Sunday, March 30, 2008

Þá er að minna á smávegis



Góðan daginn og allt það

Nú eru senn mánaðamót og minni á greiðslur sem ferðalangar í seinni Jemenferð þurfa að sinna, svo og Sýrlandsfarar í september.

Að öðru leyti: sálin er alltaf svo sein frá Íran og Jemen raunar líka að það var ekki fyrr en núna seinni partinn að hún bankaði uppá hér á Drafnarstíg.

Gott að heyra frá ýmsum Íranförum, allir ánægðir og það fann ég líka. Eyþór er þegar farinn að huga að næstu ferð. Gott mál að koma nýjum á bragðið!

Við verðum með stjórnarfund VIMAkonur á þriðjudag og eftir hann get ég trúlega dagsett fund með Líbíuförum svo og myndakvöld fyrir Egyptalandsfarana.

Set hérna reikningsnúmerið eina ferðina enn svona til vonar og vara 1151 15 551346 og kt 441004-2220.
Ekki meira í bili.

1 comment:

Anonymous said...

Sæl!
Þá er ég kominn norður. Eftir svona frábæra ferð fer maður að láta hugan reika að næstu mögulegri ferð. Hvernig er staðan hjá þér varðandi skráningu í ferðirnar til Jemen/Jórdaníu og Úzbekistan/Kyrgistan 2009?
Kveðja
Eyþór