Friday, April 4, 2008

Margir sendu bréf áfram og þakka fyrir það


Mynd JK
Litla skottið sem Guðbjörg og Guðmundur á Selfossi styrkja

Sælt veri fólkið
Það er notalegt frá því að segja að allmargir urðu við þeirri beiðni um að senda bréf áfram og hver og einn sem lagði inn á 1151-15- 551212, kt. 1402403979 fær bestu þakkir fyrir það. Endilega halda þessu áfram ef þið vilduð vera svo væn.

Þeir sem fara í fyrri ferðina til Jemen/Jórdaníu 28.apr. n.k. hafa nokkrir lagt inn á reikninginn því ég tel ekki sanngjarnt að sumir krakkanna fái gjafir og aðrir ekki og því langbest að safna því saman sem inn kemur og láta Nouriu ráðstafa því.

Vantar nokkur svör frá Egyptalandsförum varðandi þátttöku á myndakvöldið 18.apríl, bið ykkur að láta vita hið skjótasta.

Gulla pé á enn nokkrar músamottur og sömuleiðis er ég með pínudúka með persnesku munstri. Þetta má panta hjá mér eða Gullu, gudlaug.petursdottir@or.is

Aðalfundurinn okkar verður væntanlega 26.apríl. Meira um það seinna.

Fundurinn hjá Oddfellowkonum á Akranesi var hinn fjörugasti og þar mættu um 140 kátar Skagakonur og virtust hafa hinn mesta áhuga á Jemenverkefninu okkar. Kannski kemur eitthvað út úr því.
Ef guð lofar

Enn hafa ekki allir Sýrlandsfarar gert upp apríl. Þætti vænt um að þið kipptuð því í liðinn.

No comments: