Wednesday, April 2, 2008

Líbíufarar hittist 12.apríl


Frá Ghadames í Líbíu

Góðan daginn

Þá hefur dagsetning verið ákveðin fyrir Líbíufara til skrafs og ráðagerða, kl. 15,30 12 apríl í gamla stýrimannaskólanum við Öldugötu.
Við förum yfir áætlunina sem gæti þó tekið smávægilegum breytingum, svo og sirka brottfarardaga og þess háttar. Ég bið alla að mæta stundvíslega því ég hef ekki húsnæðið nema í röskan klukkutíma.Þar sem nokkrir hafa fallið út eða ekki látið mig vita né greitt staðfestingargjald geta örfáir bæst við. Ákveðnar eru tvær ferðir. Svo maulum við íranskar kökur og súkkulaði sem ég keypti í Íran og drekkum te eða kaffi.

Vil vekja athygli á basar Hjallastefnunnar fyrr þennan dag - nánar auglýst síðar - þar sem krakkarnir hafa gert ýmsa muni og góða gripi og allur ágóði rennur í Fatimubyggingarstjóðinn okkar.

Gulla pé hefur fengið tölvumotturnar og selur nú ábyggilega eins og vitlaus manneskja og allt í byggingarsjóðinn.

Kvennaaðgerðarhópurinn mun hittast um miðjan apríl því við þurfum að taka verulega á ef draumur okkar - sem er ekki draumur heldur raunsær möguleiki á að verða að veruleika - að kaupa stærra og betra húsnæði fyrir YERO krakkana okkar.

Því bið ég ykkur að senda þetta á amk þrjá sem þið þekkið og haldið að vilji leggja okkur lið. Reikningsnúmerið er 1151 15 551212 og kt. 1402403979. Öll framlög þakksamlega þegin.
Má ég ekki treysta því?


Ég hef sent Egyptalandsförum bréf um myndakvöld og vona að sem ALLRA flestir sjái sér fært að mæta.

Þakka þeim Sýrlands og Jemenförum sem hafa lagt inn á ferðir. Þó nokkra vantar og ekki bíða með það. Ég stend á haus að senda út greiðslur.

Í kvöld skrepp ég svo upp á Akranes að tala yfir Oddfellowkonum. Hlakka til þess.

No comments: