Tuesday, February 5, 2008

Þá er það Egyptó


Myndin er frá Pyramisahótelinu í Kairó en þar verðum við fyrstu og síðustu dagana

Á morgun fimmtudag, eða réttar sagt aðfararnótt fimmutdagsins 7.febr. heldur 25 manna hópur til Kairó á vit píramída, faraóaminja sögu og mannlífs. Ég vil hvetja menn til að fylgjast með hópnum því ég skrifa pistla inn á síðuna eftir því sem tími og tækifæri leyfa.
Vinsamlegast þátttakendur skilja www.johannaferdir.blogspot.com
eftir hjá vinum og ættingjum og ég hvet ykkur til að skrifa kveðjur inn á ábendingadálkinn, allt slíkt les ég upp á kvöldin við hinn mesta fögnuð.

ALLIR eiga að vera mættir úti á flugvelli kl 5,15 að morgni, upp úr því fyllist flugstöðin og um að gera að við getum tjekkað inn að mestu leyti saman. Muna að tjekka inn alla leið.
Það er bið í Amsterdam og við notum daginn til að fara í skoðunarferð um borgina og fá okkur snarl, ólíkt skemmtilegra en bíða á flugvellinum þótt vinalegur sé. Munum væntanlega kippa upp þremur Egyptalandsförum sem eru komnir til Amsterdam, Jóhanni Haraldssyni og Gretu Pape sem koma frá Bandaríkjunum til að vera með í för og Sveini Haraldssyni sem fór utan 5.febr.

Ath að ég sendi engar tilkynningar um ferðina og gaman að sjá hversu margir hafa áhuga á að fylgjast með. Yfirleitt skortir hann sannarlega ekki.

Komum svo heim síðla 19.febr.

4 comments:

Anonymous said...

Sæl Jóhanna ég fylgist spennt með ferðinni. Gaman að bera saman hótelið sem þú sýnir á myndinni frá Egyptalandi og hýbílin í Kyrgistan í pistlinum frá Kornhlöðu fundi. Þetta tvennt er bara brot af því sem gerir ferðir þínar að ævintýri sem gaman er að taka þátt í. Góða ferð, Jóna Einarsdóttir.

Anonymous said...

Sæl Jóhanna.
Ég óska ykkur öllum góðrar ferðar og bið fyrir innilegar kveðjur til bræðra minna, Jóhanns og Sveins og Grétu mágkonu og Systu. Það verður gaman að fylgjast með ykkur.
Gangi ykkur vel og góða skemmtun.
Kveðja, Ásdís Haraldsdóttir.

Hringbrautin said...

Vonandi náðuð þið úr landi áður en stormurinn skall á!?

Góða ferð og skemmtið ykkur frábærlega.

Anonymous said...

Til Bergljótar

Hvar er Landsmóts peningurinn?

-Halla