Blessaðan bjartan mánudag
Börnin okkar í Jemen hafa eignast vinaskóla á Íslandi.
Það er mikið gleðiefni.
Fór að beiðni forsvarskonu Hjallastefnunnar, Margrétar Pálu, í heimsókn til 6-8 ára barna á föstudag og sagði þeim frá krökkunum okkar sem við styrkjum í Sanaa. Sýndi þeim myndir og þau horfðu og hlustuðu af mikilli eftirtekt. Svo var stungið upp á að Hjallaskóli yrði vinaskóli miðstöðvar YERO í Sanaa og samþykkt með fögnuði.
Þau eru að undirbúa basar og alls konar framleiðslu sem þau ætla að selja " á okurverði" og gefa allt til nýrrar miðstöðvar.
Einn ungur sveinn var bjartsýnn og sagði góður með sig:
Við söfnum örugglega milljón eða kannski meira
Þegar ég gekk framhjá stofunum spjallið höfðu kennararnir gripið fram hnetti og landabréfabækur og heyrðist úr hverri stofu.
"ÞArna er Jemen og höfuðborgin heitir Sanaa, hún er hér! Krakkarnir búa hér, sjáiði"
Þetta var afar skemmtilegur morgunn og út af fyrir sig skiptir ekki máli hvað þau safna hárri upphæð heldur velviljinn og áhuginn. Það er fyrir mestu.
Konurnar í "aðgerðarhópnum" senda nú í óða önn nöfn þeirra kvenna sem þær taka með á fundinn á miðvikudaginn sem ég vona að heppnist vel og okkur takist að vefa kvennanet sem stækkar og stækkar og ég er raunar svo bjartsýn að ég er sannfærð um að þessi draumur okkar að kaupa stærri miðstöð verður að veruleika.
Ef einhverjar hafa hug á að mæta á þennan fund eða vera með í þessu á einn eða annan hátt væri gott að heyra í ykkur. Nú eða síðar. Og alltaf má leggja smávegis inn á Fatimusjóðinn 1151 15 551212 og kt. 1402403979
Á fundinum ætlar Margrét Pála að vera fundarstjóri, ég kynni verkið og sýni einn eða tvo diska frá starfinu og fulltrúi Exedra segir nokkur orð en þær hafa hug á að styðja einkum fullorðinsfræðsluna.
Ýmsar upplýsingar liggja frammi, þátttakendum til glöggvunar og skýringa.
Ég bið forláts á því að pistillinn sem ég sendi tilkynningu um týndist og hefur ekki fundist- enda er tölvufærni mín ekki til að hrópa húrra fyrir.
Þakka mönnum fyrir að tilkynna sig á ferðafundi á sunnudag. Vantar þó enn marga. Ítreka að Íransfarar verða að senda einhvern fyrir sig, þar sem miðar verða afhentir.
Þetta var verulega skemmtilegt.
Monday, February 25, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Sæl Jóhanna
Einhversstaðar tapaði ég þræðinum en það er nú svo sem ekkert nýtt.
Hvar og hvenær er þessi fundur sem Magga Pála stýrir? Er hann núna á miðvikudaginn? Og er hann opinn öllum?
Mig langar að kynna mér verkefni Fatimusjóðsins og gerast VIMA félagi.
Kveðja
Hjördís
Post a Comment