verid endurgert. Var anaegja med tha for og Holmfridur sagdi serstaklega hafa fundid tha mjuku kyrrd sem rikir thar auk thess hve thorpid er vel upp sett og adgengilega.
Thad eru allir katir og samlyndi hid fegursta eftir tvi sem eg best fae skynjad.
Edda og Gudrun Margot ordnar algerar samlokur og Hildur bjarna oig Kristin Thorlacius kaetast i sinni sambud. Birna og Sigridur asgeirsd og Holmfridur skilst mer hafi rakid saman aettir og sameiginlegan vinahop og ugglaust svo um fleiri.
Allir bidja fyrir kvedjur og thaetti orugglega vaent um ad heyra fra sinum.
Monday, February 11, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
15 comments:
Drafnarstígur stóðst storminn. Auðvitað. Vildi bara láta þig vita ef hryllingssögur af óveðrinu hafa borist til ykkar. ;)
Óska ykkur áframhaldandi ævintýra og gleði.
Heillaóskir til afmælisbarna og Jóhanna fær sérstaka kveðju 14. febr.Ég hef reynslu af afmælum í ferðum Jóhönnu. Svo bíður maður spenntur eftir næsta pisli. Inga, Þorgils og ferðafélagar,lifið í lukku. Jóna og Jón Helgi.
Guð minn góður hvað er erfitt að lesa ferðasögu sem maður ætlaði að vera þátttakandi í, sit hér hálfvælandi. Sendi Guðrúnu afmæliskveðjur og sætar kveðjur til allra sem ég þekki, sérstaklega Höllu. Herta
Þið hafið valið frábæran tíma til að vera ekki á Íslandi :) Samt er aðeins farið að birta og í dag kviknaði örlítil von um að veturinn muni taka enda og ljósið muni sigra að lokum. Bestu afmæliskveðjur og knús til Guðrúnar frá okkur öllum á Ásvallagötu 13. Halla og co
Ég er svo yfirkomin af öfund og afrýði að ég get varla skrifað. Fyrirgefið hvað ég er óvönduð manneskja. Langaði svo að skreppa á litla tehúsið okkar, beint af augum frá hótleli Iris þarna í Aswan og svo duggunar spöl til vinstri. Samgleðst ykkur innilega og veit að ótrúleg ævintýri eru enn í vændum. Óska sambýliskonu minni í Íran til hamingju með afmælið og auðvitað múdírunni innan skamms. Bestu kveðjur út Litla-Skerjó,
aggí
Meiriháttar að fá að fylgjast með ferð vinkonu sinnar á ævintýraslóðum. Það verður eins og að vera sjálf með. Bestu kveðjur til Systu minnar og líka hans Sveins. Og þið öll fáið vitanlega Frónkveðju frá samlanda.
Hóbba vinkona hennar Systu
Mikið er gaman að fylgjast með ferðum ykkar í Egyptalandi. Ég sendi kærar kveðjur til Sveins, Grétu, Jóa og Systu. Allir í fjölskyldunni biðja um kærar kveðjur til þeirra og allt gott að frétta af okkur hér heima. Góða skemmtun áfram og hafið það gott.
Soffía Haraldsdóttir
Jóhanna kærust
til hamingju med afmælið,
14.feb.hlýtur að vera runnin upp í Egyptalandi.Vona að dagurinn verði óvenju ánægjulegur og áframhaldandi ferðasaga komi sem fyrst. Kærar kveðjur, Herta
Kæra Jóhanna!
Sendi þér alúðarafmæliskveðjur og bið um leið að heilsa öðrum ferðalöngum, einkum Systu og Sveini. Óska öllum hópnum skemmtilegrar og fræðandi dvalar á bökkum Nílar.
Guðm. P.
Jóhanna! Til hamingju með afmælið. Syng afmælissönginn með í anda ;)
Eigðu virkilega góðan dag!!!
Gaman að fá að fylgjast með ferðum ykkar úr fjarlægð...væri þó enn ánægjulegra að vera með í för! Bestu kveðjur til mömmu/ömmu (Sigríðar Ásgeirsdóttur) og samferðarfólks.
Ásgeir, Anna María og barnabörn.
Til lukku og krukku mín kæra mor með daginn. Við Lena pena sendum veðraðar kveðjur af Fróninu..
Luv luv,
káhá og emm ess
Afmæliskveðjur úr Ásakór!
Við syngjum í tilefni dagsins;)
kveðjur
Garpur & Ingunn og ófædda barnið !
Bestu afmælisóskir kæra Jóhanna. Kærar kveðjur til Eddu R og allra sem ég þekki í hópnum.
Kkv.
Þóra J.
Til hamingju með daginn kæra Jóhanna. Þeir halda vonandi ekki upp á heilagan Valentínus þarna í Egypt.
Afmæliskveðja frá Lindu & Merði
Post a Comment