Monday, April 21, 2008
Líður að aðalfundi - takið tíma frá á laugardag
Aðgerðarhópur VIMA hittist á morgun og verður vonandi ýmislegt fróðlegt rætt þar varðandi fjársöfunina til nýrrar YERO byggingar í Sanaa
Frá því og fleiru mun RANNVEIG GUÐMUNDSDÓTTIR segja á aðalfundinum 26.apr. kl 2 í Kornhlöðunni. Í þessum hópi eiga sæti öndvegiskonur. Auk Rannveigar Guðm. eru þar Margrét Pála Ólafsdóttir, Ásdís Halla Bragadóttir, Bryndís Hlöðversdóttir, Steinunn Jónsdóttir, Katrín Pétursdóttir, Svafa Grönfeldt, Elísabet Ronaldsdóttir, Nanna Björg Lúðvíksdóttir, Rannveig Rist, Eva María Jónsdóttir, Hlín Sverrisdóttir, Hervör Jónasdóttir, Helga Sverrisdóttir og JK.
Áður eru formleg aðalfundarstörf, JK flytur skýrslu stjórnar, reikningar kynntir og stjórnarkjör fer fran. Hef fengið Mörð Árnason til að vera fundarstjóra. Þá munu vera til sölu tölvumúsamottur sem Gulla stjórnar, innanklæðaveski Eddu( ég kalla þau hálspunga) en það þykir kannski ekki nógu virðulegt.
Einnig liggja frammi ferðaáætlanir fyrir 2009 því ferðir þessa árs eru allar uppseldar, svo og gjafakort. Tertur og gúmmulaði á góðu verði.
Vonast til að sjá sem allra flesta og nýir félagar velkomnir svo og gestir.
Nefni aðeins að Egyptalandsfarar hittust á myndakvöldi sl. föstudag og komu menn úr öllum áttum, Eyjafjarðarsveit, Hveragerði, Borgarnesi auk höfuðborgarsvæðisins. Við horfðum á fínerís diska m.a. Sveins, Anitu og Sigga, Örnólfs, Birnu, Bergljótar og Hjördísar, fengum okkur í gogginn og skemmtum okkur vel. Ánægjulegt í hvívetna. Ásdís Kvaran var illa fjarri en löglega afsökuð: hún átti sjötugsafmæli þennan dag og hélt upp á það í Kaupmannahöfn. Við skáluðum hressilega fyrir henni og fólum Hjördísi að bera henni kveðjur guðs og okkar.
Síðasta vetrardag er mér svo boðið í Barnaskóla Hjallastefnunnar að veita viðtöku um 600 þús kr í byggingarsjóðinn sem kom inn á basarnum hjá þessum mögnuðu krökkum þar. Hafði nafnið rangt og biðs velvirðingar á því.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment