Friday, April 11, 2008

Hverjir hafa oftast farið hvert?-Líbíufundur -munið hann á morgun


Horft yfir Damaskus
Mynd MHA

Munið Líbíufund á morgun, mín alúðlegu, kl 15,30 í gamla Stýró við Öldugötu.

Munið að basar Hjallaskólans í Garðabæ til styrktar Fatimusjóðs er á morgun kl. 11-13

Að svo mæltu. Hvert hafa flestir VIMA félagar farið? Mér fannst tímabært að búa til eins og einn lista þar um til fróðleiks og skemmtunar. Nú er hann kannski ekki fullkomlega marktækur þar sem sum löndin hafa verið skemur í boði og þar á eftir að bætast við ef guð lofar.

1.SÝRLAND- sex ferðir=162 (þegar við höfðum Líbanon með fóru þangað 97)

(þegar við höfum haft Jórdaníu með Sýrlandi 61)

2.Íran - fjórar ferðir = 85
3. Jemen fjórar ferðir = 80 (Jórdanía er "með"land og þangað því 80)
4. Egyptaland- tvær ferðir= 60
5. Óman- tvær ferðir = 50
6. Kákasus - ein ferð= 24
Samtals um 460

Í vor bætast svo við um 43 til Jemen sem stekkur þá upp í annað sæti
Í haust bætast svo við um 23 til Sýrlands
Í haust bætast svo við um 40 til Líbíu

Fróðlegt væri að kanna hvernig stjörnumerkjamálið stendur núna. Geri vísindalega úttekt á því eftir Jemenferðirnar í apríl og maí.

Sjáumst á morgun kl. 15,30. Nóg af hnetum, súkkulaði og kökum frá Íran. Velkomið að taka gesti með.

No comments: